Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 23

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 23
Kjaramál 26 Skóladeild Akureyrar sendi samstarfsnefnd KÍ (FG og SÍ) og LN ýmsar spurningar sem ætla má að margir hafi gagn af að lesa svörin við. Einnig eru hér svör af heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga um sömu málefni. 1. Eru skil á vinnu, 150 klst. vegna endurmenntunar/undir- búnings, fyrst og fremst ætluð utan starfstíma skóla, til dæmis frá 12. júní til 20. ágúst, ef gert er ráð fyrir að þeir 8 starfsdag- ar, sem koma við upphaf og lok skóla, séu utan þessa tíma? Já. 2. Ef hægt er að reikna með því að nýta eitthvað af þessum 150 klst. á starfstíma skóla eins og gefið er grænt ljós á í Handbókinni, með samþykki kennara, hvar og hvernig er gert ráð fyrir að slíkum tíma verði komið fyrir? Skólar sem nýta sér möguleika á sveigjanlegu upp- hafi og lokum skólaárs mega eftir því sem kostur er og með samþykki viðkomandi kennara setja endurmennt- un þeirra á dagvinnutíma á starfstíma skóla og kemur sá tími þá til frádráttar 150 klst. Ef endurmenntun fer fram sem hluti af 9,14 tímum undir verkstjórn skóla- stjóra dregst hún ekki frá 150 klst. 3. Miðað við þá kennara sem hafa lengst orlof, 6 vikur, virð- ist sem ekki náist nema u.þ.b. 136 klst. ef allir hugsanlegir dagar eru taldir frá og með til dæmis 13. júní til 17. ágúst. Hvernig geta kennarar uppfyllt vinnu þessar 150 klst. ef þær eru fyrst og fremst hugsaðar utan starfstíma grunnskóla? Kennarar með aukinn orlofsrétt geta ekki náð 150 klst. vegna símenntunar utan starfstíma skóla og kemur það þá til frádráttar 150 klst. (sjá gr. 2.1.6.6, 4.1 og 4.1.2). 4. Kennarar skila vinnu í 2,86 klst. á viku í 37 vikur umfram 40 klst. vinnu. Þeir eru því að vinna af sér sem svarar 105,82 klst. eða 13,23 vinnudögum miðað við 8 klst. vinnu á dag. Miðað við núverandi skólaár falla 8 dagar undir skilgreiningu sem almennir vinnudagar í kringum jól og páska og vetrarfrí var 2 vinnudagar hér á Akureyri, samtals 10 dagar. Af því leið- ir að dögum fækkar að sumrinu um rúmlega 3 sem eru til ráð- stöfunar. Er þetta réttur skilningur? Já, þetta er réttur skilningur. Athuga ennfremur gr. 4.4.3 um að sé orlof eða hluti orlofs tekið eftir að sum- artímabili lýkur skuli sá hluti orlofsins lengjast um fjórðung. 5. Nú er það svo á almennum vinnumarkaði að árlegur vinnutími er mislangur og fer eftir orlofsrétti starfsmanna. Er það rétt, sem lesa má út úr vinnutímaskilgreiningu í kjara- samningi KÍ og LN, að þetta eigi ekki við um kennara? Á tíma- bilinu 15. júní-15. ágúst eru 40 vinnudagar 2002. Orlof getur mest verið 30 dagar og minnst 24 dagar. Hvernig kemur þessi munur fram í vinnuframlagi kennara? Eða falla þessir 6 vinnu- dagar út miðað við að allir eigi að skila 1800 klst. á ári í vinnu? a) Virkur árlegur vinnutími kennara er mislangur eftir orlofsrétti þeirra. b) Sjá svar við spurningu 3. 6. Ef endurmenntunaráætlun gerir ráð fyrir námskeiði fyrir alla kennara skólans á sama tíma, til dæmis 12.