Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 6
Frétt i r 7 Föstudaginn 10. maí sl. gekkst menntamálaráðuneytið fyr- ir málþingi um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra stúdentsprófa í framhaldsskólum. Lögð voru fram drög að reglugerð sem Hörður Lárusson kynnti og Einar Guðmunds- son forstöðumaður Námsmatsstofnunar fjallaði um mark- mið og framkvæmd samræmdra stúdentsprófa. Björn Bjarnason menntamálaráðherra opnaði málþingið og sagði meðal annars að eins og fólki væri kunnugt væru samræmd stúdentspróf álitamál, ekki einungis hvort skyldi halda þau heldur ekki síður hvernig. „Við störfum innan þeirra tímamarka sem lögin setja okkur,“ sagði ráðherra, en prófin skulu komin að fullu til framkvæmda skólaárið 2003-2004. Hann nefndi einnig að stúdentspróf væru samræmd í langflest- um löndum Evrópu og ís- lenskir nemendur sætu ekki við sama borð og aðrir ef þeir þreyttu ekki próf af þessum toga. „Mitt markmið er að verkið verði unnið í eins góðu samstarfi og unnt er,“ sagði ráðherra og fullvissaði við- stadda um að ríkt tillit yrði tekið til þeirra hugmynda sem kæmu fram á málþinginu. Hörður Lárusson sagði ekki veita af þessum undirbúningstíma, bæði fyrir skóla og nemendur, og að loknu málþingi yrði reglugerð breytt eftir þörfum og þá tæki við umsagnarferli. Einar Guðmundsson taldi mat prófa þurfa að vera miðlægt en ekki á höndum skólanna sjálfra eins og drög gera ráð fyrir. Í vinnuhópum kom einnig fram eindregin andstaða við að skólar meti sjálfir prófúrlausnir. Kennarasamband Íslands átti tíu fulltrúa á málþing- inu en Námsmatsstofnun, Mennt, Félag íslenskra framhaldsskóla og Sam- starfsnefnd háskólastigs- ins sendu einnig fulltrúa auk ráðaneytisins. Þrátt fyrir rigningu og rok tóku margir félagsmanna Kennarasambandsins þátt í kröfugöngunni 1. maí og gengu þeir nú í fyrsta sinn undir nýju merki og nýjum fána sambandsins. Tónlistarskólakennarar fjölmenntu í gönguna og settu áber- andi svip á hana með kröfuspjöldum þar sem vakin var athygli á stöðu þeirra, en þeir eru eini kennarahópurinn innan Kennara- sambands Íslands sem ekki hefur ennþá náð samningum við við- semjendur sína. Hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Íslands fjölmenntu einnig í gönguna ásamt fleira hljómlistarfólki og er talið að alls hafi um 140 tónlistarmenn verið þar samankomnir. Lúðrasveit verkalýðsins sýndi tónlistarskólakennurum samhug sinn í verki með því að hætta hljóðfæraleik í miðju lagi í Banka- stræti og stöðva kröfugönguna þegar tónlistarskólakennarar tóku skyndilega að blása í dómaraflautur af lífs og sálar kröftum og hófu kröfuspjöld sín hátt á loft í rigningunni. Tónlistarskólakennarar vöktu ekki aðeins athygli með kröfu- spjöldum sínum heldur ekki síður með söng. Í tilefni dagsins samdi Margrét Sigurðardóttir nýjan texta við lagið Hraustir menn og sungu tónlistarskólakenn- arar og aðrir tónlistarmenn það við upphaf kröfugöngunn- ar á Skólavörðuholti, við upp- haf útifundarins á Ingólfstorgi og síðast í hátíðarkaffí í Kenn- arahúsinu að loknum útifundi. Síðara erindi textans lýsir vel stöðunni sem ríkt hefur í samn- ingamálum tónlistarskólakenn- ara að undanförnu en þeir búa nú við mun lakari kjör en aðrir kennarar í Kennarasambandi Íslands. Ein er sú spurning er á okkur brennur, hvort einskis sé metið vort starf. Vinnum þó ætíð svo vel sem við getum, þá vinnu fær þjóðin í arf. Aðeins þó fáum við ómagalaunin en ólgandi verðbólgan rís. Launanefnd í löngum dvala, liggur enn um sinn. Vart mun henni valda skaða vinnuhugurinn. Tónlistarskólakennarar settu svip á hátíðarhöldin 1. maí Málþing um samræmd stúdentspróf Stjórn NLS (Nordiske lærerorganisationernes samråd) hélt vorfund sinn í Stykkishólmi dagana 7. og 8. maí sl. 36 forystumenn kennarasamtaka á öllum Norðurlöndum tóku þátt í fundinum. Á dagskrá voru hefðbundin stjórnarstörf en auk þess ýmis mál sem eru ofarlega á baugi í skólum á Norðurlöndum, þar á meðal staða skóla sem eru reknir af opinberum aðilum á tímum vaxandi einkavæðingar. Stjórn NLS kemur saman tvisvar á ári. Seinni fundurinn á þessu ári verður haldinn hér á landi í lok nóvember. NLS var stofnað í núverandi mynd árið 1995. Það er sameiginlegur vettvangur 23 kennarasamtaka sjö landa: Danmerkur, Finn- lands, Færeyja, Grænlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar. Tvenn íslensk kennarasamtök eiga aðild að NLS, Kennarasamband Ís- lands og Félag íslenskra leikskólakennara. Meðal meginverkefna samtakanna er að stuðla að þróun kennslumála og vinna að því að efla stöðu kennara í samfélaginu. Í framhaldi af vorfundi stjórnar NLS hélt grunnskóladeild samtakanna fund í Stykkishólmi dagana 9. - 10. maí. Þar var fjallað um ýmsa þætti skólamála á Norðurlöndum, m.a. hlutverk skólans í hverju landi um sig og í alþjóðlegu samhengi. Einnig voru hug- myndir um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi skóla ofarlega á dagskrá og reynsla af einkavæðingu skóla á Norðurlöndum. Framhaldsskóladeild NLS hélt fund í Reykjavík dagana 21. - 22. maí. Þar voru haldin erindi um samstarf og samstarfssamninga kennarafélaga og heildarsamtaka nemenda í framhaldsskólum og þá spurningu hvort skólinn ætti að starfa í framtíðinni sem stofn- un í núverandi mynd. Einnig var flutt erindi um nýmæli í kjarasamningi framhaldsskólakennara á Íslandi og launaþróun hjá þeim. Núverandi formaður stjórnar NLS er Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Forystumenn norrænna kennara bera saman bækur sínar L jó s m u n d : Á rn i S æ b e rg

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.