Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 21

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 21
Fámennir skólar - f jarkennsla 24 samskipti milli „The Centre for TeleL- earning and Rural Education“ við Memori- al University of Newfoundland, þar sem ég starfa, og margra íslenskra fræðimanna á menntasviðinu. Núna er til dæmis Karl Erlendsson frá Þelamerkurskóla í Eyjafirði með rannsóknaraðstöðu við „The Centre for TeleLearning and Rural Education“. Ekki bara nýbreytnistarf heldur lífs- nauðsyn Kennarar í fámennum skólum á Íslandi, Kanada og Nýja Sjálandi deila sömu vandamálum og áhugamálum á mörgum sviðum. Fyrir það fyrsta er sameiginlegur áhugi á að bjóða ungu fólki sem býr utan stóru borganna, Reykjavíkur, St John´s og Well- ington, upp á sömu tækifæri til menntunar og félagar þeirra í borgarskólunum telja sjálfgefin. Í öðru lagi er staðfastur ásetningur að nota nýjustu tækni til að auka menntun. Það eru ekki ýkjur að fullyrða að kennarar í dreifbýli á Nýja Sjálandi og í Atlantshafs- fylkjum Kanada hafi verið brautryðjendur í notkun nýjustu tækni við að þróa nýjar leið- ir í menntamálum. Ég er ekki heldur í nokkrum vafa um að kennarar í dreifbýlis- skólum á Íslandi gegna afar mikilvægu hlutverki við að nýta nýjustu tækni við fjar- kennslu. Í þriðja lagi er þörf fyrir að skilgreina upp á nýtt þá hugsun sem felst í menntun þegar skólar eru tengdir háhraðaneti Inter- netsins. Uppeldisfræði fjarkennslu er vax- andi fræðigrein sem hefur skírskotun til allra skóla, ekki eingöngu þeirra smáu í ein- angruðum byggðum. Munurinn er bara sá að í dreifbýlisskólum á Íslandi, Nýja Sjá- landi og í Kanada er nettengd menntun ekki bara nýbreytnistarf heldur lífsnauðsyn ef smáir skólar eiga að lifa af í nútíma þjóðfélögum. Í fjórða lagi geta kennarar fámennra skóla í dreifbýli á Íslandi, Nýja Sjálandi og Kanada haft áhrif á stefnu stjórnvalda í menntamálum þjóðanna með því að nota nýjustu upplýsingatækni við kennslu. Það er til dæmis hægt að nýta sérfræðiþekkingu (s.s. eðlisfræðikennara) á mörgum stöðum í einu með rafrænum hætti rétt eins og hægt er að flytja prentað efni á internetinu. Með þróun tæknikerfa eins og Ísmennt, Canta- tech og margra rafrænna skólaneta á Ný- fundnalandi er hægt að ætlast til að stjórn- völd endurskoði allar hugmyndir um að ekki sé hægt að bjóða öllum skólum upp á lausnir sem henta þeim, óháð staðsetningu. Að lokum er að koma fram ný grein innan kennarastarfsins, í Kanada eru þessir kennarar kallaðir „E-teachers“(electronic teachers),„M-teachers“(mediating teachers) sem aðstoða við samskipti milli fjarkennslunema og e-kennara og „Internet Facilitators“, kerfisstjórar. Á þeim svæðum í heiminum þar sem kennarar taka að sér verkefnamiðaða kennslu og eiga gagnvirk samskipti við nemendur með nýjustu upp- lýsingatækni gegnum háhraða skólanet er þörf á að viðurkenna tilkomu nýrrar fag- greinar innan kennarastéttarinnar. Nýtt form menntunar verður til Mikið vatn hefur runnið til sjávar með tilliti til dreifingar menntunar gegnum net- ið síðan ég kynntist fyrst Íslenska mennta- netinu fyrir nær áratug á heimili mínu á Nýja Sjálandi. Á Íslandi, Nýja Sjálandi og Kanada hefur nemendum smárra skóla ver- ið boðið