Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 13
ósk okkar í SÍ og FG um samningafrelsi þá trúi ég ekki öðru en að þessi faglega sýn, sem við hljótum öll að hafa sem störfum við skóla, eigi að geta tengt okkur mjög vel saman. Við eigum að geta verið miklu sterkari í svona stóru félagi en hvert í sínu lagi. En eins og kom fram hjá Eiríki í upp- hafi hefur kannski ekki gefist tími til að vinna að þessari hlið.“ Sigrún: „Það hafa margir góðir hlutir unnist sl. tvö ár og margt er greinilega í uppsiglingu hjá félögunum. Ég vil bara minna á að við megum ekki gleyma að hlúa að og skapa þau skilyrði sem þarf til að því mikilvæga markmiði fyrir okkur öll verði náð að Kennarasamband Íslands fái og nái að þróast enn frekar að því marki að gera sig að gildandi samtökum úti í samfélaginu til jafns við önnur heildarsamtök.“ Er hægt að tengja félögin betur saman faglega? Eru það bara fög- ur orð eða sjáið þið fyrir ykkur að Kennarasambandið geti raunveru- lega verkað sem hvati á að tengja skólamenn á leik,- grunn,- tónlist- ar- og framhaldsskólastigi í fag- legri umræðu og umbótum? Hanna: „Alveg áreiðanlega. Og aukin fagleg tenging er eitt af forgangsmálun- um.“ Eiríkur: „Ef við getum það ekki þá get- ur það enginn!“ Guðrún Ebba: „Við höfum Skóla- málaráð sem nokkurs konar lím. Og með breyttu kjararáði ætti það að tengja félögin enn betur.“ Elna Katrín: „Ég skil alveg af hverju þú spyrð því að ef við horfum til baka á skólastefnu okkar, sem við höfum verið með samræmda milli grunn- og framhalds- skóla í ansi mörg ár, þá er óskaplega langt síðan við fórum að tala um samfellu milli skólastiga. Um að miðla reynslu og að mik- ilvægt væri að fólk þekkti starfsreglur og starfsumhverfi hvert annars. En einhvern veginn hafa orðið minni framkvæmdir en við hefðum viljað. Og persónulega held ég að þessi leið liggi ekki bara í gegnum skóla- málanefndir heldur beint samstarf milli stjórna og fastanefnda aðildarfélaganna. Það var reynsla okkar þegar við vorum að undirbúa sameiningu HÍK og KÍ að sam- eiginlegir stjórnarfundir skiluðu miklu og vinnufundir stjórna og aðalstarfsnefnda félaganna. Þetta tekur tíma en skilar sér í miklu betri samstöðu og samkennd. Við viljum hafa áhrif á ákvarðanatöku í menntakerfinu. Við getum það mun betur ef við þekkjum viðhorf hvert annars.“ Guðrún Ebba: „Við, stjórnir FF og FG, höfum verið með á stefnuskrá að hitt- ast, við höfum aldrei gert það. En þar sem samningaviðræður félaganna voru haldnar á sama stað, þ.e.a.s. í húsi ríkissáttasemjara, fór fram talsvert óformlegt samstarf, fyrst og fremst hjá viðræðunefndunum sem funduðu þó stöku sinnum í kjarasamninga- viðræðunum. FG ætlaði að funda reglulega með stjórn SÍ, það hefur ekki gerst nógu oft. Ég held að það sé mjög gott fyrir stjórnir félaga að hittast og fara yfir starfsá- ætlanir og annað sem félögin eru að gera. Auðvitað er mjög mikið óformlegt samstarf og við formennirnir berum iðulega saman bækur okkar. Og svo er eitt og annað sem hvetur til þess að efla samstarf skólastiga, til dæmis umræðan um styttingu náms til stúdentsprófs og tengslin milli leik- og grunnskóla annars vegar og grunn- og framhaldsskóla hins vegar. Sigrún: „Orð eru til alls fyrst og góðir hlutir gerast hægt! Ég tek undir það að aukin upplýsing og tengsl milli félaga þar sem menn miðla reynslu og kynna sjónar- mið og áherslur félaganna myndi tvímæla- laust styrkja bæði félögin og KÍ.