Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 4
Hvers vegna á hugmyndin um jafnrétti til náms og jafnréttishug- sjónin almennt erfitt uppdráttar bæði í skólastarfi og í þjóðfélag- inu? Getur verið að áherslan á árangur og skilvirkni, á það að reka skólann, einstakar stofnanir eða samfélagið í heild sem best með sem minnstum tilkostnaði, geri það að verkum að skólastarf á öll- um skólastigum sé að breytast til muna? Í anda nýfrjáls- hyggjunnar er hér sem víðar hert fjárhagslega að skólum og komið á samkeppni á milli þeirra. Samtímis er hvatt til stofnunar einkaskóla þannig að foreldrar og náms- menn hafi val um rekstrarform. Samræmdir árangurs- mælikvarðar (samræmd próf, þreyttar einingar, rann- sóknarvirkni) eiga að tryggja samkeppni á milli einstak- linga og skóla þannig að sem flestir vinni á fullum afköst- um. Þar sem lengst er gengið er beint samband á milli árangurs á samræmdum prófum og fjármagns til rekstrar, til dæmis í Kali- forníu. Hér er vísir að slíkri tengingu með því að greiða fyrir þreyttar einingar, fjölda nemenda eða virkni í kennslu og rann- sóknum. Í nýlegri rannsókn minni á kvenstjórnendum í menntakerfinu kemur í ljós að krafan um árangur og skilvirkni er orðin ráðandi á öllum skólastigum, með ófyrirséðum afleiðingum. Hlutverk stjórn- enda er að gerbreytast og líklegt má telja að viðteknum hugmynd- um um fagmennsku í uppeldis- og skólastarfi, einkum á neðri skólastigum, verði varpað fyrir róða ef ekki er farið að með gát. Í grein minni „Orðræður um árangur, skilvirkni og kynferði við stjórnun menntastofnana“, sem kemur út í næsta tbl. Uppeldis og menntunar, er lögð áhersla á að hugað verði vel að því hvernig árangur er skilgreindur á hverju skólastigi, að mælikvarðar verði ekki of einsleitir, sem að sjálfsögðu er hagkvæm- ast. Einnig að viðurkennd gildi eins og um- hyggja, jafnrétti og margbreytileiki verði ekki undir í keppninni um fjármagn og „ár- angur“. Vonandi verður ástandið aldrei þannig á Íslandi að svo verði þrengt að al- menningsskólum að þeir verði annars flokks. Um leið og það gerist hættir lýðræðið að hafa pólitíska merkingu og fær efnahagslegt inntak í staðinn (Apple,1995): Þeir efnameiri hafa val, aðrir ekki. Stefna nýfrjálshyggjunnar ræður víða ríkj- um, ekki eingöngu í rekstri skóla heldur og annarra stofnana, allt frá rafmagnsveitum til öldrunarheimila. Á sama tíma er margt, nú síðast atburðirnir 11. september, sem kallar á aðrar áherslur, á breytta heimsmynd. Eins og fram kemur í fyrr- nefndri grein minni telja margir að áherslur nýfrjálshyggjunnar snúi mismunandi að stjórnendum og kennurum eftir kyngervi, þó ekki væri nema vegna þeirra menningarbundnu væntinga sem gerðar eru til kvenna og karla. Mjög mikilvægt er að fylgjast vel með hvernig þróunin verður hér. Ég hvet skólafólk til að hafa þetta í huga þegar rætt er um framlög til og væntanlegar breyting- ar á íslenska skólakerfinu. Vissulega er það þjóðhagslega hagkvæmt að íslensk ungmenni komist sem fyrst út í atvinnulífið eða til æðri menntunar og að fimm ára börnum verði tryggð fræðsla. En slíkar breytingar mega ekki verða til þess að ungt fólk fái þá tilfinningu að það hafi verið alið upp í akkorði af foreldrum og kennur- um. Að lokum þakka ég kærlega fyrir boðið um að skrifa gestapistil í Skólavörðuna með von um gott samstarf við kennara, ekki síst í sambandi við meistaranám okkar við félagsvísindadeild Háskóla Íslands sem er kynnt hér í blaðinu. Guðný Guðbjörnsdóttir Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Ges task r i f Stefna nýfrjálshyggjunnar ræður víða ríkjum, ekki eingöngu í rekstri skóla heldur og ann- arra stofnana, allt frá rafmagnsveitum til öldrunarheimila. Á sama tíma er margt, nú síðast atburðirnir 11. september, sem kallar á aðrar áherslur, á breytta heimsmynd. 5 Uppeldi í akkorði: Um árangur og skilvirkni í menntakerfinu Menntamálaráðuneytið lét á haustönn 2001 gera úttekt á innra starfi Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi. Meðal niðurstaðna er eftirfarandi: Fjölbrautaskóli Suð- urlands er menntastofnun með fjölbreytta, kraftmikla og metnaðarfulla starfsemi. Einkennandi fyrir skólastarfið er að stjórnendur taka frumkvæði að stöðugri þróun og eru vakandi fyrir nýjum tækifærum. Starfsandi er mjög góður og er það þakkað stjórnunarstíl stjórnenda og vilja til að ná árangri. Sjá nánar fréttasíðu vefsvæðis KÍ frá 15. febrúar www.ki.is Fjölbrautaskóli Suðurlands fær góða einkunn Frétt

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.