Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 26

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 26
Annað þing Kennarasambands Íslands verður haldið dagana 8. og 9. mars nk. að Borgartúni 6 í Reykjavík. Yfirskrift þingsins er Kennsla aðlað- andi ævistarf. Að lokinni setningu, ávörpum gesta og tónlistar- flutningi í upphafi þings mun Ólafur Proppé rektor Kennaraháskóla Íslands flytja erindi með sömu yfir- skrift. Hinn síðari dag þings verða pallborðsumræður um þetta málefni undir stjórn Elínar Hirst fréttamanns. Þátttakendur í pallborði eru Björn Bjarnason mennta- málaráðherra, Guðrún Geirsdóttir lektor við Háskóla Íslands, Ólafur Proppé rektor Kennaraháskóla Íslands, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri. Þingið sitja alls 176 fulltrúar frá félögunum sjö sem mynda Kennarasambandið. Á þinginu eiga sæti einn fulltrúi fyrir hverja 50 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu sem umfram kann að vera. Á þinginu eiga auk þess sæti með atkvæðisrétti stjórn Kennarasambands- ins og varaformenn aðildarfélaganna. Ennfremur til- nefnir Félag kennara á eftirlaunum 5 fulltrúa á þingið. Meðal þinggagna sem sendar hafa verið út eru skýrsla stjórnar 2000 - 2002, tillaga frá stjórn um stefnu Kennarasambands Íslands í kjaramálum 2002 - 2005, tillaga frá skólamálaráði um skólastefnu Kennarasam- bands Íslands, tillaga frá skólamálaráði að siðareglum kennara og tillaga frá stjórn um innra starf og félags- mál. Þá eru í gögnunum tillögur sem fram hafa komið um breytingar á lögum Kennarasambandsins og drög að fjárhagsáætlun sambandsins næsta kjörtímabil. Þinggögn eru aðgengileg öllum sem vilja kynna sér þau á heimasíðu Kennarasambandsins. Samkvæmt lögum Kennarasambands Íslands eru formaður og varaformaður þess kjörnir í allsherjarat- kvæðagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir þing þess. Ekki fór fram sérstök kosning að þessu sinni þar sem aðeins bárust tilnefningar um núverandi formann og núverandi varaformann. Því er sjálfkjörið í þessi embætti. Kjörstjórn KÍ hefur tilkynnt að Eiríkur Jóns- son sé rétt kjörinn formaður Kennarasambands Íslands og Elna Katrín Jónsdóttir rétt kjörinn varafor- maður þess kjörtímabilið 2002 - 2005. Þing KÍ 8 . og 9. mars 29 Kennsla aðlaðandi ævistarf Aðalfundir Fyrir þing halda þrjú aðildarfélaganna aðalfundi sína: Félag framhaldsskólakennara, Félag grunnskólakennara og Félag leikskólakennara. • Aðalfundur Félags framhaldsskólakennara verður haldinn 7. mars nk. á Grand hóteli í Reykjavík. • Aðalfundur Félags grunnskólakennara verður haldinn 6. og 7. mars nk. að Borgartúni 6 í Reykjavík. • Aðalfundur Félags leikskólakennara verður haldinn 7. mars nk. að Borgartúni 6 í Reykjavík. Aðalfundir þessara félaga eru haldnir þriðja hvert ár í tengslum við þing KÍ. Á fundunum er mörkuð stefna félaganna á næsta kjörtímabili m.a. í kjara- og réttindamálum, skólamálum og innri málum. Sjá nánar fréttir frá 5., 18. og 20. febrúar á fréttasíðu vefsvæðis Kennarasambandsins, www.ki.is

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.