Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 14
skapast þegar á hólminn er komið. Það þarf að æfa kreppuna fyrirfram og hugsa: Þegar viðsemjendum dettur þetta eða hitt í hug, hvað gerum við þá? Við hefðum til dæmis þurft að vera búin að koma okkur saman um það við Félag stjórnenda að þegar strandaði hjá litla hópnum þá stoppaði stóri hópurinn og krefðist þess að hinir fengju svigrúm til þess að semja. Á sama hátt má segja að með einhvers konar sam- hæfðri aðgerð hefði þurft að koma í veg fyrir að tónlistarskólinn yrði á eftir. Það þýðir ekkert að tala einhverja tæpitungu um svona mál. Ekki verður það KÍ til fram- dráttar að tónlistarskólinn geri ekki kjara- samning fyrr en mörgum mörgum mánuð- um á eftir öðrum og þurfi að fara í langt verkfall.“ Eiríkur: „Það má benda á í þessu sam- hengi að viðsemjendur misreiknuðu styrk FT. Fundurinn í Háskólabíói opnaði augu margra fyrir því hversu stór hópur stóð þarna á bak við og hvað málið var brýnt. Maður hefur lært heilmikið af þessu. Þetta gerist ekki „óvart“ aftur.“ Guðrún Ebba: „Ágreiningurinn sem kom upp milli skólastjórafélagsins og FG er dæmi um mál sem félögin þurfa að leysa sín á milli. Ef við ætlum að vera saman í stórum heildarsamtökum þá verðum við að hafa rými fyrir mismunandi skoðanir, þola að rífast og vera ósammála. Ef við ætlum að búa til einhverja eina skoðun fyrir alla þá fer einhver hópur út, það er alveg gefið mál. Við verðum að leyfa átök og hafa þroska til að fást við þau. Ég tel að þetta sé eitt einkenni grósku í nýju félagi: átök og skiptar skoðanir. Og við eigum að njóta þess að vera í frumbernsku!“ Elna Katrín: „En það verður að hafa skapast traust. Þegar að erfiðu stundunum kemur verður að vera hægt að treysta því að allir vilji manni það besta. Annars lendir fólk alltaf í kreppu. Samningarnir eru bara erfiðasti vettvangurinn. En ef við hugsum um frá hverju verður sagt eftir tuttugu ár þá gerðust mikil tíðindi um kjör kennara á þessu fyrsta tímabili Kennarasambandsins.“ Hvað hefur náðst fram? Eiríkur: „Gjörbreytt grunnlaun!“ Björg: „Já, við fundum beinlínis fyrir því í kjarasamningagerð okkar í janúar í fyrra að það var notað gegn okkur af við- semjendum að við vorum ekki komin í Kennarasambandið. Við notuðum þau rök að loksins væri námið komið formlega á háskólastig og eðlilegt væri að miða við laun annarra kennara sem samanburðar- hópa. En við sáum að í þessari samninga- gerð gátum við ekki tekið stærra skref án á- taka, það var of stórt. Ef við lítum aftur til væntinganna þá tel ég að leikskólakennarar miði við að í næstu kjarasamningum verði seinna skrefið tekið og laun leikskólakenn- ara verði þá sambærileg launum annarra kennara.“ Hanna: „Eins og þetta lítur út frá okkur stjórnendum hefur mikið breyst.“ Guðrún Ebba: „Það er mjög mikið sett á stjórnendur í kjarasamningi grunn- skóla, mun fleiri ákvarðanir eru teknar í skólanum en áður, bæði um vinnu og laun kennara. Mikilvægast var þó að hækka grunnkaup grunnskólakennara.“ Hanna: „Stjórnendur hafa stærri verk- stjórnarþátt og svo geta þeir haft afskipti af launum. Kjarasamningsumhverfið er glæ- nýtt og langt frá því að hægt sé að segja til um hvernig allt verkast. Auðvitað hafa komið upp hnökrar og menn gleyma að tala um allt þetta góða. En ég held að samningurinn komi mjög vel út, ég er ánægð með þetta breytta umhverfi og mér finnst félagsmenn mínir vera það yfirleitt.