Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 24
Kjaramál , frétt i r 28 1. desember nk. kemur til útborgunar desemberuppbót. Leikskólakennari í fullu starfi fær þá greidda upphæð sem nemur 35% af desemberlaunum í launaflokki 101 2. þrepi. Í ár er þessi upphæð kr. 48.725. Með fullu starfi er átt við 100% starf frá 1. janúar til 30. nóvember. Þeir sem gegnt hafa hlutastarfi eða starfað hluta úr ári fá greitt miðað við starfshlut- fall og eða starfstíma, þó verður viðkom- andi að hafa starfað samfellt a.m.k. frá 1. september. Leikskólakennari sem hóf störf eftir 1. september fær ekki greidda desemberuppbót. Þetta á við um þá sem starfa hjá sveitarfélögum og í einkaleikskólum sem FL hefur samið við. Um leikskólakennara er starfa hjá ríkinu gildir eftirfarandi varð- andi desemberuppbót: Leikskólakennarar sem eru við störf í fyrstu viku nóvembermánaðar fá greiddar kr. 36.000 í desemberuppbót séu þeir í fullu starfi og hafi verið frá 1. janúar til 31. október. Hafi leikskólakennari gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall. Eingreiðslur Eingreiðsla til deildarstjóra og aðstoðarleikskólastjóra sem gegnt hafa 80% starfi eða meira samfellt sl. sex mánuði skal vera kr. 15.000 1. janúar nk. Eingreiðslan kemur til útborgunar 1.janúar hvort sem viðkomandi er á fyrirframgreiddum launum eða eftirágreiddum. Eingreiðslur teljast til fastra launa og greiðast því þeim sem eru í námsleyfi og veikindaleyfi og til þeirra sem eru í fæðingarorlofi og fá greitt úr Fjölskyldu- og styrktarsjóði komi ein- greiðslan til útborgunar á fyrri þremur mánuðum í fæðingarorlofi. Þröstur Brynjarsson varaformaður FL Leikskóli Desemberuppbót Út er komin, á vegum Bókaútgáfunnar Hóla, 40 blaðsíðna bók sem á sér hvergi hliðstæðu í heiminum að því er fróðir menn hér á landi fullyrða. Hún heitir Vísnaverkefni og er eftir Ragnar Inga Að- alsteinsson, skáld og kennara, og er til- gangur hennar einkum sá að æfa grunnskóla- nemendur, framhalds- skólanemendur og annað ágætis fólk í vísnagerð. Í bókinni eru 38 verk- efni sem felast í því að raða saman orðum þannig að úr því verði rétt gerðar vísur og er hægt að leysa hverja þraut á marga vegu. Þá er til gamans skotið inn neðanmáls á hverri síðu stuttum fróðleiksmolum um brag- fræði handa þeim sem áhuga hafa á þeim fræð- um. Bókin hentar vel bráðgerum nemendum í 6. og 7. bekk og öllum þeim sem eldri eru og ættu áhugamenn um ljóðagerð að fagna riti sem þessu. Hægt er að leysa hvert verkefni á marga mis- munandi vegu en vilji menn sjá frumgerðir vísnanna geta þeir snúið sér til útgáfunnar eða höfundarins. Til að lesendur fái reykinn af rétt- unum er hér birt eitt verkefnanna í bókinni: 9. verkefni: virða, mennta, hylla, lúta, marka, göfga, horfa, líta, rýna, heiðra, akta, meta, henta, nýta. Þessu á að raða upp í bragfræðilega rétta vísu. Námsgögn Láttu ekki kveða þig í kútinn! Nýverið var haldinn í Reykjavík fyrsti fund- ur vegna samstarfsverkefnis sex skóla í fimm Evrópulöndum. Þátttakendur voru skólastjórar skóla í Belgíu, Írlandi, Þýska- landi, Rúmeníu og Íslandi. Af Íslands hálfu tekur þátt Kvennaskólinn í Reykjavík, sem hefur forgöngu um verkefnið. Samstarfsverkefnið ber yfirskriftina New Challenges in School Leadership, Staff Development, Team Working. Markmiðið með verkefninu er að fjalla um starfssvið skólastjóra og annarra stjórnenda í skólum og þær breytingar sem orðið hafa á störfum þeirra. Ætlunin er að beina sjónum að því hvað getur komið skólastjórnendum að gagni við að takast á við viðfangs- efni í daglegu starfi sínu. Verkefn- ið, sem er fyrirhugað til þriggja ára, er styrkt á grundvelli Sókrates- áætlunar Evrópusambandsins. Í heimsókn sinni kynntu erlendu skólastjórarnir sér íslenskt skóla- kerfi og heimsóttu auk Kvenna- skólans, þar sem fundurinn var haldinn, Borgarholtsskóla, Haga- skóla og Melaskóla. Luku þeir lofs- orði á mótttökurnar og fannst sér- staklega mikið til um framgöngu nemenda sem hvarvetna voru til sóma. Kvennaskólinn í Reykjavík Evrópskt skólaþróunarverkefni um skólastjórnun Meðal fundarmanna voru (frá vinstri) Daniel Costel Neicu frá Rúmeníu, Carol Hanney frá Írlandi og Gerhard Probst frá Þýskalandi.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.