Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 18
un hennar vegna lokaritgerðarinnar að skólastjórnendur væru ef til vill ekki með- vitaðir um þann stóra hóp sem tengist á einhvern hátt samkynhneigðum einstakl- ingum. Fræðsla gegn fordómum Fræðsla vinnur gegn fordómum og á það jafnt við um fordóma gegn samkynhneigð og aðra fordóma í þjóðfélaginu. Óttinn við fordóma kom skýrt fram í rannsókninni og virðist fremur vera ótti við viðbrögð for- eldra en skólayfirvalda. „Ótti samkynhneigðra kennara lýsir sér í því hve mikil áhrif þeir telja að foreldrar gætu haft sem þrýstihópur ef til dæmis yrði farið fram á annaðhvort að nemandi sam- kynhneigðs kennara yrði tekinn úr hans umsjá eða kennaranum vísað frá,“ segir Sara Dögg og vísar í tölur úr lokaritgerð sinni en 99 af 115 skólastjórnendum töldu að samkynhneigður kennari ætti ekki að gera nemendum sínum grein fyrir því. „Hér er í raun um mannréttindabrot að ræða því að mismunun einstaklinga vegna kynhneigðar brýtur í bága við íslenska lög- gjöf. Allir kennararnir höfðu upplifað nið- urlægingu af einhverju tagi vegna gruns um samkynhneigð. Ef það er vilji skólayfir- valda að ekki sé rætt um kynhneigð sam- kynhneigðra kennara eru þeim settar hömlur sem leiða til kúgunar og þeir upp- lifa sig sem fórnarlömb. Ef samkynhneigð er talin þess eðlis að ekki megi ræða um hana og samkynhneigðir kennarar mega ekki ræða um sjálfa sig sem persónur standa þeir frammi fyrir því að gefa til kynna að samkynhneigð skuli leyna og halda í viðjum þagnarinnar, það leiðir af sér vanlíðan og jafnvel sjálfsfyrirlitningu,“ segir Sara Dögg. Vellíðan fólks í starfi byggist á trausti og öryggi og á það við hvort sem um sam- eða gagnkynhneigða er að ræða. Þeir kennarar sem Sara Dögg ræddi við höfðu allir kosið að segja nemendum sínum ekki frá kyn- hneigð sinni þrátt fyrir að ýmis tilefni gæfust til og oft setið undir skotum um að þeir væru samkynhneigðir. Ástæðan er fyrst og fremst ótti og óvissa gagnvart for- eldrum og skólayfirvöldum. Sara Dögg fullyrðir að bæta megi stöðu samkynhneigðra kennara og bætir við að þeim ætti að vera jafn frjálst að fjalla um líf sitt og hverjum öðrum. Mikilvægt er að sinna vel fræðslumálum samtaka samkynhneigðra og þessa dagana er búið að senda út bréf til allra skóla þar sem Sara Dögg og félagar hennar í Sam- tökunum ´78 bjóðast til að koma í skólana og ræða við nemendur og kennara. Nem- endum hefur líka verið boðið í heimsókn á skrifstofu samtakanna og hafa fjölmargir skólar þegið það. „Viðbrögðin hafa verið góð og það er mjög skemmtilegt að fá nemendur í heim- sókn hingað á skrifstofuna svo að þeir sjái hvernig hér er umhorfs. Það sem er mest spennandi um þessar mundir eru fundir með kennurum, þar er þögnin rofin og hefur þegar komið í ljós að kennarar al- mennt gera sér ekki grein fyrir öllum þeim þáttum sem snúa að samkynhneigð, til dæmis hvernig taka eigi á ýmsum málum er varða þau fjölmörgu börn í grunnskólum landsins sem eiga samkynhneigða foreldra - því að samkynhneigðir eiga líka börn. Þennan hóp nemenda tel ég vera afar fal- inn innan grunnskólanna - ógnvægleg þögn ríkir um stöðu þessara barna. Það er á ábyrgð kennara að fjalla um fjölskyldugerð þeirra eins og annarra en ekki barnanna sjálfra. Ég hef nú þegar farið í tvo skóla og það hefur gengið mjög vel, en merkilegt nokk, þessir skólar eru báðir úti á lands- byggðinni,“ segir Sara Dögg. Mikið starf er framundan í fræðslumál- um samtakanna og fyrst og fremst snúast þau um að fjölbreytileiki sé viðurkenndur en ekki einungis umborinn. - Fögnum fjöl- breytileika. Steinunn Þorsteinsdóttir Viðta l 21 „Sýnileiki er afar mikilvægur fyrir þá nemendur sem eru að velta kynhneigð sinni fyrir sér og það gerist yfirleitt strax í grunnskóla,“ segir Sara Dögg Jónsdóttir. Félag leikskólakennara bendir á að yfir 90% 5 ára barna hér á landi eru í leikskóla sem samkvæmt lögum er fyrsta skólastig- ið í íslensku skólakerfi. Félagið telur tímabært að skoða hvort ekki eigi að lækka skólaskyldu með því móti að gera síðustu ár leikskólagöngu að skyldu þannig að hluti leikskólanáms verði foreldrum að kostnaðarlausu. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Félags leikskólakennara í tilefni af skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fyrir Verslunarmannafélag Reykjavíkur. Á sameiginlegum fundi stjórnar og samninganefndar Félags grunnskólakennara 4. febrúar sl. var meðal annars tek- ið undir hugmyndir FL í ítarlegri ályktun. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir í viðtali í Morgunblaðinu 10. febrúar sl. að vel komi til greina að koma á hálfsdags skólaskyldu fimm ára barna sem færi fram í leikskólanum og yrði foreldrum að kostanaðarlausu eins og grunnskólinn. Sjá nánar á fréttasíðu vefsvæðis KÍ frá 5. og 13. febrúar www.ki.is Tímabært að skoða hvort lækka eigi skólaskyldu Frétt

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.