Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 11
„Ég held það verði að horfa á þetta fyrsta kjörtímabil sem reynslutímabil,“ seg- ir Eiríkur Jónsson. „Það hefur tekist vel til að markaðssetja Kennarasambandið sem heildarsamtök í hópi annarra heildarsam- taka á Íslandi, við höfum verið inni í þeirri umræðu nokkurn veginn til jafns við aðra. Þetta er stöðugt að breytast og menn að læra en það verður líka að hafa í huga að þetta var róstusamt tímabil í kjaramálum. Öll félögin voru undirlögð af kjarasamn- ingagerð og þrjú þeirra lentu í löngu og erfiðu verkfalli. Hin áttu í löngum samn- ingaviðræðum líka þótt þau hafi sloppið við verkfall. Vinnan sem lögð var í kjara- samningagerð skilaði góðum árangri en tók auðvitað verulegan tíma. Ef við hefð- um verið inni á kjörtímabili sem væri að byrja núna og engin samningavinna í gangi þá væri betri tími til að ræða ýmislegt í innra starfi. Við hefðum þurft meiri tíma í innri stefnumörkun. Hins vegar eru horfur á að nú fari nokkuð friðsæll tími í hönd, til ársins 2004, og um leið gefst meira svigrúm til að sinna innra starfi.“ Guðrún Ebba: „Svo má nefna að einmitt af því að tímabilið var undir- lagt af kjarasamningagerð kom upp- bygging Kennarasambandsins betur í ljós. Félögin eru mjög sjálfstæð og hvert með sína samninganefnd. En þetta er ennþá í mótun og líkur á að við finnum enn betur á næstu árum kostina við að vera saman í stórum kennarasamtökum.“ Hefur þú fundið þá kosti? „Já, en þegar við byrjuðum að ræða sam- einingu við HÍK af fullri alvöru á sínum tíma þá hugsuðum við kennarasambandið allt öðruvísi og ekki félagaskipt. Á seinni stigum undirbúnings eða frá 1997 fóru lín- ur að skýrast og þá sáum við kostina við félagaskiptingu með tilliti til viðsemjenda okkar í kjarasamningum. Ég held að við höfum samt ekki áttað okkur á því enn hvað það þýddi að búa til félagaskipt sam- band. Við erum enn að velta fyrir okkur ýmsu um hvað félögunum beri að að gera og hvað sé sambandsins að sjá um.“ Hanna: „Þetta eru ung samtök. Ég er náttúrlega svo til nýkjörinn formaður í mínu félagi og hef ekki fylgst með þessu frá upphafi en ég trúi ekki öðru en að þetta hafi verið mikið gæfuspor. Ég heyri það þegar ég funda með öðrum á Norðurlönd- unum, skólastjórar þar öfunda okkur af samstöðunni.“ Sigrún: „Stofnun Kennarasambands Íslands fyrir rúmum tveimur árum hefur í mínum huga orðið til þess að styrkja stéttir kennara, bæði í faglegu og kjaralegu tilliti, sem og stöðu þeirra almennt í samfélaginu og ef við höldum rétt á spöðunum eigum við eftir að sjá þennan ávinning vaxa. Ég tel að okkur hafi tekist ágætlega að vinna okk- ur í gegnum þetta fyrsta kjörtímabil þrátt fyrir veðraham á sviði kjaramála og miklar breytingar hér innan dyra. Lögð hefur verið rík áhersla á sjálfstæði félaga og ég held að málefni þeirra séu í nokkuð góðu horfi. Það sem mér finnst að við gætum hugað betur að, þetta kemur kannski upp hjá mér eftir reynslu mína af harðri kjarabaráttu, er það hvernig aðildar- félögin geta styrkt hvert annað sem best og nýtt sér þann mátt að vera í Kennarasam- bandi Íslands. Annars vil ég taka fram að í öllu samningaferlinu var gríðarlegur styrk- ur að vera hluti af KÍ og geta sótt og notið góðs af þeirri þekkingu og reynslu sem allt það góða fólk sem þar starfar býr yfir.“ Eiríkur: „Það er ein spurning sem kem- ur oft: Hvernig gat það gerst að tónlistar- skólakennarar lentu svona fyrir aftan alla aðra? Er hægt að læra eitthvað af þeirri reynslu og koma í veg fyrir að sagan endur- taki sig og einn hópur verði eftir? Þetta viðhorf var einhvern veginn uppi, að þetta væri öðruvísi skólastig, öðruvísi kennsla. Við höfum rætt í stjórn af hverju svona gerist og þetta þarf nauðsynlega að hafa í huga.“ Elna Katrín: „Af því að spurt var í upphafi hvernig hefði tekist til þá held ég að kennarastéttin á Íslandi hafi vaxið af þessum samruna. Eftir að leikskólakennar- ar bættust í hópinn nálgumst við enn frekar markmið sem við höfum haft í lögum okk- ar félaga í fjölda ára um að sameina kenn- arastéttina. En það fer samt ekki hjá því að áherslan á að virða óskir allra hópanna um sérstöðu Hringborð Nýverið komu formenn aðildarfélaga Kennarasambands Íslands saman til hringborðsumræðna að beiðni Skóla- vörðunnar. Þrátt fyrir að formennirnir séu önnum kafið fólk tókst stórvand- ræðalaust að finna tíma þar sem flestir gátu mætt, á bolludaginn þann 13. febrúar. Og að sjálfsögðu var boðið upp á bollur með bolludags- umræðunum. En hvernig hefur tekist til með Kennarasambandið frá stofn- un þess? Fyrsta starfstímabili í Kennarasambandi Íslands að ljúka Hvernig hefur tekist til? 13 Þátttakendur í hringborðsumræð- um: Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands, Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður Kennarasambands Íslands og for- maður Félags framhaldsskóla- kennara, Guðrún Ebba Ólafsdóttir formaður Félags grunnskólakenn- ara, Björg Bjarnadóttir formaður Félags leikskólakennara, Sigrún Grendal formaður Félags tónlist- arskólakennara og Hanna Hjartar- dóttir formaður Skólastjórafélags Íslands. Stjórnarskipti urðu í Félagi stjórnenda í framhaldsskólum nýverið og því miður vannst ekki tími til að taka viðtal við ný- kjörinn formann þess félags, Oddnýju Harðardóttur, fyrir útgáfu þessa blaðs. Elna Katrín: Við viljum hafa áhrif á ákvarðanatöku í menntakerfinu. Við getum það mun betur ef við þekkjum viðhorf hvert annars. Guðrún Ebba: Ég held að ekki sé fráleitt að ímynda sér að í næstu lotu eigi skólastjórar frekar fulltrúa í samninganefnd viðsemjenda því að það eru þeir sem eiga eftir að þurfa að vinna með kjarasamninginn og framfylgja honum.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.