Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 10
Portfolio-verkefnið Í ávarpi sínu 26. september sl. minntist menntamálaráðherra á Portfolio-verkefnið svokallaða, eða fullu nafni European Language Portfolio. Þetta er þróunarverkefni á sviði tungumálanáms og - kennslu og markmið þess eru eftirfarandi: • að efla tungumálakunnáttu og fjöltyngi í öllum aldurshópum • að auka ábyrgð og sjálfstæði í námi • að koma á samræmdu kerfi til að meta færni og kunnáttu í tungumálum með það fyrir augum að auðvelda Evrópubúum að fá tungumálakunnáttu sína metna • að standa vörð um menningarlegan margbreytileika og stuðla að gagnkvæmum skilningi og umburðarlyndi meðal þjóða Verkefnið skiptist í þrjá þætti: Í fyrsta lagi er tungumálapassi (The Language Passport). Þar er m.a. skráð færni nemandans í hinum ýmsu þáttum tungumálsins, formleg próf sem hann hefur tekið og reynsla af samskiptum við önnur menningarsamfélög. Þarna kemur inn sjálfsmat nemandans, mat kennara og formlegt námsmat. Mat á tungumálafærni er byggt á viðmiðum sem Evrópuráðið hefur sett (The Common European Framework). Þessi passi á að greiða götu þeirra sem fara á milli landa og vilja fá tungumálakunnáttu sína metna. Í öðru lagi er ferilskrá (The Language Biography). Í hana skráir nemandinn jafnt og þétt mat sitt á ferli námsins og framförum og ígrundar eigin stöðu. Þarna eru einnig skráð nám og reynsla sem nemandinn hefur aflað sér utan skóla, svo sem samskipti við fólk úr öðrum menningarsamfélögum. Loks er mappa (The Dossier) með sýnishornum af því sem skráð er í tungumálapassann og ferilskrána. Öll vinna sem fylgir Portfolio-verkefninu krefst virkrar þátttöku nemandans, einkum þó dagbókin. Hún á að hjálpa honum að meta og ígrunda eigin frammistöðu og framfarir og stuðla þannig að því að hann læri að bera ábyrgð á eigin námi (sjálfræði nemandans, eða learner autonomy). Evrópuráðið leggur mikla áherslu á þennan þátt. Þess má geta að í nýju námsefni í ensku fyrir byrjendur, Port- folio, er þetta einn af þáttunum. Adda María Jóhannsdóttir kennari í Flensborgarskóla í Hafnar- firði situr í nefnd sem menntamálaráðuneytið hefur skipað til að vinna að framgangi verkefnisins hérlendis. Skólavarðan spurði hana hvar málið væri statt. „Tilraunin er ekki farin af stað,“ segir Adda María. „Enn er verið að fara í gegnum kostnaðarhliðina. Við gerum samt ráð fyrir að auglýsa núna á næstu tveimur vikum eftir skólum sem eru tilbúnir í tilraunaverkefni. Síðan verður unnið að undirbúningi núna á vorönn og tilraunin fer þá væntanlega í prufukeyrslu haustið 2003. Stefnan er að fá sem flest tungumál inn, bæði í grunn- og framhaldsskóla, í besta falli væru það fleiri en eitt tungumál við hvern skóla. Við hvetjum því alla til að sækja um þátttöku í verkefninu, það gefur besta mynd ef hópurinn er fjöl- breyttur.“ Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á eftirfarandi vefslóð: http://culture.coe.int/lang Tungumálaver í Laugalækjarskóla Fræðsluráð Reykjavíkur samþykkti 7. maí 2001 að stofnað yrði tungumálaver í Laugalækjarskóla. Form- leg starfsemi hófst í febrúar 2002. Markmið tungumálaversins er: • að veita ráðgjöf um kennslu námskrárbundinna erlendra tungumála • að móta og halda utan um þróun netnáms og fjarkennslu í tungumálum • að þróa aðferðir í tungumálakennslu sem stuðla að sjálfstæði nemenda og ábyrgð Um árabil hefur skólum boðist ráðgjöf í norsku og sænsku og með tilkomu tungumálaversins er nú einnig starfandi ráðgjafi í ensku, dönsku og kennsluháttum erlendra tungumála. Námskrá kveður á um að kenna skuli ensku og dönsku í íslensk- um grunnskólum. Norska og sænska geta komið í stað dönsku hafi nemendur tilskilda undirstöðu. Markmið náms í norsku og sænsku eru ekki sambærileg námsmarkmiðum fyrir ensku og dönsku. Kröfurnar eru meiri í norsku og sænsku þar sem gengið er út frá að nemendur hafi meira vald á tungumálinu. Vaxandi hópur grunnskólanemenda í ensku og dönsku hefur hins vegar svipaðar forsendur og nemendur í norsku og sænsku og því er brýnt að þeim bjóðist nám við hæfi. Frá því um áramót 2000 hafa nemendur í norsku í 9. og 10. bekk stundað fjarnám yfir net frá sínum heimaskóla, hvort sem hann er í Reykjavík eða á landsbyggðinni. Unnið er að því að skapa sams konar námsaðstæður fyrir nemendur í sænsku og nemendur á unglingastigi sem hafa forskot í ensku og dönsku. Í starfsáætlun fræðslumála 2003 kemur fram að á starfsárinu verði tekin skref í þá Tungumálakennsla 12 Námstilboð tungumálaversins er ein leið til að koma til móts við áherslur fræðsluyfirvalda um einstaklingsmiðað nám. Portfolio nefndin Starfsmenn Tungumálaversins með skólastjóra Laugalækjarskóla

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.