Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 16
„Við hér í Kvennaskólanum höfum ekki lent í neinum vanda með kerfið og kennar- ar okkar eru yfirleitt ánægðir með það. Helstu kostir þess eru einfalt og gegnsætt viðmót og því notendavænt. Einnig er kostur að hafa kerfið á netinu og þannig aðgengilegra fyrir nemendur, forráðamenn og starfsfólk skólanna. Pappírsflóðið minnkar vonandi og álagið á skrifstofu skólans. Reyndar eru líka gallar á að kerfið er á netinu, það getur gert vinnsluna hæg- ari og við höfum ekki möguleika á að sækja upplýsingar með því að nota fyrirspurna- mál eins og SQL, sem var hægt í gamla kerfinu, og þurfum því að leita eftir þjón- ustu til þjónustuaðila kerfisins, en það hef- ur ekki verið vandamál fram að þessu,“ seg- ir Oddný. Samræmt vinnuferli Fyrir hönd Skýrr hafa þær Ásgerður I. Magnúsdóttir og Sigrún Ásmundsdóttir haldið utan um verkefnið og að þeirra sögn hefur samstarf við skólana gengið mjög vel. „Hver skóli hefur útnefnt einn tengilið sem hefur samskipti við Skýrr vegna Innu. Þessir tengiliðir eru kallaðir kerfisstjórar Innu. Þeir hafa mjög góða þekkingu á kerf- inu, sjá um aðgang annarra starfsmanna skólans að Innu og aðstoða við notkun. Samskipti okkar hjá Skýrr við kerfisstjóra skólanna hafa verið mjög ánægjuleg. Þeir eru skólastjórnendur eða áfangastjórar með mikla reynslu í notkun upplýsingakerfa fyr- ir framhaldsskóla og er aðstoð þeirra við uppbyggingu svona upplýsingakerfis ómet- anleg. Skólarnir hafa vitanlega mismunandi þarfir og ólíkar vinnuaðferðir en þær hafa verið samræmdar í vinnuferlum Innu,“ segja þær Ásgerður og Sigrún. Framtíðin á eftir að skera úr hvort Inna hafi reynst framhaldsskólunum vel en á tímum hraðar tæknibyltingar eiga bæði Inna og skólarnir eftir að fara samstíga í gegnum mikla þróun og er það vilji beggja. Steinunn Þorsteinsdóttir Inna 19 Háskólaárið 2002-2003 verða fjórar leiðir í boði til framhalds- náms í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Auk 60e M.A. náms með áherslu á rannsóknarfærni verður boðið upp á 45e nám til M.Ed. prófs sem er starfsmiðað. Þá er boðið upp á þrjár námsleiðir í 15e Dipl.Ed. Einnig er doktorsnám (Ph.D.) til 90e í boði. Umsóknarfrestur um M.A., M.Ed. og Ph.D. nám er til 1. maí (til deildar) en sótt er um Dipl.Ed. nám á tímabilinu 22. maí til 6. júní (á skráningarskrifstofu í aðal- byggingu). M.A. námið er tveggja ára nám (60e). Nemendur sem ekki stunda fullt nám geta tekið það á lengri tíma, þó ekki lengri en fjórum árum. Námið skiptist í þrjá meginþætti: Fræðileg nám- skeið (skyldunámskeið, námskeið á sérsviðum og lesnám- skeið), námskeið í aðferðafræði og lokaritgerð. Vægi lokarit- gerðar skal að jafnaði vera 20-30e. Auk námskeiða innan upp- eldis- og menntunarfræði geta nemendur tekið námskeið á sínu sérsviði í öðrum greinum eða deildum háskólans og við erlenda háskóla. Samsetning námsins er sveigjanleg og skipuleggur hver nemandi það í samráði við umsjónarkenn- ara sinn. M.Ed. námið er 45e. Unnt er að taka það á einu ári (12 mán- uðum). Námið samanstendur af 30e í námskeiðum sem tekin eru yfir veturinn og 15e lokaritgerð sem ljúka má yfir sumarið. Boðið er upp á þrjú áherslusvið: 1) Fræðslustarf og stjórnun, 2) Mat og þróunarstarf, 3) Áhættuhegðun ungs fólks og for- varnir (í fyrsta skipti 2002-2003). Nemendur verða teknir inn í Mat og þróunarstarf annað hvert ár, næst háskólaárið 2003- 2004. Nemendur í hlutanámi geta lokið því á tveimur árum eða lengri tíma. Vakin er athygli á því að fólk sem lokið hefur kennslufræði til kennslu- réttinda getur lokið meistaraprófi með því að bæta við 30e á meistarastigi. Dipl. Ed. námið er 15e. Um er að ræða þrjár námsleiðir: 1. Fræðslustarf og stjórnun: Þessi námsleið er ætluð fólki sem vinnur við eða hefur áhuga á að sinna fræðslustarfi og stjórnun í skólum, stofnunum eða fyrirtækjum. 2. Mat og þróunarstarf: Næst kennt háskólaárið 2003-2004. 3. Áhættuhegðun og forvarnir: Þessi námsleið er ætluð fólki sem hefur áhuga á að vinna að forvörnum og auka skilning sinn á ýmsum uppeldislegum, félagslegum, sálfræðilegum og heilsufarslegum áhættuþáttum í lífi barna og unglinga. Náms- leiðin er jafnframt ætluð fólki sem hefur áhuga á rannsóknum á áhættuhegðun ungs fólks og á forvarnarstarfi. Dipl.Ed. nám er hægt að fá metið inn í M.A./M.Ed. nám í uppeldis- og menntunarfræði að uppfylltum inntökuskilyrðum deildar um meistaranám. Doktorsnám, (Ph.D. 90e). Doktorsritgerð við uppeldis- og menntunarfræðiskor er met- in til 90e. Gera má þá kröfu að nemandi í doktorsnámi taki þar að auki allt að 30e bóknámshluta, sé talin þörf á að hann bæti við undirstöðuþekkingu sína á fræðasviði ritgerðarinnar. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að nemandinn taki hluta námsins við erlendan háskóla. Nemendur sem hefja doktorsnám skulu hafa lokið meistaraprófi frá félagsvísindadeild Háskóla Íslands með fyrstu einkunn eða sambærilegu prófi. Uppeldis- og menntunarfræði Frétt „Áður unnu skólarnir eftir mismunandi kerfum. Menn höfðu áhuga á að sameina þau eða endur- bæta og fyrir lá að það myndi kosta mikla peninga þar sem þau voru í raun orðin úrelt,“ segir Oddný Hafberg.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.