Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 20
Fámennir skólar - f jarkennsla 23 Grein Ken Stevens: Rafrænt net smárra skóla - óvænt tengsl Íslenska menntanetsins við Nýja Sjáland og Kanada Þó að löndin séu mjög fjarri hvort öðru í landfræðilegum skilningi hefur Ísland alltaf heillað mig. Þegar ég var fjórtán ára skóla- strákur í dreifbýlisskóla á Nýja Sjálandi vann ég ræðukeppni með ræðu sem hét ein- faldlega Ísland. Ég held að dómurunum hafi fundist efnið sem ég valdi óvenjulegt og áhugavekjandi. Það var þó ekki fyrr en nýlega að ég átti þess kost að heimsækja landið og hitta Íslendinga í fyrsta skipti. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um Íslenska menntanetið (Ísmennt) og at- huga hvort hægt væri að nýta uppbyggingu þess sem fyrirmynd á Nýja Sjálandi, Kanada og víðar um heim. Skortir tilfinnanlega fjármagn Á síðustu áratugum hafa fámennir dreif- býlisskólar á Nýja Sjálandi, Kanada og víð- ar um lönd orðið fyrir miklum erfiðleikum af efnahagslegum toga. Stjórnendur í menntakerfinu geta til að mynda ekki rétt- lætt ráðningu sérhæfðra kennara, til dæmis eðlis- og efnafræðikennara eða kennara í erlendum tungumálum, í stöður úti á landi þar sem nemendur eru mjög fáir. Stundum eru kannski bara tveir til þrír nemendur sem þurfa á þessari kennslu að halda. Það hefur verið venjan á Nýja Sjálandi og víðar að gera þessum nemendum kleift að ljúka námi sínu í stærri skólum, venjulega í þétt- býlinu. Í fylkinu Canterbury á Suðureyju Nýja Sjálands eru tíu fámennir skólar sem allir hafa minnkað verulega á síðustu árum vegna þess að vaxandi fjöldi nemenda hefur flust með fjölskyldum sínum til Christchurch eða annarra borga. Upp úr 1990 stóðu margir af þessum smáu dreif- býlisskólum í Canterbury frammi fyrir því að þeim yrði lokað ef ekki væri unnt að snúa þessari þróun við. Það var um þetta leyti sem ég las um afrakstur ráðstefnu sem haldin var í Þrándheimi í Noregi - ráð- stefnu sem ég tók ekki þátt í. Sérstaka at- hygli mína vakti grein eftir Íslending um Ís- lenska menntanetið sem þá var ný tekið til starfa og virtist vera bjargráð fyrir litla fá- menna dreifbýlisskóla. (sjá: Lára Stefáns- dóttir, 1993, The Icelandic Educational Network - ÍSMENNT. Teleteaching 93. Elsevier. Amsterdam - http:/www.lara.is/ greinar/index.htm). Samnýtum sérhæfða kennara Ég skrifaði íslenska höfundinum, Láru Stefánsdóttur, og komst þá að því að við áttum það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á að reyna að finna og þróa tæknileg- ar lausnir við að koma menntunartækifær- um til hinna dreifðu byggða hvort í sínu landi. Net skóla í dreifðum byggðum á Ís- landi gegnum Ísmennt var hugmynd sem hafði þegar í stað áhrif á Nýja Sjálandi og skömmu seinna var farið að skipuleggja og þróa dreifbýlisskólanet í Canterbury fylki á Nýja Sjálandi. Þetta varð síðan að Canta- tech - the Canterbury Schools Technology Project. Árangur af þessu verkefni varð m.a. sá að skólarnir gátu deilt sérhæfðum kennurum, til dæmis ef sérhæfð kennara- staða var laus í einum af skólunum tíu var ætlast til þess að skólarnir hefðu samráð gegnum netið um það hvort staðan gæti nýst hinum, væri það raunin var kennari ráðinn til sérhæfðra verkefna við skólann þar sem staðan var laus en kenndi raun- verulega við alla skólana tíu. Fljótlega voru önnur skólanet þróuð þar sem m.a. þrír Maoriskólar (frumbyggjar Nýja Sjálands) tengdust. Meðan á þessum þróunarverkefn- um stóð var ég í nánu sambandi við starfs- bræður mína á Íslandi gegnum tölvupóst. Mér fannst að ég væri farinn að þekkja Ís- land býsna vel og var þess vel meðvitaður að kennarar í dreifðum byggðum beggja landanna áttu við mörg sameiginleg vanda- mál að stríða. Vegna óvæntra aðstæðna árið 1996 þáði ég rannsóknarstöðu á Nýfundnalandi, austasta fylki Kanada, þar sem tveir þriðju af skólum eru fámennir dreifbýlisskólar. Dreifbýliskennsla á Nýfundnalandi er jafn- vel enn líkari því sem er á Íslandi en á Nýja Sjálandi vegna þess að flestar byggðirnar eru meðfram ströndinni, ólíkt því sem er á Nýja Sjálandi, og tilvera fólks byggist á fiskveiðum og úrvinnslu sjávarafurða. Ég hafði aldrei áður verið svo nærri Íslandi og fáum mánuðum eftir að ég hafði tekið við þessari kanadísku stöðu fór ég til Íslands. Þar hitti ég höfund greinarinnar frá Þránd- heimi, Láru Stefánsdóttur, en við höfðum þá þegar átt samskipti gegnum tölvur í nokkur ár. Eftir þessa för til Íslands snemma árs 1997 hafa verið mikil fagleg Ken Stevens hefur alltaf haft áhuga á Íslandi: „Þegar ég var fjórtán ára skólastrákur í dreifbýl- isskóla á Nýja Sjálandi vann ég ræðukeppni með ræðu sem hét einfaldlega Ísland. Ég held að dómurunum hafi fundist efnið sem ég valdi óvenjulegt og áhugavekjandi. Það var þó ekki fyrr en nýlega að ég átti þess kost að heim- sækja landið og hitta Íslendinga í fyrsta skipti,“ segir Ken. Ísland og Nýja Sjáland eru bæði eld- fjallaeyjar hvort á sínum enda verald- arinnar. Efnahagur þeirra byggist mest á nýtingu náttúrulegra auðlinda - fiskveiðum, trjávöruiðnaði og land- búnaði. Bæði löndin voru numin á 10. öld og eiga sína sérstöku menningu. Bæði á Íslandi og á Nýja Sjálandi býr þó nokkur hluti íbúanna í dreifbýli þannig að dreifbýlismenntun er báð- um löndum mikilvæg. Bæði Íslend- ingar og Nýsjálendingar hafa þróað nýjungar til að koma menntun til nemenda í hinum dreifðu byggðum. Net skóla í dreifðum byggðum á Íslandi gegn- um Ísmennt var hug- mynd sem hafði þegar í stað áhrif á Nýja Sjá- landi og skömmu seinna var farið að skipuleggja og þróa dreifbýlisskóla- net í Canterbury fylki á Nýja Sjálandi. Uppeldisfræði fjar- kennslu er vaxandi fræðigrein sem hefur skírskotun til allra skóla, ekki eingöngu þeirra smáu í einangr- uðum byggðum.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.