Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 3
4 Leiðar i Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is Hönnun: Penta ehf. Ljósmyndun: Jón Svavarsson Teikningar: Ingi Auglýsingar: Öflun ehf. / Kristín Snæfells / kristin@oflun.is / sími: 533 4470 Prentun: Prentsmiðjan Grafík / Gutenberg ehf. Forsíðumynd: Jón Svavarsson Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) og 595 1119 (Helgi). Margtyngi er kynngi Orð njóta ásta hvert með öðru, sagði André Breton. Við erum svolítið upptekin af orðum í þessu tölublaði Skóla- vörðunnar, eða öllu heldur þeim tilteknu orðakerfum sem nefnast tungumál og þá sérstaklega þeirri undir- deild sem lýtur að námi og kennslu. Við eigum ekkert nema orð, sagði Beckett. Íslendingur- inn er þó ekki að andmæla Beckett þegar hann segir „ég á ekki til orð!“ í hneykslunartón, en vissulega er það hneykslanlegt að eiga ekki orð þegar á þarf að halda. Í það minnsta óþægilegt. Við skulum vona að börnum okkar verði ekki orðs vant í framtíðinni og að ástæðan sé meðal annars sú að þau hafi notið góðrar kennslu í uppvextinum, bæði í íslensku og fleiri tungu- málum. Orðleikni má afla á ýmsan hátt og ein leiðanna er að brjóta heilann yfir krossgátum. Jólagjöf Skólavörðunnar til lesenda er verðlaunakrossgáta samin af Hirti Gunn- arssyni, þeim sama Hirti og samdi krossgáturnar sem birtust í Nýjum menntamálum á sínum tíma. Til að koma í veg fyrir misskilning hefur Hjörtur ekki fengið verðlaun fyrir krossgátuna, þótt hann ætti það fyllilega skilið, heldur verða nokkrum „orðheppnum“ lesendum veitt verðlaun fyrir að leysa hana og senda lausnina inn. Síðasta orðið í Skólavörðunni að þessu sinni á svo orðasnillingurinn Guðni Kolbeinsson sem er reyndar fyrir nokkru búinn að yfirgefa kennslumusteri íslenskrar tungu og farinn að kenna eitthvað allt annað, eins og hann upplýsir í pistli sínum á blaðsíðu þrjátíu. Þá er ekkert eftir nema benda lesendum á að lesa fréttina um babelskan hroka í póstburðarmálum sem gæti leitt til þess að fjölbreytt flóra landsbyggðarblaða, félagsrita og annarra blaða sem nýta sér þjónustu Íslandspósts hf. verði sýnu fábreyttari. Ef ekkert er að gert. Gleðileg jól og góðar stundir, Kristín Elfa Guðnadóttir Efni Greinar Meginviðfangsefni þessa tölublaðs: Tungumálakennsla 10-17 Straumar og stefnur í tungumálakennslu á Íslandi 10 Portfolio - verkefnið 12 Tungumálaver í Laugalækjarskóla 12 Aldrei of snemmt að byrja að kenna börnum erlend tungumál 13 Nemendur versla í IKEA á Spáni 14 Neikvæð umræða er aðal óvinur dönskunnar 15 Brýnt að koma af stað umræðum um siðareglur 8 Viðtal á léttu nótunum við Kristínu Jónsdóttur nýskipaðan formann Skólamálaráðs KÍ. Nestisdrykkir í skólann: Vatn er auðvitað best en ... 18 Ólafur Unnarsson næringarfræðingur leiðir lesendur í gegn- um frumskóg orku - og íþróttadrykkja og skýrir út muninn. Ljúfan söng látum við létta okkur skammdegið 20 syngja nemendurnir í leikskólanum Vallarseli, en þar er merkilegt þróunarstarf í tónlistarnámi í gangi undir stjórn Bryndísar Bragadóttur tónlistarkennara. Spánn 2003 24 Orlofssjóður KÍ kynnir Spánarhúsin en umsóknarfrestur er til 10. janúar. Framhaldsskólinn verði ekki hornreka í ríkisrekstrinum 26 Félag framhaldsskólakennara heitir á ráðherra í ríkisstjórn, fjárlaganefnd og alla þingmenn að snúast sameiginlega til varnar framhaldsskólunum! Breyting á úthlutunarreglum Sjúkrasjóðs KÍ 27 Meðal nýjunga er sjónglerjastyrkur og styrkur til ættleiðinga og tækni- og glasafrjóvgana. Sérstök athygli er vakin á jólakrossgátunni á bls. 26! Þrenn verðlaun! Fastir liðir Formannspistill 3 Hanna Hjartardóttir skrifar. Gestaskrif 5 Helgi Gunnlaugsson lagar kaffið frá sjónarhóli félagsfræðinnar. Skóladagar 7 Hin sívinsæla myndasaga Skólavörðunnar. Smiðshöggið 30 Guðni Kolbeinsson daðrar við drauminn um ofurkennarann. Auk þess SOS teymið í Húsaskóla, atlaga póstsins gegn blaðaútgáfu, kynning á ritstjórn, þróunarverkefni um skólastjórnun, smáauglýsingar, kjaramál, leiðari, tilkynningar og margt fleira smálegt en stórmerkilegt.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.