Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 25

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 25
1. gr. 1. Sjúkrasjóður KÍ greiðir sjúkradagpen- inga til sjóðfélaga sem eru í starfi en lenda tímabundið út af launaskrá eða verða fyrir skerðingu á launum vegna veikinda. 2. Sjóðfélagar fá greidda sjúkradagpen- inga kr. 4.000 á dag miðað við fullt starf síðastliðna 12 mánuði eða samkvæmt með- alstarfshlutfalli þann tíma. 3. Sjúkradagpeningar greiðast í allt að 270 daga vegna veikinda sjóðfélaga. Greiddir eru 30 dagar í mánuði. 4. Þá greiðast sjúkradagpeningar í allt að 120 daga vegna alvarlegra langtímaveik- inda maka eða barna, enda hafi veikindin staðið a.m.k. 3 mánuði. 5. Sjúkrasjóður Kennarasambands Íslands bætir aðeins tímabundið tekjutap og fellur réttur til sjúkradagpeninga niður þegar réttur til örorkubóta eða örorkulíf- eyris skapast. 2. gr. Sjóðurinn greiðir útfararstyrki kr. 200.000 vegna andláts sjóðfélaga og barna þeirra 18 ára og yngri. Enn fremur greiðir sjóðurinn útfararstyrki kr. 100.000 vegna andláts fyrrverandi sjóðfélaga allt að tveim- ur árum eftir að þeir hafa hætt störfum vegna aldurs eða örorku. Útfararstyrkur greiðist til lögerfingja eða þess aðila sem annast útförina.. 3. gr. 1. Sjóðfélagar fá styrk vegna meðferðar hjá eftirtöldum viðurkenndum meðferðar- aðilum: Hnykkjara (kíropraktor), iðjuþjálfa, sjúkranuddara, sjúkraþjálfara eða talmeina- fræðingi. Greiddar eru kr. 1.000 í allt að 15 skipti á hverju 12 mánaða tímabili miðað við hálft starf eða meira. Styrkur til sjóð- félaga í minna en hálfu starfi nemur helm- ingi framangreindrar fjárhæðar. 2. Sjóðfélagar fá styrk vegna meðferðar hjá eftirtöldum viðurkenndum meðferðar- aðilum: Félagsráðgjafa, fjölskylduráðgjafa eða sálfræðingi. Greiddar eru kr. 2.500 í allt að 15 skipti á hverju 12 mánaða tíma- bili miðað við hálft starf eða meira. Styrkur til sjóðfélaga í minna en hálfu starfi nemur helmingi framangreindrar fjárhæðar. 3. Sjóðurinn greiðir kostnað vegna með- ferðar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Greiddar eru kr. 1.000 á dag í allt að 20 daga á hverju 12 mánaða tímabili miðað við hálft starf eða meira. Styrkur til sjóðfé- laga í minna en hálfu starfi nemur helmingi framangreindrar fjárhæðar. 4. gr. 1. Sjóðurinn greiðir grunnkrabbameins- skoðun, að hámarki kr. 2.500. Ef sjóðfélagi þarf að fara í framhaldsskoðun greiðir sjóð- urinn þá skoðun einnig, að hámarki kr.10.000, að því tilskildu að sjóðsaðild við- komandi sé a.m.k. 12 mánuðir. 2. Sjóðurinn greiðir áhættumatsskoðun hjá Hjartavernd, að hámarki kr. 6.000, að því tilskildu að sjóðsaðild viðkomandi sé a.m.k. 12 mánuðir. 5. gr. Í verkfalli félagsmanna Kennarasam- bands Íslands er sjóðnum heimilt að bæta tekjuskerðingu sjóðfélaga sem eru í veik- indaleyfi meðan á verkfalli stendur. 6. gr. Unnt er að sækja um styrki vegna kostn- aðarsamra aðgerða sem farið er í sam- kvæmt læknisráði. 