Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 7
Hvert er hlutverk Skólamálaráðs að þínu mati? Hlutverk þess er að mínu mati fyrst og fremst að styrkja fagvitund félagsmanna, m.a. með því að fylgjast með nýjungum og rannsóknum á skólastarfi og stuðla að bættri menntun kennara og stjórnenda. Hverju hefurðu hug á að koma í framkvæmd sem formaður Skólamála- ráðs? Ég mun reyna að gera mitt besta til að fylgja eftir samþykktum um skólamál frá 2. þingi Kennarasambands Íslands. Brýnt er að koma af stað umræðum um siðareglur sem eru einn liður í að efla fagmennsku kennara. Ertu „fagidjót“? Mér finnst skemmtilegt að kenna og hef áhuga á flestu sem lýtur að skólamálum. Ertu vel uppalin? Ég álít að ég sé ágætlega uppalin, er elst í stórum systkinahópi og þurfti að taka tillit til þess. Fannst þér gaman í skólanum þegar þú varst lítil? Mér fannst yfirleitt gaman í skólanum þegar ég var lítil. Ég átti heima í sveit og var í farskóla. Það gat stundum verið erfitt að vera lengi að heiman því að ég fór ekki heim á kvöldin. Hvað er verst/best við íslenskt menntakerfi? Ég tel að íslenskt menntakerfi sé nokkuð gott en mér finnst brýnt að koma betur til móts við þá sem ekki hentar bóklegt nám. Auka þarf sveigjanleika í grunnskólanum og einnig eru alltof margir sem finna sig ekki í framhaldsskólunum. Þetta er auðvit- að krafa um aukið fjármagn til mennta- mála. Er góður starfsandi í skólanum þar sem þú kennir? Það er mjög góður andi í skólanum sem ég starfa við. Ertu með heimasíðu? Ég er ekki með heimasíðu. Maki/börn? Ég er gift og á þrjú börn. Starfsferill? Ég útskrifaðist úr Kennaraskóla Íslands 1972, kenndi eitt ár í Langholtsskóla en hef starfað við Breiðholtsskóla síðan 1976. Hef kennt á öllum stigum grunnskólans, haft umsjón með félagsstarfi nemenda og stýrt tveggja ára starfsleikninámi kennara í skólanum. Svo hef ég farið á óteljandi námskeið og var í námi fyrir stjórnendur í starfsleikninámi fyrir grunnskólakennara í KHÍ á vorönn 1987. Hvað gerirðu í tómstundum? Ég hef gaman af að ferðast og hlusta á tónlist en síðustu árin hafa félagsmál tekið mikinn hluta af tíma mínum. Hvaða bók lastu síðast? Síðasta bók sem ég las var ævisaga Steins Steinars. Hvaða leikrit sástu síðast? Hef ekki farið í leikhús nýlega, man ekki hvað ég sá síðast! Hvernig myndirðu lýsa sjálfri þér í fáum orðum? Ég er félagslynd, samviskusöm og oft dá- lítið stjórnsöm. Fer sjaldan í fýlu. Ætlaðirðu alltaf að verða kennari? Var orðin sextán ára þegar ég ákvað að verða kennari. Áttu þér draum? Ætli ég haldi því ekki fyrir mig! Viðta l 8 Kristín Jónsdóttir formaður skóla- málanefndar FG hefur tekið við for- mennsku í Skólamálaráði Kennara- sambandsins af Hjördísi Þorgeirsdótt- ur. Þegar við báðum Kristínu að svara nokkrum nærgöngulum spurningum tók hún erindinu af stakri ljúf- mennsku. Brýnt að koma af stað umræðum um siðareglur Á vegum aðildarfélaga Kennarasambandsins starfa 3 - 7 manna skólamálanefndir sem sinna faglegum málefnum fyrir félagsmenn. Hlutverk skólamálanefnda er: • að fjalla um fagleg málefni og skólamál í samráði við stjórn og skólamálaráð, • að vinna að eflingu kennaramenntunar og endurmenntunar félagsmanna, • að annast tengsl við fagfélög og sambærilegar nefndir annarra uppeldisstétta. Skólamálanefndir mynda Skólamálaráð ásamt formanni ráðsins sem skipaður er af stjórn Kennarasambands Íslands. Ritstjórn Skólavörðunnar hefur tekið nokkrum breytingum og er nú þannig skipuð: Fyrir FG: Anna Björg Sveinsdóttir abs@simnet.is Fyrir FT: Arndís Björk Ásgeirsdóttir tondumus@mmedia.is Fyrir FL: Ásmundur K. Örnólfsson, ritari asik@binet.is Fyrir FF: Guðlaug Guðmundsdóttir, formaður gudlaug@mh.is Fyrir SÍ: Ragnar Gíslason ragnarg@gardabaer.is Fyrir FS: Magnús Þorkelsson maggi@flensborg.is Einnig sitja í ritstjórn Eiríkur Jónsson, formaður KÍ eirikur@ki.is, Helgi E. Helgason, starfsmaður útgáfu- og upplýsingasviðs og ábyrgðarmaður Skóla- vörðunnar helgi@ki.is og Kristín Elfa Guðnadóttir, ritstjóri Skólavörðunnar kristin@ki.is Ritstjórn Skólavörðunnar Magnús, Guðlaug, Ragnar, Helgi, Ásmundur, Kristín Elfa, Arndís og Anna Björg. Á myndina vantar Eirík Jónsson.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.