“ Guðrún Ebba: „Það var einum of mikil bjartsýni að halda að allt fengist í fyrstu atrennu. Ef við tökum launaflokka- pottinn þá vorum við mjög tortryggin þótt við hefðum verið búin að ræða þessa leið nokkrum árum áður í tengslum við til- raunasamninginn. Þetta var eitt af stóru hitamálunum í kynningu á samningnum - hvernig tækist til með pottinn. Svo gekk úthlutun framar vonum. Það yrði að mínu mati tap fyrir okkur að stíga skrefið til baka og segja: Nú ákveðum við í einum miðlæg- um kjarasamningi nákvæmlega sama - eða eins - vinnutíma og laun allra. En skólarnir eru ekki eins! Starf allra er ekki eins! Nem- endahópar eru ekki eins! Aðstæður eru mismunandi og ekki hægt að segja fyrir um allar mögulegar útfærslur í einum og sama kjarasamningnum.“ Hanna: „Og út frá því var gengið í samningunum, að leyfa skólunum að njóta sérstöðu sinnar og hafa sitt frelsi.“ Elna: „Hvað varðar framhaldsskólann þá eru þessir síðustu samningar fyrst og fremst merkilegir fyrir þá sök að þeir koma grunnlaunum framhaldsskólakennara í þokkalega samkeppnishæft horf. Í upphafi samningstímans komust stjórnendur í framhaldsskólum í þá aðstöðu að geta látið sjá sig í hópi annarra forstöðumanna ríkis- stofnana. Risu úr öskustónni. En það er umhugsunarefni að verðbólgan étur af þessum kjörum og það er mín skoðun að bæði þeir sem reka grunnskóla og fram- haldsskóla þurfi alvarlega að hugsa um hvernig þeir halda þeirri tiltölulega brot- hættu samkeppnisstöðu. Launakjör framhaldsskólakennara eru nú í sæmilegu horfi samanborið við aðra há- skólamenntaða ríkisstarfsmenn en yf- irvinna er allt of mikil ennþá til að þau geti talist aðlaðandi. Og það er mikið verk að vinna í stofnanasamningum því að við tókum fyrsta skrefið inn í dreifistýrðan kjarasamning. Það má segja að við færðum vettvang samn- ingagerðar að hluta út í skólana. Nú þurfa menn að gera upp við sig hvort þeir telja þetta skref vænlegt. Þar ræð- ur eitt mál úrslitum: Hvort skóla- meisturum og yfirvöldum í landinu lánast að veita framhaldsskólum það fjárhagslega svigrúm sem þeir þurfa til að styrkja stöðu sína í faglegu tilliti og verða samkeppnisfærir við aðrar stofn- anir í samfélaginu um vel menntað starfsfólk.“ Eiríkur: „Ég held að það væri heppilegt fyrir stjórnvöld að horfa svolítið aftur í tímann. Nú eru alltaf að koma alþjóðlegar kannanir á ár- angri í skólastarfi og þær sem voru gerðar fyrst komu í kjölfar mikils nið- urskurðartíma, þetta var um 1995. Niður- stöður voru ekki glæsilegar fyrir íslenskt menntakerfi og menn urðu áhyggjufullir. Við sögðum á þessum tíma: Breytingar í skólakerfinu gerast ekki í einni andrá, það er ekki nóg að segja nú ætla ég að fjölga tímum, lengja þetta eða bæta hitt, það tek- ur vissan tíma áður en áhrifa fer að gæta. Sem hefur nú komið í ljós í nýjum alþjóð- legum könnunum. Á sama hátt og metnað- arleysi með tilheyrandi niðurskurði leiðir til þess að í langan tíma á eftir eru málin í verra horfi. Þess vegna held ég að það væri mjög gott fyrir stjórnvöld að horfa til þess- arar reynslu. Það er dýrt að spara í skóla- kerfinu.“ keg Hringborð 16 Sigrún: Við erum fámenn stétt og á þessari stundu held ég að við höfum ekki efni á því að skipta okkur upp í tvær andstæðar fylkingar.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.