-16. ágúst, og sú ráðstöfun hefur verið samþykkt af meirihluta kennara, getur skólastjóri þá skyldað alla til að mæta á þessum tíma? Ef kenn- ari mætir ekki, getur skólastjóri þá metið það svo að hann hafi ekki uppfyllt skilyrði fyrir staðfestri þátttöku í endurmenntunar- áætlun og því kippt af honum launaflokkum 1. ágúst árið eftir? Skólastjóri hefur verkstjórnarvald yfir endurmennt- unarhluta í vinnuskyldu kennara að sumri og getur eft- ir atvikum sent kennara á námskeið enda sé það þeim að kostnaðarlausu. Ef kennari mætir ekki á námskeið sem er hluti af samþykktri endurmenntunaráætlun skóla og vinnuskyldu kennara er það brot á skyldum hans skv. ráðningarsamningi og vinnuskyldu skv. lög- um nr 72/1996 og getur leitt til áminningar og upp- sagnar. Skólastjóri og kennari geta eftir atvikum kom- ið sér saman um aðra fullnustu í staðinn ef eðlilegar ástæður eru fyrir því að kennari hefur ekki sinnt sí- menntunaráætluninni. Forsenda fyrir því að kennari njóti símenntunarlaunaflokka skv. grein 1.3.5 er stað- fest þátttaka hans í símenntunaráætlun skóla. Rétt er að vekja athygli á eftirfarandi spurningum og svör- um verkefnisstjórnar um kjarasamninginn sem varða endur- menntun kennara og er að finna á slóðinni www.samband.is/ grunnskoladeild/index.shtml „Skólastjóri getur ákveðið að einstakir kennarar eða kennara- hópar sæki skilgreinda endurmenntun. Kennari skilgreinir þarfir sínar og kynnir skólastjóra sem ákveður...“ o.s.frv. - út greinina. Ég les þessa grein þannig að skólastjóri geti hafnað ósk kenn- ara um ákveðin námskeið og gert honum að sækja önnur, þ.e. kennari getur einungis lagt fram óskir, ákvörðunin er skóla- stjóra sem verður þá væntanlega að byggja hana á rökum út frá endurmenntunaráætlun skólans. Er þetta rétt skilið? Rétt skilið. Hefur skólastjóri verkstjórnarvald yfir 150 tímunum sem á að nota til endur/símenntunar og undirbúnings utan árlegs skólatíma? Þessa tíma á að nota í símenntun og undirbúning undir næsta skólaár. Sá þáttur sem lýtur að endur- eða símenntun er undir verkstjórn skólastjóra. Ekki er ákvarðað í kjarasamningi hve stór hluti af þessum 150 tímum er ætlaður í hvort fyrir sig menntun eða undir- búning. Það getur verið breytilegt frá ári til árs. Verði ekki samkomulag á milli kennara og skólastjóra um skiptingu eða nýtingu þessara tíma hefur skólastjórinn síðasta orðið. (2.1.6.4). Hvenær telst starfsmaður hafa fullnægt þátttöku í símennt- unaráætlun skóla þegar hún er komin í gagnið og má bóka það sem sameiginlegan skilning að allir þeir sem nú eru í starfi fái umrædda endurmenntunarflokka miðað við lífaldur? Já. Allir sem nú eru í starfi fá endurmenntunarflokka miðað við aldur. Fullnægjandi þátttaka í endur-/sí- menntunaráætlun skólans er þegar skólastjóri stað- festir að viðkomandi kennari hafi fullnægt þátttöku. (2.1.6.4 og 1.3.5). Hvað ef upp kemur verulegur ágreiningur milli kennara og skólastjóra? Ágreiningi yrði vísað til næsta yfirmanns skólastjóra. Kennari getur einnig vísað ágreiningi til stéttarfélags- ins sem getur þá tekið málið upp í samstarfsnefnd ef það telur að kjarasamningur sé ekki rétt framkvæmd- ur. (2.1.6.4). Er heimilt að skilgreina hluta af 9,14 tímunum sem endur- menntun vegna framhaldsnáms? Já. Sé það samþykkt af skólastjóra sem hluti af end- urmenntunaráætlun skólans. Grunnskóli Endurmenntun grunnskólakennara - spurningar og svör

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.