Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 16
Börnin verða stundum leið á vatni og mjólk og heimta aðra drykki, hvað á að bjóða þeim upp á til tilbreytingar? Hreinir ávaxtasafar eru auðvitað hollir í hófi en nú er okkur sagt að þeir séu mjög súrir og glerungseyðing tanna í samræmi við það. Þá flækir það málin enn að ýmist heyrir maður talað um orkudrykki eða íþrótta- drykki. Skólavarðan fékk Ólaf Unnarsson næringar- fræðing hjá Mjólkursamsöl- unni til að segja okkur hvað snýr upp og hvað niður í þessari umræðu. Orkudrykkir „Ég tel mjög eðlilegt að erfitt sé að átta sig á hvað snýr upp og niður varðandi orku- og íþróttadrykki,“ segir Ólafur. „Úrval slíkra drykkja hefur aukist veru- lega. Til orkudrykkja hafa gjarnan verið taldir drykkir sem innihalda örvandi efni eins og koffein, ginseng eða guarana og væri því jafnvel betur við hæfi að kalla þá örvandi drykki en orkudrykki. Algengt er að orkudrykkir innihaldi 11- 12% af kolvetnum, mest strásykur eða súkrósa, þrúgusykur eða glúkósa og/eða á- vaxtasykur, þ.e. frúktósa, og oft lítið magn af dextríni sem er fjölsykra. Þessara drykkja er neytt vegna örvandi áhrifa þeirra og á umbúðum sumra þeirra er tekið fram að þeir séu ekki ætlaðir börnum. Þetta eru allt drykkir sem börn ættu að forðast. Íþróttadrykkir Til íþróttadrykkja teljast svo drykkir sem ekki innihalda örvandi efni og eru ætlaðir til að bæta vökvatap sem verður við áreynslu, til að fólk haldi betur út á æfing- um eða jafni sig fyrr eftir æfingar. Innihald kolvetna er að öllu jöfnu minna en í orku- drykkjum, algengt 6-9%. Samsetning kol- vetna er nokkuð breytileg en algengust eru þó strásykur, þrúgusykur eða fjölsykrur eins og maltodextrín. Sumir íþróttadrykkir innihalda nær eingöngu fjölsykrur í stað sykurefna og valda því ekki sömu blóðsyk- ursveiflum og drykkir með hátt hlutfall af sykurefnum, auk þess sem talið er að þeir bæti vökvatapið hraðar. Því má almennt segja að þeir henti börnum betur en íþróttadrykkir sem ríkir eru af sykri. Hins- vegar er mikilvægt að átta sig á því að þrátt fyrir að þessir drykkir séu oftast ekki kol- sýrðir eru þeir súrir og því ekki gott að sötra þá í tíma og ótíma. Auk þess er rétt að geta þess að þrátt fyrir að þessir drykkir gefi hitaeiningar eða orku þá innihalda þeir að öðru leyti litla næringu. Þó má benda á að sumir íþróttadrykkir innihalda sölt til að bæta það tap sem verður við að svitna. Mikilvægast er þó að bæta vökvatap og í flestum tilfellum hentar vatn því mjög vel. Orkuhleðsludrykkir Auk hefðbundinna íþróttadrykkja eru til drykkir sem gjarnan eru kallaðir orku- hleðsludrykkir. Algengt er að þeir innihaldi þrisvar til fjórum sinnum meira magn af kolvetnum en hefðbundnir íþróttadrykkir og þá á ekki að nota meðan á íþróttaiðkun stendur. Mun minna úrval er af þessari teg- und íþróttadrykkja. Sumir nota hleðslu- drykki til að ná upp kolvetnaforða líkamans fyrstu tvo tímana eftir að áreynslu lýkur en þá er kolvetnahleðsla vöðva mest. Fyrir flesta þá sem stunda almenningsíþróttir er talið nóg að boða kolvetna- ríkt fæði eins og brauð, pasta, múslí eða kartöflur. Lesið innihaldslýsinguna! Nafn drykkjarins gefur ekki alltaf til kynna hvort um orkudrykk eða svokallaðan íþróttadrykk er að ræða. All- ir drykkir sem seldir eru hér á landi eru merktir með innihaldslýsingu. Með því að skoða hana má sjá hvort drykkurinn sé orkudrykkur sem innihaldi örvandi efni og börn ættu að forðast sér- staklega. Að lokum er rétt að benda foreldrum á efni á heimasíðu Manneldisráðs („Gott nesti-lykill að góðri líðan“ http://www.manneldi.is/ht/b/nesti.htm) þar sem fjallað er um hollt og gott nesti, þar með taldir drykkir fyrir skólabörn.“ Nest isdrykkir í skó lann 18 Svokallaðir orkudrykkir hafa flætt yfir landið á undanförnum árum og nú er svo komið að maður veit ekkert í sinn haus - eru þessir drykkir fullir af koff- íni og öðrum óþverra og skaðlegir börnum og unglingum eða eru þeir bara alveg ágætis viðbót við oft og tíðum fábreytt skólanestið? Vatn er auðvitað best en... „Sumir íþróttadrykkir innihalda nær eingöngu fjölsykrur í stað sykurefna og valda því ekki sömu blóðsykur- sveiflum og drykkir með hátt hlutfall af sykurefnum, auk þess sem talið er að þeir bæti vökvatapið hraðar. Því má almennt segja að þeir henti börnum betur en íþróttadrykkir sem ríkir eru af sykri.“ „Orkudrykkja er neytt vegna örvandi áhrifa þeirra,“ segir Ólafur Unnarsson, „og á umbúðum sumra þeirra er tekið fram að þeir séu ekki ætlaðir börnum. Þetta eru allt drykkir sem börn ættu að forðast.“

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.