Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 19
Er ekki alveg að fatta hvað fólk hefur á móti bloggi. Blogg er egóflipp er leið til að tala við marga í einu er sköpun er sem sagt EKK- ERT NÝTT (frekar en Gertrude Stein- eftirhermur á borð við þessa málsgrein). Eina sem er nýtt er að nú er í tísku að hafa áhuga á sjálfum sér. Áður þorði eng- inn út úr skápnum með þetta áhugamál. Svo er auðveldara að iðka áhugamálið á ár- angursríkan hátt með tilkomu bloggsins. Blogg er bæði fyrir stelpur og stráka og þess vegna mjög sniðugt til að draga stelp- urnar að tölvunum. Blogg er að miðla sjálfum sér til annarra og ímynda sér að við það fái fleiri áhuga á manni en maður sjálfur. Er það ekki ágætis sjálfsstyrking? Verst að sumt fólk verður svo upptekið af þessu að það má ekki lengur vera að því að tala við mann (með talfærunum). Verst að tungutakið á öllum bloggsíðunum er al- veg eins. Mjög líkt þessum texta hérna nema með fleiri orðum á útlensku og há- stöfum og slatta af upphrópunarmerkjum. Það góða við bloggið er að það ýtir fólki út í að skrifa. Vonandi ýtir það sem flestum líka út í að hugsa og lesa. Og skrifa svo kannski meira. Eða minna. Svo líður tíminn og bloggið/skrif- in/sköpunin/sjálfssýningin tekur á sig aðrar myndir. Hvernig sem þróunin verður vona ég að eintalið verði ekki allsráðandi. Fólk þarf að tala saman og fá viðbrögð við því sem það er að hugsa. Sem betur fer spjalla flestir bloggarar við lesendur sína. Sem verr fer eru flestir lesendur bestu vinir bloggarans og tala núorðið bara við hann á Netinu milli þess sem þeir setja efni inn á eigin bloggsíður. Og þó, bloggið hennar Betu rokk fer á bók og umræðan um það er ekki bara í vefritinu Kistunni heldur líka í Mogganum og á kaffihúsum. Blogg er ágætt. Það hvetur fólk til að skrifa og orða hugsanir sínar. Og dregur stelpurnar að tölvunum. Ég er nefnilega mjög upptekin af því núna að stelpur hafi önnur áhugamál en lúkk, stráka og mat sem má ekki borða og þarf að afborða í næsta gymmi ef hann var borðaður. Ég held það sé enn mikilvægara að berja áhugamál inn í stelpur frá unga aldri en stráka. Þeir sjá meira um það sjálfir. Þess má geta að blogg er „íslenskun“ á blog sem er stytting á weblog. Áður þurfti fólk að eiga pening og/eða vera klárt í html til að búa til og halda úti vefsíðu. Svo kom nýr hugbúnaður fyrir blogg-útgáfu (líklega árið 1999) og blogger.com og fleiri aðilar sem gerðu blönkum nemum í tímaþröng með takmarkaða tölvukunnáttu kleift að taka þátt í vefútgáfu. Bloggsíður eru einfaldar, staðlaðar og sjálfvirkt útgefn- ar. Innihald dæmigerðrar bloggsíðu er dag- settir þankar höfundar, algengt er að segja frá öðrum vefsíðum í örstuttu máli og setja krækjur í þær. Margar bloggsíður eru tengdar tilteknu áhugasviði höfundar, til dæmis stjórnmálum eða tónlist, og bloggið er í raun stærsti vettvangur áróðursskrifa nútímans. keg Frétt i r og smáefni 22 Blogg Stefna Fræðsluráðs Reykjavíkur er að í grunnskólum borgarinnar starfi stuðnings- teymi fyrir kennara vegna nemenda með námserfiðleika og hegðunar- og samskipta- örðugleika. Deildarstjóri sérkennslu og fulltrúi skóla- stjóra Húsaskóla fóru á námskeið í atferlis- greiningu á vormisseri (feb.-maí 2002). Til- gangur með námskeiðinu var að læra og þjálfast í að leysa hegðunarvanda nemenda í bekk og miðla til annarra kennara. Dr. Gabriela Sigurðardóttir lektor við HÍ, Ing- unn Magnúsdóttir og Margrét Þórarins- dóttir sálfræðingar héldu námskeiðið. Í framhaldi býðst fulltrúum frá Húsaskóla handleiðsla frá Ingunni Magnúsdóttur sál- fræðingi. Frá stuðningsteyminu: Markmiðið með stuðningsteyminu er að kennarar eigi vísan stuðning hjá samkenn- urum og fái hugmyndir að lausn vanda- mála. Í teyminu eru fimm reyndir kennarar sem kenna mismunandi aldursstigum. Þegar kennari lendir í þroti með hegðun- ar- og/eða námsvanda í bekk getur hann sótt um aðstoð frá teyminu á sérstökum eyðublöðum. Teymið fer yfir málið og hugmyndir að úrræðum eru ræddar. Kenn- arinn velur svo og prófar það sem honum finnst henta. Fundir sem haldnir eru með kennara taka aðeins 30 mínútur og eitt mál er rætt í einu. Umsögn kennara: ,,Mér fannst mjög gott að leita til stuðn- ingsteymisins, þó ekki væri nema til að tala um nemandann sem á í erfiðleikum og létta af mér áhyggjum. Það er styrkjandi að fá ráðgjöf frá kennurum sem hafa reynslu og finna að maður stendur ekki einn. Þeir komu líka með úrræði sem mér hafði ekki dottið í hug að ég gæti notað. Mér leið mjög vel eftir fundinn. Útlitið var svart en nú veit ég að hægt er að leysa vandamálin þótt það taki stundum tíma.“ Lágmarksskilgreining á bloggsíðu gæti verið: Dagsett textabrot einstaklings, gefin út á Netinu. Stuðningsteymi í Húsaskóla Í Húsaskóla er starfandi stuðnings- teymi þar sem kennarar hjálpa hver öðrum þegar vandamál koma upp inni í bekk og bregðast skjótt við hjálparkalli. Þetta úrræði var tekið í notkun í haust og hefur þegar gefið góða raun.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.