Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 15

Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 15
unum, ekki síst ritun. Í skólanum er boðið upp á val í 10. bekk í að tala dönsku og það er mjög vinsælt hjá nemendum.“ Erna segist tala eins mikla dönsku og nemendur endast til að hlusta á í kennslustundum, „og eftir því sem nemendur verða betri þeim mun meiri dönsku tala ég við þá. Ég tala til dæmis oftast á dönsku um innihald texta sem við erum að vinna með, þá þjálfast nemendur í að beita þeim orðaforða sem er grunnurinn í textanum og um leið festist hann. Tal þarf að tengjast þeim orðaforða sem unnið er með hverju sinni.“ Ekki erfitt að hafa kennsluna fjölbreytta „Ég nota námsefni frá Námsgagnastofnun sem grunn,“ segir Erna, „en leita einnig ítarefnis sem tengist því þema sem við vinn- um með hverju sinni. Ég hef alltaf að leiðarljósi að gæða kennsluna lífi og finna eitthvað sem eykur fjölbreytni. Það er mikið námsefni til og á ekki að vera erfitt að hafa kennslu fjölbreytta. Í málfræðinni fer ég alveg eftir námskrá, þar kemur mjög skýrt fram hvaða þætti málfræðinnar á að taka fyrir í hvaða árgangi og eftir því fer ég.“ Álftamýrarskóli er móðurskóli í erlendum málum og það hvetur til nýbreytni að sögn Ernu. „Núna er ég alveg dottin í tilraunir með að nota tölvur í dönskukennslunni. Ég er að þróa, í samvinnu við tölvukennarann í skólanum, alls konar leiðir í tungumálanámi sem tengjast tölvum. Hér eru mörg spennandi tækifæri. Nemendur eru orðnir svo tölvuvæddir að við verðum að fylgjast með. Ég held að að minnsta kosti 90 % nemenda í 9. og 10. bekk hér séu með nettengingu heima svo að ótrúlegir möguleikar skapast við að beintengjast Danmörku. Ég er með valhóp í 9. bekk í Danska í tölvum, og þar tilraunakenni ég ýmis verkefni áður en ég set þau út á netið. Núna er hægt að setja nemendum fyrir verkefni heima á netinu. Svona verkefnum skila nemendur strax því að þeim finnst þetta skemmtilegt, það er ótrúlegt hvað hægt er að fá nemendur til að gera ef þeir fá að nota tölvur! Við erum með heimasíðu, þar sem kynnt er dönsk menning, og þar setjum við inn ýmis verkefni, bæði gagnvirk og önnur.“ Erna leggur áherslu á heimanám og lætur nemendur sína senda verkefni í tölvupósti ef þeir hafa ekki náð að skila á réttum tíma. „Ég set alltaf eitthvað fyrir heima í dönsku og þá eitthvað sem hægt er að fylgjast með að hafi verið unnið. Í þessum skóla eru kennarar, foreldrar og nemendur sammála um mikilvægi heima- náms svo að það er eðlilegur þáttur. Í Álftamýrarskóli ríkir agi sem skiptir miklu máli í því hversu vel nemendum gengur í náminu. Allir kennarar vinna saman að því að halda aga og nemendur og ekki síður foreldrar eru ánægðir með þá stefnu. Viðhorf kennara til dönsku er jákvætt og þeir eru alltaf til- búnir að hliðra til ef þess gerist þörf einhverra hluta vegna. Nýlega voru teknar í notkun fagstofur svo að nú hef ég mína dönskustofu. Þetta breytir námsumhverfinu og hefur örugglega jákvæð áhrif á nemendur. Foreldrar í hverfinu eru mjög jákvæðir gagnvart skólanum og því starfi sem hér fer fram og kemur það greinilega fram í dönsku eins og öðrum greinum. Viðhorf foreldra til dönsku er jákvætt og eins allt viðmót samkennaranna. Það heyrist aldrei hér að danska sé leiðinleg og að ekki sé ástæða til að læra norræn tungumál,“ segir Erna að lokum. keg Tungumálakennsla 17

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.