Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 26

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 26
Árlegt kennaranámskeið Kramhússins verður haldið 23.-26. júní nk. Að venju er þema þess „skap- andi starf með börnum og unglingum“. Sex listgreinakennarar sjá um námskeiðið: Arna Valsdóttir kennir myndlist, Elfa L. Gísladóttir tónlist, Hafdís Árnadóttir dans, Halla M. Jóhannsdóttir leikhússport, Halldóra Geir- harðsdóttir list trúðsins og Orville Pennant afródans. Gesta- kennarar námskeiðsins koma að þessu sinni frá Bretlandi en þar starfa þeir með Stomp-listahópnum sem sýndi listir sín- ar í Háskólabíói síðastliðið sumar. Upplýsingar og innritun eru í Kramhúsinu, s: 5515103, Haf- dís s: 5522661 og veffang: kramhusid@islandia.is Íþróttakennarar, athugið! Dagana 18.-21. júní verður haldið kennaranámskeið í afrískum dönsum. Námskeiðið er ætlað íþrótta og þolfimi- kennurum. Kennari: Orville Pennant ásamt afrískum tromm- urum. Nánari upplýsingar í Kramhúsinu. Evrópumerkið/European label Evrópumerkið er viðurkenning fyrir nýbreytniverkefni í tungumálanámi og -kennslu. Miðað er við að eitt verkefni hljóti viðurkenninguna á ári hverju. Umsóknir skulu berast til alþjóðaskrifstofu háskólastigsins/landsskrifstofu Sókratesar fyrir 30. júní nk. Bæklingi hefur verið dreift til skóla og stofn- ana og þar er að finna umsóknareyðublað. Allar nánari upp- lýsingar í síma 525 5813 og rz@hi.is Fonden Ragna Lorentzens Legat 2001 anledning af at lektor, mag. art. Ragna Lorentzen har testamenteret sin efterladte formue i 1996 til en fond, der er etableret som Fonden lektor Ragna Lorentzens legat på Dan- marks Pædagogiske Universitet, skal vi hermed orientere om betingelserne for at blive tilgodeset af fonden. Følgende legatportioner er ledige for islandske danskstuderende ved Danmarks Pædagogiske Universitet: 1 á kr. 100.000,00 2 á kr. 75.000,00 2 á kr. 50.000,00 Det er en betingelse for tildeling af legatet at legatmodta- geren er i økonomisk trang. Ansøgningsfrist til den 15. august 2001. Ansøgningsskema kan rekvireres fra: Danmarks Pædagogiske Universitet Administrationen Ledelsessekretariatet Emdrupvej 101 2400 København NV tlf. 3969 3232 / 2151 Bente Lomholt. Eller send e-mail til lomholt@dpu.dk Fondens bestyrelse træffer bestemmelse om størrelse af legatportioner og om fremgangsmåden ved indkaldelse af ansøgninger om tildeling af legatet. Legatet vil efter om- stændighederne også kunne uddeles uden ansøgning. Lars-Henrik Schmidt Formand for fonden Rektor for Danmarks Pædagogiske Universitet Frá stjórn orlofssjóðs Breyttar reglur vegna leigu á orlofshúsnæði frá 1. júní 2001 Stjórn orlofssjóðs hefur ákveðið að breyta vinnureglum á eftirfarandi hátt: Greiðslutilhögun: Greiðsla fer fram við pöntun. Ef orlofshúsnæði er skilað: Sé hætt við leigu með meira en 14 daga fyrirvara er öll upphæðin endurgreidd. Þeir sem hætta við leigu með minna en tveggja vikna fyrirvara fá 75% af leiguverði endurgreidd. Ástæðan fyrir þessum breyting- um er að nokkuð er um að félagar hætti við leigu á síðustu stundu og orlofshúsnæðið stendur ónotað. Skráning á vetrarleigu á öllum stöðum: Byrjað er að skrá fjórum mánuðum fyrir útleigu, þ.e. 1. júní er byrjað að bóka fyrir september, 1. júlí er bókað fyrir september og október o.s.frv. Sama gildir um jól og áramót í Ásabyggð og Kjarna- skógi. Úthlutað er samkvæmt punktakerfinu um jól, áramót og páska á Sóleyjargötu en um páskana í öðrum húsum. Auglýst er eftir umsóknum um jól og páska í Skólavörðunni með tveggja mánaða fyrirvara. Heimasíða orlofssjóðs: Við bendum á heimasíðu orlofs- sjóðs í sumar þar sem er að finna lista yfir lausar vikur til leigu strax. (Athugið að síðan er uppfærð daglega). Núna er lokakaflinn fram undan í endurleigu og munu enn bætast við lausar vikur. Í sumar bætast við vikur ef þeim er skilað og því er um að gera að fylgjast með breytingum á Netinu. Fyrstur fær. http://www.ki.is/orlof/ Stjórn orlofssjóðs Sjúkrasjóður Kennarasambands Íslands Sjúkrasjóður KÍ var stofnaður á stofnþingi samtakanna 11. - 13. nóvember 1999. Tekjur hans eru 0,3% framlag af heildarlaunum í styrktarhluta fjölskyldu- og styrktarsjóðs, en byrjað var að greiða í sjóðinn af janúarlaunum 2001. Á stjórnarfundi sjúkrasjóðs KÍ, 18. maí 2001, var mörkuð stefna í úthlutunarmálum hans á komandi skólaári. Félags- menn öðlast rétt til úthlutunar eftir sex mánaða iðgjalda- greiðslur. Áhersla verður lögð á eftirfarandi málaflokka: Sjúkradagpeninga (sjóðsfélagar, makar og börn), útfarar- styrki og sjúkraþjálfun/sjúkranudd. Fjárreiður sjúkrasjóðs gefa ekki svigrúm til að sinna öðrum viðfangsefnum að svo komnu máli. Úthlutunarreglur og nánari upplýsingar um sjóðinn verða kynntar á fundum með trúnaðarmönnum í upphafi skólaárs og auk þess verða þær birtar á heimasíðu KÍ. Stjórn sjúkrasjóðs Ársþing Samtaka fámennra skóla 2001 Ársþing Samtaka fámennra skóla verður haldið á Stóru- tjörnum laugardaginn 20. október 2001. Það hefst kl. 10:30 og stendur til kl. 16:00. Athygli er vakin á að nýlega var lögum samtakanna breytt þannig að nú eru þau opin kennurum, leiðbeinendum og skólastjórum á öllum skólastigum, sem og öðru áhugafólki um skólamál. Á þinginu verður fjallað um málefni og sam- starf fámennra skóla á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Dagskráin verður send skólum í lok ágúst. Í tengslum við ársþingið verður haldinn aðalfundur og árs- hátíð samtakanna. Kennarar af öllum skólastigum eru hvattir til að sækja þingið. Smáauglýs ingar og t i lkynningar 28

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.