Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 11
átt að fjarnám verði þróað áfram með þennan markhóp í huga. Við skipulag netnámsins og uppbyggingu viðfangsefna er byggt á þeirri reynslu sem fengist hefur af netnáminu í norsku. Námstilboð tungumálaversins er ein leið til að koma til móts við áherslur fræðsluyfirvalda um einstaklingsmiðað nám. Nám sem miðar að því að koma til móts við einstaklinginn, þarf- ir hans og reynslu, krefst meira sjálfstæðis af honum í vinnubrögð- um og meiri ábyrgðar á verklagi, námsaðferðum og útfærslu við- fangsefna. Tungumálakennarar Laugalækjarskóla og tungumála- vers vinna að þróunarverkefninu Framfaramöppur í tungumálanámi og fékk skólinn styrk til þess frá fræðsluráði á sl. ári. Vonir standa til að með framfaramöppunum fái nemendur betri yfirsýn yfir markmið námsins og tengsl við viðfangsefni þess. Framfaramöppur eru unnar samhliða leiðabók. Þeim er ætlað að draga fram tengsl milli vinnuframlags nemenda og framfara í tungumálinu, þjálfun þeirra í að meta eigin vinnu og afrakstur frá viðfangsefni til við- fangsefnis í þeim tilgangi að bæta eigin árangur. Í þeim er sýnileg skráning þess sem nemandinn getur, kann og er fær um. Fleiri upplýsingar um tungumálaverið er að finna á heimasíðu þess: http://laugalaekjarskoli.ismennt.is/Tungumalaver/default.asp Brynhildur Anna Ragnarsdóttir Aldrei of snemmt að byrja að kenna börnum erlend tungumál Fjölmenningarleikskólinn Lækjaborg Í leikskólanum Lækjaborg er unnið að þróunarverk- efni um fjölmenningarlegan leikskóla sem áætlað er að taki eitt og hálft ár. Að sögn Fríðu B. Jónsdóttur aðstoðarleikskólastjóra er ekki spurning að starfið haldi áfram á þessum nótum þótt því ljúki formlega 2004. Hluti af verkefninu er fólginn í að kynna þau tungumál, sem töl- uð eru af börnum og starfsfólki, fyrir öllum í leikskólanum; börn- um, foreldrum og starfsfólki, en tólf börn af sjötíu auk tveggja starfsmanna hafa annað móðurmál en íslensku. Tveir kennarar í Kennaraháskóla Íslands áttu hugmyndina að verkefninu, þær Elsa Sigríður Jónsdóttir og Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, og verkefnið er unnið og útfært í nánu samstarfi við þær. Markmið verkefnisins kristallast í þremur lykilorðum: Menning, jafnrétti, tungumál. Rauði þráðurinn í starfinu er mikil samvinna við alla foreldra og í samræmi við það hefur foreldrasamstarf leik- skólans verið endurskipulagt frá grunni. „Það er tvennt ólíkt að taka viðtöl við erlenda foreldra núna eftir að við endurskipulögðum móttökuáætlanir okkar. Foreldrar finna fyrir áhuga okkar og að hann er einlægur, þeir finna að við berum virðingu fyrir þeim. Nokkrir foreldrar hafa komið í leikskólann og kynnt landið sem þeir koma frá og við höfum fengið fullt af bókum, minjagripum, leikefni og öðru frá áhugasömum foreldrum. Þegar foreldrar í Lækjaborg fara til útlanda senda þeir leikskólan- um alltaf póstkort, sem er mjög skemmtilegur siður. Þróunarstarfið hófst í fyrravetur og var vetrinum að mestu varið í undirbúning en samhliða var byrjað að vinna verkefni með börn- unum. Haldin voru námskeið fyrir starfsmannahópinn og þær Elsa, Anna, Fríða og Svala Ingvarsdóttir leikskólastjóri hittast mánaðar- lega og bera saman bækur sínar og starfsmannafundir um verkefn- ið eru einnig haldnir einu sinni í mánuði. Evrópumiðað leikefni „Áhuginn kviknaði strax hjá starfsfólkinu,“ segir Fríða, „og hann fer stöðugt vaxandi. Við höfum búið til hugmyndabanka í samein- ingu og lagt mikla vinnu í að kanna okkar eigin bakgrunn og við- horf. Það kom í ljós að við erum langt frá því að vera fordómalaus. Heimamenning okkar allra er ólík, hvort sem við erum alin upp á Íslandi eða erlendis. Það sem kom mér til dæmis á óvart var að við drógum fólk í dilka eftir þjóðernum í stað þess að líta á það sem einstaklinga fyrst og fremst, „Spánverjar eru blóðheitir“ og svo framvegis.“ Áherslur þróunarverkefnisins eru nýttar meðvitað í öllu starfi leikskólans, jafnt í skipulögðum verkefnum sem daglegu starfi. „Við höfum verið að viða að okkur leikefni með fjölmenningarlega tengingu svo sem bókum, leikföngum, tónlist og myndum. Þetta er sérstaklega mikilvægt varðandi yngstu börnin,“ segir Fríða, „en með eldri börnunum er hægt að vinna flóknari verkefni og skapa umræður á breiðari grundvelli.“ Tungumálakennsla 13 Að sögn Fríðu eru börn á leikskólaaldri mjög fljót að læra orð og frasa á erlendum tungumálum og finnst gaman að kunna eitthvað í útlensku. Fríða B. Jónsdóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.