Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 12
og sjálfstæði reynir á sjálft félagaskipulagið. Félögin hafa allt frá nokkrum tugum félagsmanna upp í nokkur þúsund. Við finnum fyrir þessu í kjarasamningum vegna þess að starfsskipulag Kennarasambandsins stangast að vissu leyti á við kjarasamninga- lögin. Þau gera ráð fyrir að gerður sé kjara- samningur við framhaldsskóla, grunnskóla og svo framvegis. Við eigum því á brattann að sækja í félagslegri viðleitni okkar til þess að tryggja kennurum annars vegar og skólastjórnendum hins vegar sjálfstæði og rétt til að hafa sína sérstöðu í samningum.“ Er það mat ykkar að uppbygg- ing Kennarasambandsins gangi? Guðrún Ebba: „Já, við ættum að við- halda óbreyttri uppbyggingu Kennarasam- bandsins hvað þetta varðar. Við erum enn að móta sambandið en ég held að þetta sé skynsamlegasta leiðin - það er betra að skipta upp í einingar. En aðeins varðandi það sem Elna var að tala um þá var gífurleg breyting fyrir grunnskólakennara og skóla- stjóra í grunnskólum að hafa aðskildar samninganefndir. Þarna reyndi mjög á bæði Kennarasambandið og félögin, en það er vilji til að aðskilja þessa hópa í kjara- samningum og ég hef ekki heyrt annað en að viðsemjendur séu því sammála.“ Eiríkur: „Það er samt ókostur eins og Elna bendir á að landslög gera að verkum að maður er háður vilja viðsemjenda.“ Guðrún Ebba: „Mér heyrist það bein- línis vera stefna sveitarfélaganna að skóla- stjórar séu ekki í sama kjarasamningi og undirmenn þeirra. Ég held að ekki sé frá- leitt að ímynda sér að í næstu lotu eigi skólastjórar frekar fulltrúa í samninganefnd viðsemjenda því að það eru þeir sem eiga eftir að þurfa að vinna með kjarasamning- inn og framfylgja honum. Það ætti einnig að stuðla að réttri túlkun. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort deildarstjórar eigi ekki frekar að tilheyra samningi kennara en skólastjóra og þar með vera félagsmenn í Félagi grunnskólakennara.“ Sigrún: „Varðandi þetta mál er Félag tónlistarskólakennara frábrugðið öðrum félögum að því leyti að í því eru bæði kenn- arar og skólastjórar sem eru svo ýmist starfandi við sveitarfélagsrekna tónlistar- skóla eða sjálfseignarstofnanir. Ég hef sagt það áður að þetta fyrirkomulag er kannski ekki að öllu leyti eðlilegt og e.t.v. gætu skólastjórar nýst okkur betur hinum megin borðsins í kjaraviðræðum, þeir hafa jú þekkingu á viðfangsefninu. En ég tel okkur í FT þurfa að skoða þessa hluti í víðara samhengi. Við erum fámenn stétt og á þessari stundu held ég að við höfum ekki efni á því að skipta okkur upp í tvær and- stæðar fylkingar. Í mjög stórum sameigin- legum hagsmunamálum eins og til dæmis baráttunni fyrir tilvist tónlistarskóla, en líf- róður þeirra hefur þyngst ef eitthvað er eft- ir nýgerða kjarasamninga, þurfum við á því að halda að vera einn samstiga hópur.“ Elna Katrín: „Það má taka fram að uppbygging Kennarasambandsins er miklu róttækara skref en hin kenn- arasamtökin á Norðurlöndum hafa látið sér detta í hug að taka! Munur- inn felst fyrst og fremst í því að við erum með mjög sjálfstæð aðildarfélög sem fá eigin fjárframlög, hafa eigin samninganefndir, eigin skólamála- nefndir og eigin rekstur. En áður en við hverfum frá umræðu um starfs- skipulag - þá var kjarasamningagerðin 2000/2001 ekkert frábrugðin því sem við höfðum vanist í nánu samstarfi eldri félaganna. En ekkert okkar hafði prófað að starfa á reglulegum grund- velli í nýju kennarasambandi. Að læra inn á það, þekkja og skilja mismun- andi þarfir félaganna er óplægðari akur heldur en starf að kjaramálum eða stefnumörkun um skólamál. Hins veg- ar held ég að þetta slys, að kjarasamningar tónlistarskólakennara urðu að miklu leyti út undan, hafi líka orðið vegna hefðar. Kjarasamningar þeirra höfðu oftast verið frágengnir á eftir og í þetta skipti allt of langt á eftir.“ En hvað með nýja félagið í Kennarasambandinu? Hverjar eru væntingar leikskólakennara til samvinnunnar? Björg: „Fólk fór að ræða þennan sam- runa fyrir alvöru 1996, reyndar aðeins of seint því að við hefðum náttúrlega viljað vera með frá byrjun í nýju Kennarasam- bandi. Í staðinn horfðum við á mótun þess úr fjarlægð sem var ágætt fyrir félagsmenn okkar þegar upp er staðið: Að sjá hvernig þetta nýja samband virkaði fyrsta kjörtíma- bilið. Fólk fékk þá tækifæri til að sannfær- ast um að félögin fengju að halda sjálfstæði sínu sem kom mjög vel fram í kjarasamn- ingsgerðinni. Okkar fólk óttaðist að við værum of fámenn og týndumst í fjöldanum en í ljós kom að ekki var ástæða til að óttast það. Við höfðum m.a. væntingar um að vera hluti af skólasamfélagshópum sem við höfum fundið mjög fyrir að vera ekki. Í BSRB fundum við hvað við áttum litla samleið faglega með öðrum hópum þar. Væntingar voru líka um að brúa bilið á milli skólastiganna, sem tengist þessu sem minnst var á áðan, að kynna umhverfið og hópana hver fyrir öðrum og er aðalverk- efnið sem huga þarf að.“ Guðrún Ebba: „Mér finnst mjög spennandi að Félag leikskólakennara kem- ur oft með sjónarhorn, vangaveltur og spurningar sem við höfum kannski ekkert verið að spyrja okkur en full ástæða er til að skoða.“ Hanna: „Já, það er mjög þroskandi að víkka Kennarasambandið út á þennan hátt. Og burtséð frá hagnýtum málum, umræðu um samsetningu félagsins, árekstrum og Hringborð 14 Hanna: Kjarasamningsumhverfið er glænýtt og langt frá því að hægt sé að segja til um hvernig allt verkast. Eiríkur: Ef við getum það ekki þá getur það enginn!

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.