Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 8
Þetta brot er úr bókinni Kular af degi eftir Kristínu Marju Baldursdóttur og segir frá Þórsteinu Þórsdóttur kennara af guðs- náð sem hlýtur þessi eftirmæli frá fyrrum nemanda sínum. Er eftirsóknarvert fyrir kennara að fá góð eftirmæli frá nemendum sínum eða skiptir ekki máli hvað þeim finnst um kennarann? Góð eftirmæli eru eflaust ekki það eina sem gerir kennarastarfið eftir- sóknarvert. Er það kannski ímyndin, ár- angurinn, klossarnir, sumarfríið, vinstri stimpillinn, kjörin eða eitthvað allt annað? Við leituðum til átta kennara af öllum skólastigum og báðum þá að svara þessari spurningu hver eftir sínu höfði. Og að sjálfsögðu eru þetta allt kennarar eins og Þórsteina, af guðs náð. Steinn Jóhannsson - sagnfræðingur, framhaldsskólakennari. Kennir sögu og félagsgreinar við Menntaskólann í Kópavogi. Kennari frá 1996. Ég er á því að fá störf séu skemmtilegri en kennsla! Þegar ég hóf háskólanám var það ekki beint á dagskrá að leggja kennslu fyrir sig í framtíðinni. Hins vegar fann ég fljótlega að mér leið hvergi betur en í skól- anum og var það þá einkum vegna skemmtilegs umhverfis sem þar var að finna, til dæmis félagsskapurinn og námið. Þetta varð til þess að ég ákvað í MA-námi mínu að taka að mér stundakennslu og fannst það hin skemmtilegasta prófraun. Ég fór í uppeldis- og kennslufræði við HÍ að loknu framhaldsnámi, reyndar var ég efins út af laununum á þeim tíma en þær áhyggjur gleymdust fljótt eftir að ég byrj- aði að kenna vegna þess hversu skemmti- legt og eftirsóknarvert mér þótti starfið. Í því er maður alltaf að glíma við ný við- fangsefni. Hver nemandi er öðrum ólíkur og það þýðir að matreiða þarf námsefnið með mismunandi hætti. Í þessu felst heil- mikil áskorun og þess vegna þurfa kennarar oft að tileinka sér nýjungar á sviði kennslu- mála, þeir hafa ekki farið varhluta af far- tölvuvæðingunni í þessu sambandi. Fátt er skemmtilegra en þegar nemendur sýna námsefninu áhuga og tjá sig um það. Enn fremur er gaman að vera innan um ungt fólk og heyra lífsskoðanir þess og álit á skólakerfinu og öðrum málum sem eru til umræðu í samfélaginu. Sumir líkja þessu við það að verða ungur í annað sinn. Marg- ir halda því fram að ungt fólk eigi við aga- vandamál að stríða en ég hef ekki orðið var við það á framhaldsskólastiginu og held að það sé í raun hverfandi þar. Annað sem vert er að nefna er sveigjan- leikinn í starfinu. Kennurum er gert kleift að endurmennta sig á vinnutíma og halda sér við á sínu fræðasviði. Þetta nýtist okkur svo sannarlega því að ef við vildum skipta um starf af einhverri ástæðu þá höfum við vissulega haldið fagþekkingu okkar við. Eitt sem tengist sveigjanleikanum er vinnutím- inn. Margir úti í samfélaginu virðast halda að kennarar séu alltaf í fríi. Eftir að ég byrjaði að kenna sögðu allir að ég hlyti að vera ánægður með öll þessi frí sem við kennarar fengj- um. Þetta er allt byggt á algjörum misskilningi því eftir að ég fór að kenna hef ég lent í meiri vinnu en nokkru sinni áður og hafa ófáar næt- urnar farið í undirbúning. Varðandi sumartímann virðast fáir vita að þá eru flestir kennarar að endurmennta sig og það er virkilega þreytandi að þurfa alltaf að vera að útskýra þetta fyrir fólki. Félagsskapurinn í starfinu er mjög góður og andinn fínn. Samkennarar eru á öllum aldri og því heyrir maður oft skemmtilegar umræður um þjóðmálin. Úti í samfélaginu virðast störf kennara ekki metin að verðleikum og þetta fann ég þegar ég byrjaði að kenna. Fólk virðist ekki átta sig á því hvers konar menntun kennar- ar hafa og hver ábyrgð þeirra er. Jú, við erum starfsstéttin sem menntar æsku lands- ins og þess vegna er ábyrgð okkar meiri en fólk lætur í veðri vaka. Í byrjun kennsluferils míns voru grunnlaunin mjög lág. Fólk virtist líta niður á starfið vegna þessa en ég finn að eftir seinustu kjarasamninga hefur þetta batnað til muna og nýir og ungir kennarar virðast nú í aukn- um mæli sækjast eftir störfum við kennslu. Eru framamöguleikar í starfinu? Ég tel svo vera, framinn er fólginn í því að ná árangri í starfi og bæta sig og þannig eykst virðingin fyrir því bæði hjá nemendum og hinum almenna borgara. Hvers vegna eiga menn endilega að stefna hærra ef þeim líður vel í starfi? Ég tel að kennsla hafi þann eiginleika að vera eftirsóknarvert starf fyrir þann sem kann að fullnýta sér alla þá möguleika sem það býður upp á. Ég hvet alla til þess að leggja kennslu fyrir sig. Starfið er bæði krefjandi og skemmtilegt og oft veit maður ekki hvað dagurinn ber í skauti sér. Ágústa Bárðardóttir - grunnskóla- kennari og tölvuumsjónarmaður í Víkurskóla í Grafarvogi. Kennari frá árinu 1996. Ég þurfti viðtal við atvinnuráðgjafa til þess að minna mig á af hverju ég fór í kennslu. Í raun var ég búin að gleyma því. Hann benti mér á að það væri mjög erfitt að finna starf fyrir kennara því að þeir væru Viðtö l 10 „Í dag kveðjum við Þórsteinu Þórsdóttur kennara sem fórnaði ævi sinni í uppfræðslu íslenskra ungmenna. Mér er það afar minn- isstætt þegar ég sá Þórsteinu í fyrsta sinn... Við höfðum frétt að þessi kona væri ströng og vorum því ákveðin í að máta hana strax í fyrsta tíma. En Þórsteina mátaði okkur um leið og hún kom inn eftir ganginum. Smell- irnir í vönduðum kennaraklossum hennar minntu á reglubundin klukknaslög... Þegar inn í stofu var komið sagði hún ekki orð, bauð okkur ekki góðan dag eins og hinir kennararnir eða velkomin til starfa, heldur horfði með ískulda yfir hópinn og sagði svo dimmróma og með votti af fyrirlitningu; þið skrifið enskan stíl núna... Þannig liðu nokkr- ar vikur í fullum fjandskap af hennar hálfu en án þess að vita hvernig það gerðist vor- um við öll farin að læra eins og óð fyrir tím- ana hjá henni... Kennsluaðferðir Þórsteinu voru úthugsaðar frá fyrsta degi. Hún var kennari af guðs náð.“ Kennsla - aðlaðandi ævistarf - eða hvað? Steinn: Ég hvet alla til þess að leggja kennslu fyrir sig. Ágústa: Það sem heillar mig ef til vill mest eru hugsjónirnar.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.