Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 19
Þegar ég og fjölskylda mín komum hing- að í lok júlí sl. mætti okkur allt annað en við höfðum búist við. Veðrið yndislegt, hitinn 25-30 stig og sumarið entist fram í miðjan október, fyrsti snjórinn kom um jólaleytið og það var fyrst í lok janúar að hægt var að tala um vetur hér. Landið er afskaplega fallegt og fólkið ótrúlega gott. Íslendingar vita reyndar ekki mjög margt um Nýfundnaland annað en að það sé eyja við strendur Kanada, þar búi afskaplega fáir og aðallega í snjó og ís. Staðreyndin er hins vegar sú að eyjan er um það bil jafn- stór og Ísland, 110 000 km2. Landið er á svipaðri breiddargráðu og Frakkland og hér búa 530 000 manns. Á höfuðborgar- svæðinu St. John´s búa um 175 000 manns. Fólkið hér er afskaplega viðfelldið og ein- staklega gestrisið. Frægt er um alla Norður Ameríku hvernig það tók á móti stranda- glópum úr þeim rúmlega 100 flugvélum sem lentu hér 11. september sl. Þá opnuðu heimamenn í St. John´s, Gander og víðar um land hús sín fyrir þessu óheppna fólki og sinntu því á sinn einstaka hátt. Dr. Ken kynntur til sögunnar Hér er stór háskóli með um 16 þúsund nemendur, sá stærsti í Atlantshafsfylkjum Kanada. Þegar ég kom fyrst í skólann var tekið á móti mér með kostum og kynjum enda er hér mjög mikill áhugi á Íslandi og öllu því sem íslenskt er. Mér var fengin prívat skrifstofa með síma og tölvu á svokölluðu Centre for TeleLearning and Rural Education við kennaradeildina. For- stjóri þessa „centers“ er merkilegur maður sem heitir dr. Ken Stevens og er frá Nýja Sjálandi. Hann býr þar fjóra til fimm mán- uði á ári og afganginn af árinu hér. Þegar ég kom í fyrsta skipti inn á skrif- stofuna til Ken var borðfáni Háskólans á Akureyri það fyrsta sem ég sá. „Já, ég kom þar við á leiðinni hingað 1997,“ sagði Ken. Þetta var í byrjun september og hann var þá nýkominn að heiman. Prófessor nokkur kom inn á skrifstofuna þegar ég var þar staddur og spurði hvernig hann hefði núna komið hingað? „Ó, ég kom um Sydney, Hong Kong, Hawai, Vancouver, Toronto og hingað,“ svaraði Ken og þótti lítið til koma. Hann skrapp heim í jólafríinu núna og kom þá við í Aberdeen þar sem hann er gestaprófessor, vann þar í tvo eða þrjá daga og kom svo við í Tókíó á bakaleiðinni og flutti þar einn fyrirlestur. Hann er að ýmsu leyti merkilegur og við höfum alltaf um nóg að spjalla þegar við hittumst. Hann er með ólæknandi bíladellu, þekkir allar bílategundir hvar sem er en hefur ekki enn tekist að ná verklega bílprófinu hér svo að hann fer allra sinna ferða fótgangandi. Það gekk reyndar heldur illa í upphafi eins og nokkrir vinir hans bera vitni um. Þeir fóru eitt sinn með hann í göngutúr. Það hafði snjóað um nóttina. Skyndilega tóku þau eftir því að dr. Ken var ekki lengur meðal þeirra. Við nánari aðgát sást að hann lá flatur á gangstígnum og komst naumast á fætur aftur enda kom í ljós að hann hafði aldrei áður gengið í snjó. Snemma fórum við að tala um að kannski þætti einhverjum á Íslandi forvitni- legt að heyra um það hvernig Ken kynntist Íslandi og Ísmennt sem varð síðar til þess að hann kom til Íslands og kynntist þar mörgu góðu fólki. Þetta tal varð til þess að hann skrifaði eftirfar- andi grein og ég snar- aði yfir á íslensku. Fámennir skólar - f jarkennsla 22 Ég er einn af þeim heppnu skólastjór- um og kennurum sem hafa átt þess kost að fara í námsleyfi. Ég ákvað að eyða mínu námsleyfi við Memorial University of Newfoundland í St. John´s á Nýfundnalandi. Mörgum heima þótti þetta undarleg ákvörðun og illskiljanlegt að verja námsleyfinu á svo afskekktum og kuldalegum stað. Ég lét þessa gagnrýni sem vind um eyru þjóta enda alltaf haft áhuga á jaðarbyggðum og stórhríðum. Minnkandi heimur - rafrænt net smárra skóla - óvænt tengsl Íslenska menntanetsins við Nýja Sjáland og Kanada Karl Erlendsson skóla- stjóri kynntist dr. Ken Stevens í framhalds- námi sem hann stundar nú á Nýfundnalandi. Þeir félagar tóku sig saman um greinaskrif fyrir Skólavörðuna og afraksturinn er ekki bara fróðlegur heldur stórskemmtilegur. Karl Erlendsson ver námsleyfi sínu á Nýfundna- landi: „Mörgum heima þótti þetta undarleg ákvörðun og illskiljanlegt að verja námsleyfinu á svo afskekktum og kuldalegum stað. Ég lét þessa gagnrýni sem vind um eyru þjóta enda alltaf haft áhuga á jaðarbyggðum og stórhríð- um,“ segir Karl. Landslagsmyndir eru frá Nýfundnalandi.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.