Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 17

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 17
Ein af niðurstöðum ritgerðarinnar var að 86% þeirra skólastjórnenda, sem tóku þátt í könnun vegna hennar, töldu ekki æskilegt að kennari gerði nemendum sínum grein fyrir því að hann væri samkynhneigður. Staðfestir þessi niðurstaða hve viðkvæmt mál veruleiki samkynhneigðra virðist vera innan skólakerfisins. Með þessar niður- stöður og aðrar taldi Sara Dögg því að- kallandi að varpa ljósi á líðan samkyn- hneigðra kennara í starfi og var það mark- miðið með rannsókninni. Tekið var mið af því hvernig þeir upplifa sig í starfi sem samkynhneigðir einstaklingar og hvort og þá hvaða áhrif það hefur á hvers konar um- ræðu um samkynhneigð, hvort heldur er meðal kennara eða nemenda. Einnig var leitað eftir viðhorfum viðmælenda til sýni- leika, það er að segja hvort mikilvægt sé að samkynhneigð kennara sé sýnileg í starfs- umhverfi hans og hvaða þýðingu það hafi að vera sýnilegur eða ekki sem samkyn- hneigður kennari. Sara Dögg þekkir það af eigin reynslu að vera samkynhneigður kennari. Sjálf hafði hún velt fyrir sér hver staða hennar sem kennari yrði að námi loknu. Hún starfar nú sem kennari í Háteigsskóla og hefur um- sjón með tólf ára gömlum börnum ásamt því að starfa sem fræðslufulltrúi Samtak- anna ´78. Sýnileiki samkynhneigðra kennara Sara Dögg segir að ekki hafi gengið þrautalaust að fá viðmælendur í rannsókn- ina og það eitt segi heilmikið um sýnileika samkynhneigðra kennara. „Ég auglýsti eftir viðmælendum í fréttablaði samkynhneigðra og á heimasíðu Samtakanna ´78. Engin við- brögð fengust við þessum auglýsingum og því var gripið til þess að leita eftir ábend- ingum frá félagsmönnum samtakanna. Reyndin var sú að fáir þekktu samkyn- hneigða kennara en það var skilyrði fyrir þátttöku að viðkomandi starfaði sem kenn- ari,“ segir Sara Dögg. Rannsóknin var í formi viðtala og kom hver viðmælandi einu sinni í viðtal sem tók eina og hálfa klukkustund. Það var tekið upp á segulband, síðan skrifað orðrétt upp og niðurstöður flokkaðar í nokkra megin- þætti. Niðurstöðurnar komu ekki á óvart, allir kennararnir höfðu áhyggjur af því hver viðbrögð foreldra yrðu og allir höfðu þeir gengið í gengum erfiða reynslu með nem- endum sínum, hvort sem það voru spurn- ingar eða að nemendur gerðu lítið úr kyn- hneigð þeirra. „Þegar þetta kom upp í mínum bekk,“ segir Sara Dögg, „hugsaði ég með mér að nú væri komið að mér og hvað ætlaði ég að gera? Ég ræddi þessi mál við krakkana í bekknum. Ég virði sjálfa mig, það er að segja hver ég er og fyrir hvað ég stend, það mikils að ég sé enga ástæðu til að leyna samkynhneigð minni fyrir neinum, hvorki foreldrum né nemendum. Enda er ég bara ósköp venjuleg manneskja, að ég best veit. Þetta byrjaði með spurningum eins og: Ert þú gift? Varstu gift konu? Það hafði aug- ljóslega kvisast að ég væri lesbísk svo að ég ákvað að segja þeim frá þessu.