Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 2

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 2
Nú er fyrsta kjörtímabil í nýju Kennara- sambandi Íslands senn á enda. Ekki verður annað sagt en að það hafi verið annasamt og verður sjálfsagt fyrst og síðast minnst vegna þess að þrjú af aðildarfélögum Kennarasambandsins áttu í harðvítugum kjaradeilum og löngum verkföllum. Kjör- tímabilsins verður væntanlega líka minnst fyrir það að þá lánaðist að stíga stórt skref í þá átt að grunnlaun kennara og stjórn- enda stæðust samanburð við laun sambæri- legra hópa á vinnumarkaði og einnig vegna þess að þá tókst að sameina alla kennara í leik-, grunn-, framhalds- og tón- listarskólum. Það sem talið er upp hér að framan er að sjálfsögðu einungis brot af því sem gerst hefur á vettvangi Kennarasambands Íslands á þeim rúmu tveimur og hálfu ári sem liðin eru frá stofnun þess. Nú er ný- lokið frágangi þeirra þingmála sem verða til umræðu á 2. þingi Kennarasambandsins sem verður haldið dagana 8. og 9. mars nk. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning þeirra mála sem lögð verða fyrir þingið og hefur hún farið fram í stjórn Kennarasam- bandsins, nefndum þess og ráðum. Þá hafa aðildarfélögin einnig lagt mikla vinnu í undirbúning aðalfunda sem hjá flestum verða haldnir dagana fyrir þing. Í þessu samhengi má heldur ekki gleyma því mikla starfi sem starfsfólk skrifstofunnar hefur innt af hendi til að tryggja að þinggögn berist fulltrúum í tæka tíð. Þing heildarsamtaka launafólks marka alltaf viss tímamót. Þá setjast menn gjarn- an niður og leggja mat á árangur liðinna ára, reyna að læra af reynslunni en fyrst og síðast marka þá stefnu sem talin er árang- ursríkust þegar litið er til framtíðar. Fyrir þinginu nú liggja margar tillögur um margvíslegustu málefni. Nægir þar að nefna tillögur til lagabreytinga, stefnu- mörkunar í kjara-, skóla- og félagsmálum ásamt fjölda annarra. Tillögurnar hafa nú verið sendar út og settar inn á heimasíðu Kennarasambandsins ásamt skýrslu stjórn- ar svo að öllum félagsmönnum og öðrum áhugasömum um starfsemi Kennarasam- bands Íslands gefst kostur á að kynna sér þau mál sem til umræðu verða á þinginu ásamt yfirliti yfir starfsemi liðinna ára. Segja má að um flestar tillögur sem lagðar verða fram á þinginu ríki víðtæk sátt meðal stjórna aðildarfélaga Kennarasam- bandsins. Um nokkrar tillögur til laga- breytinga er hins vegar ágreiningur eins og gengur. Því er mikilvægt að þingfulltrúar kynni sér rækilega framlagðar tillögur og markmið þeirra og séu tilbúnir að taka af- stöðu til þeirra á þinginu. Efnisleg umræða og lýðræðisleg ákvarðanataka eru nauðsyn- leg forsenda þess að samtök eins og Kenn- arasamband Íslands fái lifað og verði sterk í framtíðinni. Markmiðið með stofnun Kennarasam- bands Íslands árið 1999, og með inngöngu Félags leikskólakennara á síðastliðnu ári, var að stofna ein sterk heildarsamtök allra kennara og stjórnenda í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Allar breytingar á lögum og stefnuskrá sam- bandsins verður að skoða í því ljósi. Það er grundvallaratriði að 2. þing Kennarasam- bands Íslands marki upphaf að nýrri sókn til enn bættra kjara fyrir alla félagsmenn Kennarasambandsins - nýrri sókn til að styrkja Kennarasamband Íslands. Allar ákvarðanir sem leiða til þess að Kennara- sambandið styrki stöðu sína á vettvangi heildarsamtaka launafólks eru af hinu góða. Á sama hátt munu ákvarðanir sem draga úr möguleikum á því að Kennara- sambandið geti komið fram sem ein heild út á við grafa undan áhrifamætti sam- bandsins og þannig rýra möguleika þess til að hafa áhrif á gang mála í þjóðfélaginu á næstu árum. Það er ósk mín að umræður á þingi Kennarasambandsins verði málefnalegar og að niðurstöður þingsins muni styrkja Kennarasambandið sem heildarsamtök þegar til framtíðar er litið. Eiríkur Jónsson Formannspist i l l Þing Kennarasambands Íslands 3

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.