Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 2

Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 2
Umræða um skólamál undanfarin misseri, ef horft er framhjá daglegu amstri í íslensku skólasamfélagi og litið til nálægra þjóða, hefur ein- kennst nokkuð af umræðum um hnattvæðingu (globalisering). Menn velta fyrir sér hvaða áhrif sú almenna notkun á tölvum, netupplýsingum og yfirleitt þeirri öldu upplýsingatækni sem ríður yfir vestrænar þjóðir hefur á skóla. Með nýrri aðalnámskrá á Íslandi, sem tók endanlega gildi fyrir ári, er lögð mikil áhersla á upplýsingatækni og skólar hafa stuðlað að því á margbreytilegan hátt að fylgja eftir þeim fyrirmælum. Þannig hafa tölvuver risið upp í meira mæli en áður, bæði staðbundin og hreyf- anleg, mikið framboð hefur verið á hagnýtum námskeiðum fyrir kenn- ara og varla þekkist nú sú kennslustofa þar sem ekki er tölva fyrir hendi. Íslenskir nemendur afla sér víðtækrar þekkingar af netinu og eru gjarnan í sambandi við aðra nemendur vítt og breitt um heim. Allt er þetta af hinu góða en menn velta því fyrir sér hvernig skólasamfélög aðlagast þessum breyttu aðstæðum. Þá er einkum horft til þess hvort þessi nýja tækni eigi eftir að breikka bilið milli stétta landsins, kostnaður við tækn- ina er allnokkur, ekki bara í skólum heldur líka á heimilum, og þar gæti farið að kræla á misrétti. Ekki hafa öll heimili efni á að vera með nettengdar tölvur og sumum getur reynst erfitt að fylgja eftir kröfu um fartölvu fyrir nemendur í framhaldsskólum. Þarna gæti því orðið nokkur aðstöðumunur. Til að ræða þessi mál hefur Norræna ráðherranefndin boðað til ráð- stefnu í Osló í byrjun desember undir yfirskriftinni „Morgendagens skole i Norden“. Í kynningu á ráðstefnunni segir að í þróun samfélaga sé menntun lykillinn að velferð og lýðræði. En með hinni öru þróun verði sífellt erfiðara að tryggja innihald menntunar og menn þurfi að gera sér grein fyrir hvort þeim kröfum og möguleikum, sem framtíðin ber í skauti sér, er svarað. Lögð er áhersla á að til ráðstefnunnar sé boðið fólki sem kemur á ýms- an hátt að skólamálum. Þangað er boðið 150 fulltrúum úr hópi nemenda, kennara, foreldra og skólastjóra auk aðila frá vinnumarkaðinum, ráðu- neytum og sveitarfélögum, víðs vegar af Norðurlöndum. Hægt er að lesa nánar um ráðstefnuna á http://www.odin.dk/morgendagen/ Fróðlegt verður að fylgjast með því sem þarna kemur fram og vonandi geta fulltrúar Íslendinga, sem eru fimmtán talsins, miðlað til annarra, hver á sínum vettvangi. Hanna Hjartardóttir Formannspist i l l 3 Hvernig lagar íslenskt skóla- samfélag sig að hnattvæðingu?

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.