“ Á augabragði snerist heil kennslustund upp í líf Söru Daggar, frá 18 til 28 ára, afar skemmtilegt og áhugavert af viðbrögðum nemenda að dæma. „Við tókum einn tíma í þetta og þau spurðu allskonar spurninga, allt frá því hvort ég hefði kysst kærustuna mína til þess hvers vegna samkynhneigðir megi ekki ættleiða börn. Eftir stend ég með nemendur sem gæta að sér og minna hver annan á, þegar einhver ætlar að fara að nota „helvítis homminn þinn“ sem blótsyrði, að „svona tölum við ekki í þess- um bekk“! Og samkynhneigð er ekkert tabú í kennslustofunni. Þegar tíminn var búinn fór ég niður á kennarastofu og sagði þeim frá því sem fram hefði farið og ég á fullan stuðning skólastjórnenda,“ segir Sara Dögg. Allir þátttakendur í rannsókninni voru á sama máli og Sara Dögg um mikilvægi þess að skólastjórnendur sýndu samkynhneigð- um kennurum stuðning og tímabært væri að samfélagið viðurkenndi samkynhneigð sem eðlilegan hluta mannlífsins. Allir töldu þeir sýnileika mikilvægan en óttuðust jafn- framt afleiðingarnar og það er ástæðan fyr- ir því hve samkynhneigðir kennarar hafa hljótt um kynhneigð sína. „Það er mjög mikilvægt að að kennarinn sé fyrirmynd í augum nemenda sinna og það á jafnt við um samkynhneigða kennara og aðra. Samkynhneigðir kennarar ættu að sýna enn eina hlið á fjölbreytileika mann- lífsins, ekki síst til að koma í veg fyrir for- dóma gagnvart samkynhneigðum, og þess vegna er sýnileikinn mjög mikilvægur. Að nemendur fái að kynnast sem fjölbreytileg- ustu mannlífi innan skóla, mannlífi sem er heilbrigt og til fyrirmyndar og gefur já- kvæða mynd af ólíkum einstaklingum. Sýnileikinn er líka afar mikilvægur fyrir þá nemendur sem eru að velta kynhneigð sinni fyrir sér og það gerist yfirleitt strax í grunnskóla,“ segir Sara Dögg. Samkvæmt rannsókn Söru Daggar er mikilvægt að skólastjórnendur séu tilbúnir að taka af skarið og hefja máls á mikilvægi þess að fjallað sé um samkynhneigð við nemendur og sýni þannig að samkyn- hneigðir séu viðurkenndir innan skólasam- félagsins. Er það ekki síst vegna þeirra fjöl- mörgu barna sem eiga samkynhneigða for- eldra eða einhvern annan nákominn. „Þögnin sem samkynhneigðir kennarar upplifa í starfi sínu felur meðal annars í sér að nemendum er ekki gerð grein fyrir hvað það þýðir þegar þeir uppnefna einhvern „helvítis homma“, segir Sara Dögg, en sú vísbending kom meðal annars fram í könn- Viðta l 20 Árið 2001 fékk Sara Dögg Jónsdóttir styrk úr Nýsköpunarsjóði til rann- sóknar á líðan samkynhneigðra kenn- ara. Rannsóknin var gerð í kjölfar lokaritgerðar Söru Daggar við Kenn- araháskóla Íslands. Ritgerðin sem ber nafnið Samkynhneigð og grunnskól- inn, viðhorf skólastjórnenda til um- fjöllunar um samkynhneigð í grunn- skólum og samkynhneigðra kennara vakti mikla athygli. Líðan samkynhneigðra kennara - Rannsókn gerð af Söru Dögg Jónsdóttur grunnskólakennara og fræðslufulltrúa Samtakanna ´78 86% skólastjórnenda sem tóku þátt í könnun Söru Daggar Jónsdóttur vegna lokaritgerðar hennar við KHÍ töldu ekki æskilegt að kennari gerði nemendum sínum grein fyrir því að hann væri samkynhneigður. Börn samkynhneigðra foreldra: „Þennan hóp nemenda tel ég vera afar falinn innan grunnskól- anna - ógnvægleg þögn ríkir um stöðu þessara barna. Það er á ábyrgð kennara að fjalla um fjölskyldugerð þeirra eins og annarra en ekki barnanna sjálfra.“

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.