upp á aukin menntunartækifæri með nýjustu upplýsinga- og samskipta- tækni. Næsta spurning er hvort mögulegt sé að færa það sem gert hefur verið í skóla- stofum fámennu skólanna yfir á stóru skól- ana í þéttbýlinu til að gera starfið í þeim ennþá árangursríkara. Eitt af því sem stend- ur upp úr í þróun menntunar í dreifbýli landanna þriggja er að framfarirnar hafa orðið með samvinnu margra aðila og þó sérstaklega með samvinnunámi. Skólar í löndunum þremur hafa haft bæði fræðileg- an og stofnanalegan snertiflöt gegnum net- ið og með því myndað nýtt form menntun- ar. Kennarar hafa lært að kenna ekki ein- ungis í einum skóla heldur milli skóla. Þetta er ný verkkunnátta sem ég held að sé ekki enn vel viðurkennd af fræðimönnum í mennta- kerfinu þó að næsta líklegt sé að þetta svið verði mun stærri þáttur í kennara- menntun framtíðarinnar. Íslenska mennatnetið hefur gegnt mikilvægu hlutverki í þróun skólanet- kerfa. Ísmennt hafði mikil áhrif á mig þegar ég var að hugsa um hvernig mætti koma upplýsingum milli skóla, deila skólaverk- efnum og fjölga menntunartækifærum, fyrst á Nýja Sjálandi og síðar í Kanada. Kennarar í dreifbýli í Kanada, Nýja Sjálandi og á Ís- landi eiga margt sameiginlegt. Ef til vill er mögulegt að þróa tengsl milli skóla í þess- um þrem löndum til að miðla upplýsingum og hvetja til nýjunga í kennslu, ekki bara í fámennum skólum heldur einnig milli skólastofa af mismunandi gerðum. Fyrir mér er Íslenska menntanetið mikilvægur hlekkur í alheimsneti skóla. Ég bý nú mest- an hluta ársins á eyju (Nýfundnalandi) sem er um margt mjög lík Íslandi og hinn hluta ársins á Nýja Sjálandi - sem samanstendur af þremur eyjum. Ég er viss um að nýtt form samvinnu getur þróast milli skóla í þessum þrem löndum. Kennarar í dreifbýli á Íslandi, Nýja Sjálandi og Nýfundnalandi hafa verið frumkvöðlar í notkun nýjustu tækni við kennslu. Ég er viss um að það yrði mikils virði að koma á fót formlegu neti þar sem fagmenn á þessu sviði geta skipst á skoðunum og upplýsingum. Hvað sem öðru líður eru kannski mestu áhrif þessarar nýju tækni þau að hún hefur stuðlað að varðveislu hinnar sérstöku menningar í dreifðum byggðum í hverju landi fyrir sig. Ken Stevens er Nýsjálendingur og prófessor við kennaradeild Memorial University of Newfoundland í Kanada. Þar gegnir hann stöðu forstjóra Centre for TeleLearning and Rural Education sem er kostuð af Industry Canada. Samhliða er hann gestaprófessor í fjar- kennslu og rannsóknum við University of Aberdeen og er rannsóknarmaður við Western Institute of Technology á Nýja Sjálandi. Áhugasvið hans í rann- sóknum er notkun nýjustu upplýsinga- tækni við nám og kennslu og þróun smárra skóla í dreifbýli. Karl Erlendsson er skólastjóri Þelamerk- urskóla í Eyjafirði. Hann stundar nú framhaldsnám við Memorial University of Newfoundland og hefur aðstöðu við Centre for TeleLearning and Rural Education. Kennarar hafa lært að kenna ekki einungis í einum skóla heldur milli skóla. Þetta er ný verk- kunnátta sem ég held að sé ekki enn vel viður- kennd af fræðimönnum í menntakerfinu þó að næsta líklegt sé að þetta svið verði mun stærri þáttur í kennaramennt- un framtíðarinnar.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.