Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 3
4 Leiðar i Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is Ritstjórn: Anna Björg Sveinsdóttir, Ásmundur Örnólfsson, Auður Árný Stefánsdóttir, Eiríkur Jónsson, Helgi E. Helgason, Kristín Elfa Guðnadóttir, Kristín Stefánsdóttir, Magnús Ingvason, Sigurrós Erlingsdóttir. Hönnun: Penta ehf. Ljósmyndun: Jón Svavarsson Teikningar: Ingi Auglýsingar: Öflun ehf. / Kristín Snæfells / kristin@oflun.is / sími: 533 4470 Prentun: Prentsmiðjan Grafík ehf. Forsíðumyndin er unnin af Stephen A. Fairbairn. Án þess að ýta á „play“ Ein er sú hljómkviða sem fylgir hverri manneskju alla ævi og það án þess að hönd sé út rétt til að ýta á „play“, hún er í senn falleg og angistarfull og - þegar samspil manneskjunnar og um- hverfis hennar er í jafnvægi - gleðirík, umbreytt í orð hljómar hún svona: Skildu mig. Upprunalegasta ákall mannssálar- innar. Óður ómálga barns, bæn minnis- firts gamalmennis, óp Munks, hlátur hellisbúans. Kennarar eru ekkert öðruvísi en aðrir hvað þetta varðar. Yfirskrift 2. þings Kennarasambands Íslands er kennsla - aðlaðandi ævistarf. Hvað er aðlaðandi við kennarastarfið? Kannski einmitt þetta: að mynda samband, tengjast, skilja hvert annað. Óvænt og án þess að ýtt sé á „play“. VR skýrslan Þessi millifyrirsögn er villandi. Ég hef ekki enn komist til þess að lesa skýrsluna sem Verslunarmannafélag Reykjavíkur lét semja um íslenska skólakerfið. Og get þar af leiðandi ekki fjallað um hana. Án þess að vilja bera í bakkafullan læk klisjanna leyfi ég mér að segja þetta: Skýrslur eru fargan og ef „an“-ið er fjar- lægt stendur eftir að þær eru farg. Það er vegna þessa sem við höfum blaða- og fréttamenn: til að lesa skýrslurnar og miðla svo til okkar aðalatriðunum. Það er að segja, þetta gerðu þeir fyrir okkur, þeir hafa engan tíma til þess lengur. Í staðinn fara þeir til álitsgjafa og spyrja: Er samantektin á bls. 357 í skýrslunni rétt og hvað á ég að segja þjóðinni um þessa skýrslu? Álitsgjafinn tekur hár úr hala sínum, leggur það á jörðina og svarar að bragði: Farðu í suður, hoppaðu upp og bentu í vestur. Þannig verður álit þjóðar á skýrslu til og svo sem ekki verri aðferð til skýrslugrein- ingar en hver önnur. Hverfa lögreglumenn? Á nýafstöðnu Foreldraþingi SAMFOKS var meðal annars sam- þykkt ályktun þar sem dómsmálaráðherra er hvattur til að „stuðla að því að löggæsla í hverfum borgarinnar sé á þann hátt að lögreglan geti brugðist fljótt og vel við beiðnum foreldra á foreldrarölti um aðstoð. Dómsmálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum í fjölmiðlum til þess að svo megi vera og foreldrar vilja nú sjá þann vilja í verki,“ eins og segir í ályktuninni. Flestir, ef ekki allir, eru sammála um að efla beri hverfalöggæslu. Hverfis- lögreglumenn eru í nokkrum hverfum á höfuðborgarsvæðinu og samstarf við íbúa iðulega með miklum ágætum eftir því sem best verður komist. Gildi þessa samstarfs í tengslum við for- varnir er óumdeilt. Fjölbreyttir möguleikar eru einnig á samstarfi skóla og lögreglu og í því samhengi má nefna skylt mál, átaks- verkefnið Öruggt spjall sem var kynnt nýverið. Öruggt spjall felst meðal annars í útgáfu veggspjalds og bæklings þar sem krökk- um er kennt að gæta sín í samskiptum við ókunnuga á Netinu. Einnig er efnið á formi nokkurs konar netmyndasögu. Eftirfar- andi 5 aðilar áttu samvinnu um verkefnið: Ríkislögreglustjóri, Lögreglan í Reykjavík, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Umboðs- maður barna og Skýrr/Ísmennt. Vonandi hætta hverfislöggurnar að vera „tilraun“ og öðlast fastan sess í öllum hverfum allra bæja á landinu. Þá fyrst verður hægt að tala um alvöru samstarf. Kristín Elfa Guðnadóttir Efni Greinar Breytingar á lögum Kennarasambandsins 6 Svanhildur María Ólafsdóttir segir frá tillögum laganefndar. Starfandi kennarar útilokaðir frá setu í stjórn Kennarasambandsins 6 Valgeir Gestsson skrifar um þrjár lagabreytingatillögur sem lúta að breytingum á stjórn KÍ. Siðareglur efla fagmennsku kennara 7 Hjördís Þorgeirsdóttir reifar tillögur skólamálaráðs KÍ sem lagðar verða fram á þinginu 8. - 9. mars. Enn fleiri námsbrautir í boði 8 Næsta vetur er boðið upp á framhaldsnám við 17 námsbrautir í KHÍ, hér eru tvær þeirra kynntar en ein var kynnt í síðasta tbl. Kennsla aðlaðandi ævistarf 10 Sjö kennarar á öllum skólastigum svara því hvað sé aðlaðandi við að vera kennari. Hvernig hefur tekist til? 13 Fyrsta starfstímabili í Kennarasambandi Íslands er að ljúka, hvernig finnst formönnum aðildarfélaga að til hafi tekist? Innu grams eg innti frá, að öllu leyti sem var 18 Nýtt upplýsingakerfi framhaldsskóla, Inna, er að talsverðu leyti komið í notkun. Líðan samkynhneigðra kennara 20 Viðtal við Söru Dögg Jónsdóttur. Minnkandi heimur 22 - rafrænt net smárra skóla - óvænt tengsl ínlenska menntanetsins við Nýja Sjáland og Kanada. Grein eftir dr. Ken Stevens og Karl Erlendsson. Fastir liðir Formannspistill 3 Eiríkur Jónsson skrifar. Gestaskrif 5 Guðný Guðbjörnsdóttir lagar kaffið í þetta sinn. Fréttir og smáefni 5, 8, 19, 21, 25, 28 Skóladagar 12 Myndasaga Skólavörðunnar. Kjaramál 24, 25, 26, 27 Smiðshöggið 30 Hverjum erum við að þjóna? Oddfríður Stefánsdóttir leikskólastjóri skrifar. Annað Þing Kennarasambands Íslands 8. og 9. mars næstkomandi 29 Upplýsingar um dagskrá þings og aðalfundi þriggja aðildarfélaga.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.