Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 24
Kjaramál 27 Við gerð kjarasamnings FL við launanefnd sveitarfélaga frá 24. janúar 2001 og í kjarasamningi við ríki frá 31. ágúst sama ár, náðist fram veruleg hækkun á framlagi vinnuveitenda leikskólakennara í Vísindasjóð FL. Framlag sveitar- félaga hækkaði úr 0,6 % af heildar- launum í 1,5 % af grunnlaunum. Framlag ríkisins hækkaði úr 0,22 % af heildarlaunum í 1,72 % af grunnlaunum. Í öllum samningum sem FL hefur gert við sjálfseignar- stofnanir og einkaaðila hefur verið samið um 1,5 % af grunnlaunum. Í bókun með kjarasamningi var gert samkomulag um að reglum sjóðsins yrði breytt og þær yrðu hluti af kjarasamn- ingi. Ennfremur var sjóðsstjórn falin heildarendurskoðun á reglunum. Sjóðsstjórn, sem í sitja tveir fulltrúar tilnefndir af FL og tveir af rekstraraðilum, samþykkti breyttar reglur sem tóku gildi frá 1. janúar 2002. Þær voru birtar í októberhefti Skólavörðunnar og er einnig að finna á heimasíðu FL. Aðalbreytingar á reglugerð sjóðsins felast í því að nú skipt- ist hann í þrjár deildir, A, B og C deild. A-deild A-deild sjóðsins veitir styrki til félagsmanna til að sækja endurmenntunarnámskeið og ráðstefnur innanlands og styrki til kynnisferða erlendis. Hámarksupphæð er kr. 40.000 á kvótatímabilinu frá 1. september til 31. ágúst. Til viðbótar greiðir sjóðurinn ferðakostnað innanlands fyrir þá félags- menn sem búa 100 km eða lengra frá þeim stað þar sem við- komandi námskeið/ráðstefna fer fram. A-deild veitir einnig hærri styrki til félagsmanna til að sækja ráðstefnur/kynnisferðir til útlanda. Sjóðsstjórn ákveður í upphafi árs hámark upphæðar og fjölda styrkja. Skulu líða að minnsta kosti fjögur ár frá því að félagsmaður fær slíkan styrk þar til hann getur sótt um aftur. Á fundi sjóðsstjórnar í janúar sl. var ákveðið að upphæð þessara styrkja yrði kr. 130.000. Úthlutanir úr A-deild fara fram a.m.k. fjórum sinnum á ári, í mars, júní, september og desember að undanskildum úthlutunum á hærri styrkjunum til utanfara. Þeir verða auglýstir í mars hér í blaðinu og á heimasíðu og koma til úthlutunar einu sinni á ári, í júní. Við úthlutun áskilur sjóðsstjórn sér rétt til að taka tillit til starfsaldurs umsækjanda og fleiri þátta sem hún telur skipta máli. B-deild B-deild sjóðsins veitir styrki til félagsmanna til að stunda framhaldsnám. Sjóðsstjórn ákvað á fundi í janúar að veita 100.000 kr. styrk til þeirra er stunda viðurkennt framhaldsnám innnanlands og 140.000 til þeirra er stunda nám erlendis. Styrkir úr B-deild verða auglýstir í mars fyrir þá er stunda framhaldsnám skólaárið 2002 til 2003. Umsóknarfrestur er til 30. maí. Við úthlutun áskilur sjóðsstjórn sér rétt til að taka tillit til starfsaldurs umsækjanda og fleiri þátta sem hún telur skipta máli. C-deild Styrkir úr C-deild eru veittir félagsmönnum annars vegar til þróunar- og rannsóknastarfa og námsefnisgerðar og hins vegar einstökum félagsmönnum eða hópum félagsmanna, faghópa og nefnda innan FL til að halda námskeið og ráð- stefnur ætlaðar félagsmönnum. Styrkirnir verða auglýstir í ágúst og koma til úthlutunar í október. Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu FL og einnig er hægt að nálgast þau á skrifstofu. Hægt er að sækja um styrki án þess að kvittun fylgi. Þegar að greiðslu kemur þarf frumrit kvittana að hafa borist skrifstofu. Þröstur Brynjarsson varaformaður FL Leikskóli Endurmenntun-Vísindasjóður - hækkun framlaga Í kjölfar nýrra kjarasamninga hringja kennarar, skólastjórar og launafulltrúar á skrifstofu vegna röðunar í launaflokka. Nokkuð er spurt um hvernig nám hafi verið metið og hvað gildi í þeim efnum. Skólastjórar skulu nú meta nám kennara til launaflokka- röðunar. Matsnefnd tónlistarskólakennara er ekki lengur starfandi vegna breytinga á kjarasamningi. Kennaraskráin með þeim upplýsingum sem kennarar hafa sent til matsnefndar er í varðveislu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nú hefur verið ákveðið að kennarar geti sótt möppur sínar á skrifstofu Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, Háaleitisbraut 11-13, Reykjavík. Hafið samband við Ragnhildi Hannesdóttur ritara. Sigríður Sveinsdóttir fulltrúi Félags tónlistarskólakennara Tónlistarskóli Mat á námi og kennaraskrá tónlistarskólakennara Í 3. gr. bókunar um vetrarorlof segir svo: „Skólastjóri og aðstoð- arskólastjóri skulu hafa tilkynnt launagreiðanda a.m.k. einum mánuði fyrir byrjun sumarorlofs óskir sínar um orlof, hvort hann hyggst skipta orlofsrétti sínum og þá hve marga orlofsdaga hann hyggst taka að vetri. Tilkynna skal töku vetrarorlofs a.m.k. einum mánuði áður en hún hefst.“ Góðir félagar. Munið að láta þetta ekki lenda í undandrætti og geymið ekki of lengi að tilkynna hvort þið ætlið að skipta orlofi svo að þið tapið ekki þeim möguleika. Verði breytingar á er hægt að afturkalla ákvörðun fyrir skólabyrjun. Kári Arnórsson fulltrúi Skólastjórafélags Íslands Grunnskóli Ábending til skólastjóra/aðstoðarskólastjóra um töku vetrarorlofs

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.