Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 20
SP1 La Florida Sex raðhús Íbúðahverfið La Florida er á milli Los Altos og Las Mimosas, u.þ.b. fimm km sunnan við Torrevieja. Raðhúsin eru um 108 fm með verönd en húsið sjálft er um 78 fm. Raðhúsin eru öll í sama íbúðarkjarna þar sem eru ellefu hús. Kjarninn myndar L og honum fylgir sameiginlegur garður í miðjunni með sundlaug og sólbaðsaðstöðu. Garðurinn er einstaklega fallegur og mjög hentugur fyrir fjölskyldufólk. Húsin eru á tveim hæðum með þrem svefnherbergjum og svefnplássi fyrir sex. Lín á rúm fylgir. Allur almennur húsbúnaður, eldhúsáhöld, eldhústæki og þvottavél fylgja íbúðunum. Tvö snyrtiherbergi eru í íbúðunum. Í stofu er sjónvarp og hljómflutningstæki. Borðbúnaður er fyrir átta. Svalir og þakverönd snúa út í garðinn. Sjá heimasíðu um húsin www.elmelrose.com Verðflokkur III. Verð kr. 50.000. Punktar 80. Leigutími: 4/6 til 27/8. SP3 Pueblo Centro II Blokk E, Torrevieja Húsið er nýtt og vandað á annarri hæð í raðhúsalengju. Í húsinu er stofa, eldhús, bað- herbergi og tvö svefnher- bergi. Lín á rúm fylgir. Loftviftur eru í svefnher- bergjum og stofu. Í stofu er sjónvarp, útvarp og geislaspilari. Gengið er upp tröppur af litlum svölum framan við eldhús upp á stóra þakverönd. Þar er góð fjallasýn, sólstólar, sólhlífar og kola- grill. Svefnpláss er fyrir 4-5 og fylgir lín á rúm. Húsið er í nýju ró- legu hverfi í 10-15 mínútna göngufjarlægð frá miðbæ Torrevieja og baðströndum. Stutt er í vatnaskemmtigarð, körfubolta- og tennisvelli. Í 10-15 mínútna fjarlægð er stór matvöruverslun, Car- refour, keiluhöll, veitingahús og kvikmyndahús. Bannað er að reykja í húsinu. Verðflokkur II. Verð kr. 45.000. Punktar 72. Leigutími: 4/6 til 27/8. SP4 Zeniamar nr. 42 Íbúðin er ný. Hún er 70 fm og skiptist í stofu, tvö svefn- herbergi, bað, lítið eldhús og þvottahús. Hún er fullbúin húsgögnum og eldhúsbúnaði ásamt viftu. Svefnpláss er fyr- ir 4-6. Lín á rúm fylgir. Í göngufæri eru nýlendu- vöruverslanir og veitingahús. Íbúðinni fylgir lítill garður en sameiginleg sundlaug og buslupollur fyrir krakka er í u.þ.b. 50 metra fjarlægð, ásamt fallegri grasflöt í kring. Um hálftíma gangur er á ströndina. Svæðið er mjög rólegt, göngustígar eru inni í íbúðahverfinu og bílaumferð fyrir utan. Verðflokkur II. Verð kr. 45.000. Punktar 72. Leigutími: 4/6 til 27/8. Úthlutun or lofshúsa á Spáni 24 SPÁNN 2003 Orlofssjóður KÍ leigir þrettán mismunandi orlofsstaði fyrir félags- menn á Spáni næsta sumar, við Costa Blanca ströndina rétt við bæ- inn Torrevieja, um klukkustundar akstur suður af Alicante. Húsnæðið sem er í boði er raðhús og íbúðir. Þar geta dvalið 4-7 manns, eftir stærð húsnæðis sem er 50-100 fm. Í nágrenninu eru sundlaugar, verslanir og veitingastaðir og stutt er á ströndina. Í Torrevieja er fjöldi veitingastaða, verslanir, markaðir, vatnagarður og fjölbreytt kvöldlíf. Orlofssjóður Kennarasambands Íslands sér eingöngu um að út- vega félagsmönnum ódýrt húsnæði á Spáni. Aðra þjónustu þarf félagsmaður sjálfur að útvega sér, svo sem flugfarmiða, tryggingar og bílaleigubíl ef hann æskir þess. Upplýsingar um þessi atriði o.fl. verða á heimasíðu Orlofssjóðs og lyklar að húsunum verða afhentir á skrifstofu sjóðsins. Rétt er að vekja athygli á því að félagið sjálft veitir enga þjónustu á Spáni. Orlofshúsnæðið er leigt út í tveggja vikna tímabilum, fyrsta út- leiga hefst 4. júní og útleigu lýkur 27. ágúst. Alls verður boðið upp á 78 leigueiningar í sumar í stað 56 í fyrra. Í boði verða þrír verðflokkar I. verðflokkur, 4 manna íbúðir, kr. 40.000.- fyrir 2 vikur II. verðflokkur, 5 manna íbúðir, kr. 45.000.- fyrir 2 vikur III. verðflokkur, 6 manna íbúðir, kr. 50.000.- fyrir 2 vikur Miðað er við að gestir ræsti sjálfir húsin að dvöl lokinni. Hægt er að kaupa þá þjónustu. Þeir sem óska eftir þrifum þurfa að merkja sérstaklega við tiltekinn dálk á umsóknareyðublaðinu, en verðið er 4000-5000 krónur. Hægt er að sækja beint um á orlofsvefnum http://orlofsvefur.skyrr.is/hannibal/ á heimasíðu Orlofssjóðs. Einnig er hægt að sækja um á tilteknu eyðublaði á heimasíðu Orlofssjóðs um Spán eða með tölvupósti orlof@ki.is. Skrifstofa KÍ tekur á móti skriflegum umsóknum. Umsóknarfrestur er til 10. janúar. Úthlutað verður 15. janúar 2003. Staðfestingargjald er krónur 25.000 sem þarf að greiða fyrir 4. febrúar. Lokagreiðsla verður að fara fram fyrir 5. apríl 2003. Sjá nánari upplýsingar og myndir á heimasíðu Orlofssjóðs um Spán, http://ki.skyrr.is/orlof/spann/ Heimsferðir og Plúsferðir hafa flogið leiguflug til Alicante einu sinni í viku undanfarin ár. Síðastliðið sumar var flogið á miðvikudög- um og kostaði flugið þá um 35.000 krónur, en búast má við einhverj- um hækkunum vegna gengisbreytinga í ár. Ekki er búið að ákveða endanlega flugdaga en leigutímabil verður aðlagað að þeim. Í áætl- unum okkar er gengið út frá því að flogið verði á miðvikudögum. Ferðaskrifstofurnar auglýsa leiguflug sitt í byrjun febrúar ár hvert. Úthlutun húsanna er miðuð við að félagsmenn komi þá daga sem flogið verður. Félagsmenn eru hvattir til að panta flug hið fyrsta.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.