Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 15

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 15
Kerfið er hluti af framtíðarsýn ráðuneyt- isins í upplýsingatækni og lýtur lögum um upplýsingar. Ætlunin er að allir framhalds- skólar í landinu tengist kerfinu í fyllingu tímans og nú þegar eiga 22 skólar aðgang að því. Gagnagrunnur um framhaldsskóla í landinu Í Innu er hægt að spyrjast fyrir um allt sem viðkemur skólahaldi í framhaldsskól- um landsins. Þar er hægt að fá grunnupp- lýsingar um framhaldsskóla og námsfram- boð þeirra og þar verður einnig hægt að nálgast allt sem snýr að stjórnun og upplýs- ingatækni skólanna. Fjarkennsla á fram- haldsskólastigi fer vaxandi og mun Inna auðvelda alla stjórnun og miðlun upplýs- inga vegna hennar. Inna er í eigu menntamálaráðuneytisins og smíðuð samkvæmt kröfulýsingu sem lögð var fram í lokuðu útboði sumarið 2000. Í ágúst sama ár var ákveðið að ganga til samstarfs við Skýrr og undirrituðu þeir Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Hreinn Jakobsson forstjóri Skýrr samning um smíði nýs upplýsingakerfis fyrir fram- haldsskólana. Haustið 2001 fór fyrsta út- gáfa af kerfinu í rekstur og þá strax notuðu fjórir framhaldsskólar það við að útbúa stundatöflur, annað skref var tekið í desem- ber síðastliðnum þegar fyrstu skólarnir notuðu kerfið til að útskrifa nemendur. Hugmyndin með Innu var að fá eitt tæki sem auðveldaði stjórnun og skipulag skól- anna og veitti starfsmönnum og nemend- um yfirlit yfir nám og framvindu þess. Með þessu átti öll skráning, vinnsla og miðlun upplýsinga sem viðkemur skólunum að verða aðgengilegri en áður þekktist í þeim kerfum sem fyrir voru. Og síðast en ekki síst verður hægt að nálgast þessar upplýs- ingar á netinu. Kvennaskólinn í Reykjavík Einn af þeim skólum sem hafa verið með frá byrjun er Kvennaskólinn í Reykjavík sem var á sínum tíma þátttakandi í þeirri byltingu að stúlkur gátu sest á skólabekk. En þrátt fyrir framsýni og dirfsku þeirra Þóru Melsted og Ingibjargar H. Bjarnason hefur þær eflaust ekki órað fyrir þeirri hröðu tækniþróun sem hefur orðið í skól- anum þeirra. Núverandi aðstoðarskóla- meistari Kvennakólans, Oddný Hafberg, er tengiliður skólans við Innu. Við tókum hús á henni í fallegri skrifstofu hennar sem sameinar báða þessa heima. „Við tókum kerfið upp síðastliðið sumar og höfum verið að þróa notkun þess. Áður unnu skólarnir eftir mismunandi kerfum. Menn höfðu áhuga á að sameina þau eða endurbæta og fyrir lá að það myndi kosta mikla peninga þar sem þau voru í raun orð- in úrelt,“ segir Oddný. „Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, hafði mikinn áhuga á að framhaldsskólarnir hefðu eitt sameiginlegt kerfi sem væri að- gengilegt á netinu og því var farið í að út- búa nýtt kerfi í samvinnu við skólana. Full- trúar úr fimm framhaldsskólum tóku virk- an þátt í þróun þess og mynda nú bakhóp sem heldur utan um þróunarverkefni Innu.“ Oddný sýnir okkur í tölvunni hvernig kerfið virkar, hvað það býður upp á og hvað það er í raun notendavænt. „Kerfinu er ætlað að halda utan um allt skólastarf, hvort sem um er að ræða skipu- lag náms, skráningu nemenda, stundatöflu- og próftöflugerð, námsferil og einkunnir, upplýsingar um húsnæði, starfsmenn eða hvað eina sem fram fer í skólunum. Ætlun- in er að bæði foreldrar og nemendur geti farið inn á netið og náð sér í upplýsingar um skólastarfið og framvindu náms. Að vísu gilda reglur um persónuvernd, foreldr- ar nemenda undir átján ára aldri geta skoð- að framvindu þeirra í námi eða fjarvistir en foreldrar nemenda sem orðnir eru sjálfráða geta ekki farið inn nema með leyfi þeirra,“ segir Oddný og bendir á að með hækkun sjálfræðisaldurs séu skólarnir nú með blandaðan hóp nemenda innan sinna veggja. Enn sem komið er geta nemendur ekki notfært sér Innu en stefnt er að því að næsta haust verði búið að opna fyrir að- gang þeirra að stundatöflum og öðru sem þeim viðkemur. Fylgt verður ströngustu öryggisreglum til að tryggja persónuvernd og að ekki sé hægt að komast inn í kefið til að eiga við upplýsingar. „Þegar allir verða komnir með aðgang að kerfinu á netinu mega enga villur vera í því. Menn eru enn að fikra sig áfram og laga hnökra sem hafa orðið við flutning gagna úr gamla kerfinu, það verður að vera búið undir að allir hafi aðgang. Kosturinn við að hafa kerfið á netinu er að það veitir þeim sem skrá upplýsingar í það, stjórn- endum og kennurum, betra aðgengi og meiri sveigjanleika með vinnutíma því að hægt er að vinna í kerfinu alls staðar þar sem netaðgangur er, jafnvel heima hjá sér,“ segir Oddný. Góð reynsla af Innu Inna er sameiginlegur gagnagrunnur fyr- ir alla framhaldsskóla á landinu, það veitir ýmsa möguleika og þar verður hægt að nálgast mikið af upplýsingum þegar allir skólar á landinu verða búnir að tengjast því. „Reynsla okkar af kerfinu er góð, í upp- hafi voru nokkrir byrjunarörðugleikar, hvort sem það var kerfinu að kenna eða því að við vorum enn að læra á það. Helsta vandamálið var að stundum gat verið erfitt að tengjast kerfinu en á því hefur orðið mikil bót. Þau hjá Skýrr hafa verið einstak- lega liðleg og þægileg ef eitthvað hefur komið upp á og við höfum átt gott samstarf og aðgang að þeim.“ Núna í byrjun árs heyrðust sögusagnir um að upp hefðu komið vandamál vegna stundaskráa hjá þeim skólum sem tengdir voru Innu en Oddný segir það hafi ekki gerst hjá þeim. Almennt telur hún að fólk sé ánægt með kerfið, auðvitað séu einhverj- ar efasemdir uppi en hún telur að það dragi úr þeim eftir því sem kerfið er lengur í notkun. Inna 18 Þótt upplýsingakerfið Inna dragi nafn sitt af gamalli rímu er það einungis nokkurra missera gamalt. Það er runnið undan rifjum þess ráðuneytis sem stýrir mennta- og menningar- málum í landinu og á nafnið því vel við. Inna - nýtt upplýsingakerfi fyrir framhaldsskóla „Innu grams eg innti frá, að öllu leyti sem var“ Kerfinu er ætlað að halda utan um allt skólastarf, hvort sem um er að ræða skipulag náms, skráningu nem- enda, stundatöflu- og próftöflugerð, námsferil og einkunnir, upplýsing- ar um húsnæði, starfs- menn eða hvað eina sem fram fer í skólunum.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.