Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 6
Þing KÍ - skó lamál 7 FG með fjögur. Ef stjórn Kennarasam- bandsins nú er sett upp samkvæmt sér- stakri tillögu FG væri hún þannig skipuð og formennirnir deildu og drottnuðu með þessum hætti innan hennar: Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambandsins Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambandsins Björg Bjarnadóttir formaður FL og varaformaður KÍ Björg Bjarnadóttir formaður FL og varaformaður KÍ Elna Katrín Jónsdóttir formaður FF og varaformaður KÍ Elna Katrín Jónsdóttir formaður FF og varaformaður KÍ Guðrún Ebba Ólafsdóttir formaður FG og varaformaður KÍ Guðrún Ebba Ólafsdóttir formaður FG og varaformaður KÍ Guðrún Ebba Ólafsdóttir formaður FG og varaformaður KÍ Guðrún Ebba Ólafsdóttir formaður FG og varaformaður KÍ Hanna Hjartardóttir formaður SÍ og varaformaður KÍ Sigrún Grendal formaður FT og varaformaður KÍ Oddný Harðardóttir formaður FS og varaformaður KÍ Hér fara sjö formenn með þrettán at- kvæði í stjórn Kennarasambandsins. At- hyglisvert er að formaður KÍ sem kosinn er í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal 7500 félagsmanna fer aðeins með tvö atkvæði. Stjórn Kennarasambands Íslands er þar með að mestu leyti stjórn „atvinnufor- manna“ og því útilokað að starfandi kenn- arar, til dæmis við framhalds- eða grunn- skóla, eigi þess kost að sitja í stjórninni. Þeim hefur verið ýtt út og hafa formenn- irnir tekið við atkvæðisrétti þeirra. Eftir tveggja ára reynslu af starfi nýja Kennarasambandsins bjóst ég við lagabreyt- ingum til að auka vald KÍ-þings, styrkja sam- bandið og stjórn þess, til dæmis með fjölgun stjórnarmanna kosinna af þinginu eftir félagslegum áhuga fólks, framsækni þess og baráttuvilja fyrir bættum kjörum og betri skóla en ekki eftir félagslegum eyrnamerkj- um. Jafnfram vonaðist ég til að þingið kysi gjaldkera beinni kosningu sem fulltrúa félagsmanna hvað varðar rekstur og fjármál. Í þrjá áratugi hef ég tekið virkan þátt í félagsmálum kennarastéttarinnar og verið í hópi þeirra sem lagt hafa áherslu á félags- legt lýðræði og valddreifingu. Ekki veit ég hvaða rök liggja að baki þessum tillögum. Varla eru það sparnaðarhugmyndir ef litið er til hinna miklu umsvifa í rekstri Kenn- arasambandsins. Er þetta valdataka hinna sterku foringja eða vill ráðandi forysta ekki að Kennarasambandið verði sterk heildar- samtök heldur aðeins samstarfsvettvangur aðildarfélaganna um rekstur skrifstofu í Kennarahúsinu? Valgeir Gestsson skrifstofustjóri Kennarasambandsins Á þingi Kennarasambands Íslands 8. - 9. mars mun skólamálaráð KÍ leggja fram til- lögu að siðareglum kennara í KÍ, tillögu að skólastefnu KÍ, tillögu að stefnu um mennt- un kennara, námsráðgjafa og skólastjórn- enda í KÍ og tillögu að skólamálaályktunum sem munu innhalda tillögur um ýmis skólapólitísk málefni líðandi stundar og mál sem skólamálaráð þarf að vinna að á næsta starfstímabili. Siðareglur Siðareglur eru tilraun til að lýsa þeim starfsreglum sem starfsstétt telur sig þurfa að fara eftir til að geta rækt skyldur sínar við samfélagið, starfið og starfsfélaga. Sú tillaga að siðareglum kennara í KÍ sem lögð verður fyrir þing KÍ er byggð á drögum að siðaregl- um kennara sem skólamálahópar í Kennara- sambandi Íslands hinu eldra og Hinu íslenska kennarafélagi mótuðu frá 1993 til 1999 og siðareglum leikskólakennara sem fyrst voru samþykktar 1991. Fjallað var um tillögu að siðareglum í skólamálanefndum aðildafélaga KÍ á starfstímanum, á ársfundi skólamálaráðs KÍ 2001 og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands veitti ráðgjöf við verkið. Skólamálaráð leggur til að á næsta starfstímabili verði áfram unnið með siðareglurnar, kynning og umræður um siðareglurnar fari fram meðal kennara og að samdar verði tillögur um siðanefnd KÍ fyrir 3. þing KÍ 2005. Skólastefna Tillaga um skólastefnu skiptist í almenn- an hluta og fjóra kafla þar sem fjallað er um hvert skólastig fyrir sig, þ.e. leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og tónlistar- skóla. Skólamálaráð KÍ samdi almenna hlutann en skólamálanefndir félaga í KÍ sömdu kafla um hvert skólastig. Almenni hlutinn fjallar um hlutverk skólans og það sem þarf að leggja megináherslu á til að byggja upp, efla og bæta menntun, þjón- ustu, fagmennsku og starfsaðstæður kenn- ara, námsráðgjafa og stjórnenda svo að þeir geti betur sinnt hlutverki sínu. Af nýjum áherslum í skólastefnu KÍ má nefna Ísland sem fjölmenningarsamfélag og ráðgjafarkerfi reyndra kennara. Aukin áhersla er lögð á stjórnun skóla og nauðsyn þess að tölvu- tækni og nútímaleg fjarskipti verði eðlileg- ur hluti af starfsumhverfi kennara. Bent er á að gera þurfi átak í kennaramenntun til að vinna gegn kennaraskorti. Áhersla er lögð á að skólar leggi til öll kennslutæki sem not- uð eru í skólanum, stoðþjónustu sé bætt og sköpuð betri skilyrði fyrir mat á skólastarfi og þróunarstarf í skólum. Menntunarstefna Skólamálaráð samdi á starfstímabilinu til- lögu að nýrri stefnu um grunn-, framhalds- og endurmenntun kennara, námsráðgjafa og skólastjórnenda. Áfram er lögð áhersla á kröfu um lengingu grunnnáms kennara í fjögur ár og að kennaranám sé samsett nám í fræðigrein og uppeldis- og kennslufræði. Krafa er um fjölbreytt framhaldsnám og m.a. bent á þörfina á að bjóða upp á fram- haldsnám í námsgagnagerð og nám fyrir æfingakennara og stuðningskennara nýliða í kennslu. Endurmenntun á að vera sjálfsagð- ur hluti af starfinu og áhersla lögð á vett- vangsnám, þ.e. að efla endurmenntun sem fram fer í skólunum á starfstíma skóla, með samvinnu fólks á tilteknu starfssviði því það er talin árangursríkasta leiðin til að breyta kennsluaðferðum og öðrum starfsháttum. Fagleg umræða Við þurfum að halda áfram að styrkja stöðu kennarastéttarinnar og efla fag- mennsku okkar með gagnrýnni og upp- byggilegri umræðu um kennarastarfið og skólastarf í heild. Ofangreind stefnuplögg er öll að finna á heimasíðu KÍ undir skóla- málaráð og vil ég hvetja kennara, námsráð- gjafa og skólastjórnendur til að kynna sér þau og taka virkan þátt í faglegri umræðu úti í skólunum við undirbúning þingsins. Hjördís Þorgeirsdóttir formaður skólamálaráðs KÍ Skólamál á þingi KÍ Siðareglur efla fagmennsku kennara

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.