Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 9
vanir fjölbreytni, skapandi starfi og vissum sveigjanleika. Þessi orð hafa verið mér nokkurs konar leiðarljós síðan. Á hverjum degi er ég að vinna með hópi af ólíkum einstaklingum sem mynda líklega einhvers konar þversnið af samfélaginu. Aðal- námskráin setur mér vissan ramma en síð- an hef ég nokkurt sjálfstæði við að nálgast markmiðin. Líklega er það rétt hjá ráðgjaf- anum að fá störf búa yfir eins mikilli fjöl- breytni, en þetta er ekki alltaf dans á rós- um. Kennslan er krefjandi og í rauninni finnst mér ég aldrei komast út úr hlutverki kennarans, uppfræðarans. Ég er sífellt að leita að nýjum hugmyndum sem ég get nýtt mér í kennslunni. Ég er ekki frá því að erfitt sé að eldast sem kennari því að starfið er lýjandi. Uppeldishlutverk kennarans hefur vaxið, félagslegum vandamálum hef- ur fjölgað og starfið er á vissan hátt orðið erfiðara. Það vantar meiri stuðning við kennara til að takast á við þessi verkefni og ég ímynda mér að kennarar upplifi það oft að þeim finnist þeir ekki valda starfinu ef þeir geti ekki leyst þau mál sem upp koma. En fleira þarf að koma til svo að kennsla geti talist aðlaðandi starf. Launin þurfa að vera sambærileg við aðrar at- vinnugreinar. Nýju kjarasamningarnir eru skref í þá átt. Það sem heillar mig ef til vill mest eru hugsjónirnar sem eru órjúfanleg- ur hluti af kennarastarfinu. Þetta sannast best á því að fólk hefur haldist í þessu starfi undanfarna áratugi þrátt fyrir slök launa- kjör. Guðný Steina Erlendsdóttir aðstoð- arleikskólastjóri á Arnarbergi í Hafnarfirði. Kennari frá 1983. Mér líður mjög vel í leikskólakennara- starfinu. Börnin eru gefandi og opinská. Starfið er því gefandi, skemmtilegt og fjöl- breytt. Það er gaman að koma í vinnuna, börnin fagna manni og maður finnur vænt- umþykjuna og hlýjuna streyma á móti sér. Börn og foreldrar eru bestu dómarar á starfið sem unnið er á leikskólanum því að þau láta vita ef þeim finnst starfið gott og einnig ef svo er ekki. Gott samstarf byggist á gagnkvæmu trausti foreldra og starfs- fólks. Ábyrgðin í starfinu er mikil og launin ekki í samræmi við það en samt get ég ekki hugsað mér annað starf. Hafdís Hafsteinsdóttir leikskóla- stjóri á Efstahjalla í Kópavogi. Kenn- ari frá 1976. Þegar ég var beðin að svara þessari spurningu leitaði margt á hugann og það sem meira var, flest af því var jákvætt. Ég hef verið svo heppin á starfsferli mínum að hafa gaman af starfinu og hef notið þess alla tíð að starfa sem leikskólakennari. Að vera leikskólakennari er ábyrgðar- mikið starf. Þar reynir mikið á færni í sam- skiptum og næmni á líðan þeirra sem mað- ur umgengst, svo sem börn, samstarfsfólk og foreldra. Í leikskóla verður maður fljótt var við árangur af starfi sínu, þroski barn- anna er svo hraður og sýnilegur. Börn á leikskólaaldri drekka í sig fróðleik úr umhverfi sínu gegnum leik og samskipti við hvert annað. Við þessi fullorðnu njótum þess að vera með þeim á þessum mikilvæga tíma í lífi þeirra. Starfsaðstæður í leikskól- um á Íslandi eru yfirleitt góðar og margir nýir leik- skólar til fyrirmyndar. Það sem gerir leikskólakennara- starfið erfitt er þó hve mikill skortur er á fagfólki og töluvert vantar upp á að launakjörin séu nægilega góð. Það sést best á því hvað lítil aðsókn er í leikskólakennararnám og er það miður. Við sem störfum í leikskólum höfum þann heiður að fá að vera þátttak- endur í að undirbúa börnin fyrir áfram- haldandi skólagöngu og byggja þannig grunn til framtíðar. Að lokum vil ég leggja áherslu á að börn á leikskólaaldri fái áfram að læra og þroskast í gegnum leikinn í leik- skólaumhverfinu. Einar Bragi Bragason skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar frá 1994. Kennari frá 1985. Upphaflega fannst mér það fín hugmynd að kenna og geta verið að vinna við tónlist alla daga. Að vísu ætlaði ég mér aldrei að verða tónlistarkennari, það bara gerðist, það lá beint við að fara í kennaradeild þeg- ar maður var kominn svona langt. Með kennaradeildinni vann ég á leikskólum og fannst það rosa gaman, þrátt fyrir að öllum vinum mínum fyndist það frekar skrítið. En það skemmtilegasta við að kenna er að engir nemendur eru eins og kennarinn þarf stöðugt að vera að finna leiðir til þess að koma námsefninu til skila á sem bestan hátt, til dæmis er hægt að nota allt frá Viltu vinna milljón þáttunum, GSM hringingum og svo hefðbundnari aðferðum. Ímynd tónlistarkennara er svolítið „döll“ ef ég má nota slettu. Að vísu eru störfin mjög ólík í Reykjavík og á landsbyggðinni, tónlist- arkennari á landsbyggðinni þarf að vera mun fjölhæfari og tilbúinn að gera ýmislegt sem kollega hans í Reykjavík dytti ekki í hug. Laun tónlistarkennara hafa ekki verið beysin en eru þó að lagast eftir síðustu samninga, þau mættu samt vera betri þar sem þau þurfa að vera hvetjandi til þess að menn fylgist með þróun kennslu og fleira í þeim dúr. Mér finnst gaman að kenna - oftast - að geta unnið að áhugamáli sínu eru forrétt- indi og að kenna á landsbyggðinni er mun meira gefandi þar sem tónlistarkennarar eru allt í öllu sem viðkemur tónlist í bæjar- félaginu. Oft eru vinnuaðstæður ekki sem bestar en sem betur fer eru þær í lagi hjá okkur, framavonir eru kannski ekki miklar pen- ingalega en góður kennari aflar sér mann- orðs sem er honum til sóma. Kristinn Guðlaugsson grunnskóla- kennari - kennir upplýsingamennt við Álftanesskóla. Kennari frá 1990. Það sem er líklega mest aðlaðandi við kennarastarfið er að hafa þau forréttindi að vinna með börnum og unglingum, ungu Viðtö l 11 Guðný Steina: Það er gaman að koma í vinnuna. Hafdís: Í leikskóla verður maður fljótt var við ár- angur af starfi sínu. Einar Bragi: Að vísu ætlaði ég mér aldrei að verða tónlistarkennari.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.