“ Elna Katrín: „Já, svo er gríðarlega mikilvægt að horfast í augu við að það verður ekki allt í einu til tími. Það er ekki um annað ræða en að ákveða að fara með hausinn í gegnum vegginn og gera hlutina samt.“ Hanna: „Mér finnst líka vanta tíma fyr- ir hinn almenna félagsmann. Stundum held ég að við séum ekki nógu vakandi fyrir því að miðla nógu miklu. Það er til dæmis margt fólk sem gerir sér varla grein fyrir að við erum að vinna að nýrri skólastefnu. Hefur ekki hugmynd um það.“ Björg: „Stjórnirnar þurfa að tala saman. Ég held að það sé mjög brýnt að vera ekki að búa til sérstaka hópa eða nefndir til að fjalla um þessi mál, við höfum reynslu af því í FL og FG og það gengur ekki. Það kom ekkert út úr því. Kannski var of mikil fjarlægð á milli hópanna, það var svo mikill munur á vinnubrögðum og hugmynda- fræði. Þessi vinna flosnaði alltaf upp.“ Elna Katrín: „Já, einmitt. Það er mik- ilvægt að þeir sem veljast til trúnaðarstarfa, formenn og stjórnir, ryðji brautina. Ekki ýta þessu út í nefndir þar sem er fólk hefur minni tengsl.“ Hvað finnst ykkur í Félagi leik- skólakennara á þessum stutta tíma sem liðinn er síðan þið kom- uð inn, hvernig er samstarfið? Björg: „Það var tekið mjög vel á móti okkur og okkur starfsmönnum FL líður mjög vel í þessu nýja samfélagi. Það má koma fram að við höfum auðvitað verið lengi í samstarfi um ýmis atriði, varðandi skólamálaþing og annað. En manni hefur varla gefist ráðrúm enn til að hugsa, það er búið að vera svo mikið að gera við flutn- inginn, að koma sér fyrir og að átta sig á nýju umhverfi. Það var tekið mjög vel á móti okkur og okkur líður mjög vel. Það má koma fram að við höfum auð- vitað verið lengi í samstarfi um ýmis atriði, varðandi skólamálaþing og ann- að. En manni hefur varla gefist ráðrúm enn til að hugsa, það er svo mikið að gera!“ Hvað brennur heitast á ykkar félagsmönnum? Björg: „Það sem brennur heitast á félagsmönnum FL er leikskólakennara- skorturinn. Hvað er til ráða? Jú, það þarf að bæta kjörin, það vegur þyngst. Í öðru lagi þykir ekki fínt að fara í þetta nám, það er ekki í tísku. Það er mikið áhyggjuefni sem finna þarf ráð til að bregðast við. Svo má nefna að í leik- skólum er sama tilhneiging og á öðrum skólastigum að verið er að ýta stjórn- endum hinum megin að borðinu, að at- vinnurekendum. Og þeir hafa velt upp þessari spurningu: Getum við ekki stofnað okkar eigið félag eins og SÍ? Leikskóla- stjórar eru um 250 talsins og aðstoðarleik- skólastjórar annað eins.“ Eiríkur: „Ef maður gæfi sér að það kæmi réttindafólk í allar stöður leikskóla- kennara þá yrði það félag jafnstórt og FG. Það er ekki nema um þriðjungur sem er með réttindi, eða um 1300.“ Elna Katrín: „Í sambandi við starfs- skipulag Kennarasambandsins þá er það að vissu leyti ábyrgt fyrir kjarasamningum félaganna. Tryggja þarf að hópar sem starfa á sama skólastigi hafi rætt nægilega vel þau mál, sem leggja ber áherslu á í komandi kjarasamningum, svo að ósamkomulag komi ekki upp við þau erfiðu skilyrði sem Hringborð 15 Björg: Það sem brennur heitast á félagsmönnum FL er leikskólakennaraskorturinn. Hvað er til ráða? Jú, það þarf að bæta kjörin, það vegur þyngst.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.