Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 7
Nánari upplýsingar er að finna á heima- síðu framhaldsdeildar sem er á vefsvæði Kennaraháskólans, www.khi.is Umsóknarfrestur er til 15. mars. Umsjónarkennarinn Námsbrautin er ætluð umsjónarkennur- um sem hafa áhuga á að styrkja starfsleikni sína, fræðilega þekkingu og viðhorf til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að nám- ið hafi hagnýtt gildi fyrir þátttakendur og lögð verður áhersla á að byggja það á reynslu og þekkingu þeirra. Jafnframt er gert ráð fyrir að nemendur skoði eigið starf á gagnrýninn hátt og tengi fræðilegri þekk- ingu og rannsóknum. Ákvörðun um að bjóða þessa námsbraut er tekin með hliðsjón af því að í nýjum kjarasamningum grunnskólakennara er umsjónarkennurum ætlað stóraukið hlut- verk. Brautin ætti einnig að henta leik- skólakennurum og framhaldsskólakennur- um sem áhuga hafa á að leggja rækt við þetta mikilvæga hlutverk. Áhersla verður m.a. lögð á að dýpka þekkingu og skilning þátttakenda á starf- inu, skoða eigið starf á gagnrýninn hátt, kynna sér rannsóknir og fræðilega umfjöll- un og tengja starfi kennarans, kynna sér stefnur og strauma sem eru efst á baugi. Lögð verður áhersla á fagmennsku kennar- ans og að hann greini eigin starfskenningu. Notaðar verða aðferðir samkomulags- náms þar sem þátttakendum verður gert kleift að hafa áhrif á innihald námsins. Námið er 30 einingar og skiptist í skyldu- námskeið 12,5 einingar, valnámskeið af öðrum brautum 12,5 einingar og lokaverk- efni 5 einingar. Markmið námsins eru að: • styrkja kennara til að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf umsjónarkennarans, • þátttakendur öðlist aukna leikni í að skipuleggja sveigjanlegt nám og kennslu í blönduðum bekk, • þátttakendur öðlist meiri færni í sam- skiptum við foreldra og aðra sérfræðinga, • þátttakendur öðlist þekkingu og skilning á fjölbreyttum starfsháttum og kennsluaðferðum. Námskeið Skyldunámskeið eru: • Hlutverk og ábyrgð umsjónarkennarans (5e) • Starfendarannsóknir (2,5e) • Vinnubrögð umsjónarkennarans (5e) • Lokaverkefni (5e) Valnámskeið: • Nám og kennsla á Netinu (5e) • Þróunarstarf og mat (5e) • Fjölbreyttar þarfir einstaklinga og hópa (5e) • Námskrárfræði og skólanám- skrárgerð (5e) • Lestrarörðugleikar (2,5e) • Stærðfræðiörðugleikar (2,5e) • Námsmat og prófagerð (5e) Kennarar Umsjónarmaður námsbrautarinnar er dr. Hafdís Guðjónsdóttir lektor við Kenn- araháskóla Íslands. Aðalkennarar auk henn- ar eru Lilja M. Jónsdóttir lektor og Gunn- hildur Óskarsdóttir lektor. Fleiri kennarar munu leggja sitt af mörkum. Aðstandendur námsbrautarinnar eru allir þrautreyndir kennarar sem hafa áratuga reynslu af að kenna í blönduðum bekkjum og hafa aflað sér framhaldsmenntunar í kennslufræðum. Nánari upplýsingar veita Hafdís Guðjóns- dóttir, umsjónarmaður námsbrautarinnar (sími 581 4390, netfang: hafdgud@khi.is), Heiðrún Kristjánsdóttir verkefnisstjóri framhaldsdeildar (sími 563 3955, netfang: framhald@khi.is) og námsráðgjafar skólans (sími 563 3912 og 563 3913, netfang: nam- srad@khi.is). Einnig má benda á heimasíðu framhaldsdeildar á vef Kennaraháskólans: www.khi.is Stærðfræðimenntun Framhaldsnám á sviði stærðfræðimennt- unar við Kennaraháskóla Íslands er 30 ein- inga fjarnám sem lýkur með sérstakri viður- kenningu (diplómu). Það samanstendur af skyldunámskeiðum í stærðfræði og stærð- fræðimenntun, auk valnámskeiða á sviði uppeldis- og menntunarfræða sem valin eru í samráði við umsjónarmann námsbrautar- innar. Með réttu vali námskeiða getur nám- ið hentað starfandi stærðfræðikennurum sem vilja taka að sér leiðtogahlutverk í skól- um sínum, stærðfræðikennurum og kennsluráðgjöfum sem hafa áhuga á að stýra þróunarstarfi í grunnskólum og kenn- urum sem hyggjast leggja stund á frekara nám og rannsóknir, til dæmis nám til meistaragráðu við Kennaraháskóla Íslands. Almennt inntökuskilyrði er að hafa lokið kennaraprófi með stærðfræði sem kjörsvið eða öðru því námi sem telst sambærilegt. Æskilegt er að umsækendur hafi reynslu af kennslu stærðfræði. Að öðru leyti gilda al- mennar reglur framhaldsdeildar um inn- töku nemenda. Námskeið Skyldunámskeið eru þessi: • Málstofa í stærðfræðimenntun A - Rannsóknir á stærðfræðimenntun (5e) • Málstofa í stærðfræðimenntun B (5e) • Stærðfræðinámskeið A - Hefðbundin talnakerfi og undirstöðuatriði úr stærðfræðigreiningu (5e) eða • Stærðfræðinámskeið B (5e) Valnámskeið: Námskeið þessi eru valin í samráði við umsjónarmann námsbrautarinnar m.t.t. áhugasviðs og fyrirhugaðs starfsvettvangs nemenda, allt að 15 einingar. Kennarar Umsjónarmaður námsbrautarinnar er Guðmundur K. Birgisson lektor við Kenn- araháskóla Íslands. Aðalkennarar auk hans eru dr. Kristín Halla Jónsdóttir dósent og Friðrik Diego lektor. Fleiri kennarar munu koma að náminu. Allir kennarar á brautinni hafa mikla og fjölþætta reynslu af stærðfræðikennslu. Nánari upplýsingar veita dr. Kristín Halla Jónsdóttir, dósent (sími 581 3854, netfang: khj@khi.is), Heiðrún Kristjánsdóttir verk- efnisstjóri framhaldsdeildar (sími 563 3955, netfang: framhald@khi.is) og námsráðgjaf- ar skólans (sími 563 3912 og 563 3913, netfang: namsrad@khi.is). Einnig má benda á heimasíðu framhaldsdeildar á vef Kennaraháskólans: www.khi.is Framhaldsnám í KHÍ 8 Námsbrautum sem verða í boði við framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands næsta vetur hefur fjölgað og eru nú sautján talsins, en áður var fyrirhugað að bjóða upp á fjórtán brautir. Í síðasta tbl. Skólavörðunnar var námsbrautin Menntun tvítyngdra barna kynnt og hér eru kynntar tvær spennandi brautir til viðbótar, Umsjónarkennarinn og Stærðfræði- menntun. Enn fleiri námsbrautir í boði! • Styttingu náms til stúdentsprófs • Nýskipaða prófanefnd tónlistarskóla • Elstu börnin í leikskólanum • UT 2002 • Móðurskóla varðandi framkvæmd eineltisáætlunar í grunnskólum ... á fréttasíðu vefsvæðis KÍ, www.ki.is og heimasíðu Menntamálaráðuneytis- ins, mrn.stjr.is. Fjallað verður um öll þessi mál í Skóla- vörðunni síðar. Lesið um... Frétt

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.