7. gr. 1. Sjóðfélagar öðlast rétt til úthlutunar úr sjúkrasjóði eftir 6 mánaða iðgjalda- greiðslur í hann miðað við hálft starf eða meira en eftir 12 mánuði miðað við minna starf en hálft. 2. Réttur til greiðslna úr sjóðnum fyrnist sé ekki sótt um þær innan 6 mánaða frá því að bótaréttur skapaðist. 3. Réttur til greiðslu samkvæmt ákvörð- un sjóðsstjórnar fyrnist ef hennar hefur ekki verið vitjað innan 6 mánaða frá því að tilkynning um úthlutunarrétt var send til viðkomandi. 4. Réttur til nýs dagpeningatímabils stofnast aftur þegar sjóðfélagi hefur greitt 6 mánuði í sjóðinn eftir að síðasta dagpen- ingatímabili lauk. 8. gr. 1. Sá sem óskar eftir greiðslu úr sjóðnum og uppfyllir skilyrði reglna þessara skal leggja fram skriflega umsókn á eyðublaði sjóðsins. Með henni skulu fylgja nauðsyn- leg gögn eftir því sem við á: a) Vegna umsóknar um sjúkradagpen- inga, sbr. 1. gr., skal fylgja læknisvottorð er tilgreini þann dag er slys eða veikindi bar að höndum og hvenær viðkomandi varð/verður aftur starfshæfur, svo og stað- festing launagreiðanda um síðasta greiðslu- dag launa. Við langvarandi veikindi þarf að skila nýju læknisvottorði á að jafnaði tveggja mánaða fresti. b) Vegna umsóknar um greiðslu kostn- aðar skv. 3. gr. skal fylgja vottorð/tilvísun frá lækni um nauðsyn á heilbrigðisþjónustu sem þar greinir. c) Umsókn um endurgreiðslu kostnaðar vegna heilbrigðisþjónustu skv. 3., 4. og 6. gr. skal fylgja frumrit reiknings vegna við- komandi þjónustu. d) Vegna umsóknar skv. 5. gr. fylgi lækn- isvottorð. 2. Sjóðsstjórn getur jafnan farið fram á að lögð verði fram nánari gögn til stuðn- ings umsókn. 3. Kostnaður vegna læknisvottorða skv. 1. mgr. verður endurgreiddur gegn fram- vísun frumrits kvittunar. 4. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá trúnaðarmönnum og á heimasíðu Kenn- arasambands Íslands. 9. gr. Umsóknir verða afgreiddar einu sinni í mánuði. Verða þá teknar til afgreiðslu um- sóknir sem borist hafa eigi síðar en 20. sama mánaðar. 10. gr. 1. Úthlutunarreglur sjúkrasjóðs Kenn- arasambands Íslands skulu endurskoðaðar eigi sjaldnar en tvisvar á ári. 2. Úthlutunarreglur sjúkrasjóðs Kenn- arasambands Íslands og allar breytingar á þeim skulu birtar opinberlega á vettvangi Kennarasambandsins og kynntar trúnaðar- mönnum sérstaklega. Sjúkras jóður 28 Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á út- hlutunarreglum sjúkrasjóðs KÍ og eru þær því endurbirtar í heild. Breytingarnar lúta aðal- lega að upphæðum. Úthlutunarreglur sjúkrasjóðs Kennarasambands Íslands Ungmennavefur Alþingis gerir öllum mögulegt að fræðast um störf Alþingis á nýstárlegan og skemmtilegan hátt. Megintilgangurinn með vefnum er að auðvelda ungu fólki að gera sér grein fyrir hlutverki löggjafarþings Íslendin- ga og veita að gang að upplýsingum um það. Ung- mennavefurinn er sniðinn að þörfum 10-16 ára nemenda. Kennsluleiðbeiningar og verkefni fyrir 5.-10. bekk eru á vefnum. www.ungmennavefur.is V e f a n e s t i

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.