Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 8
Straumar og stefn- ur í tungumála- kennslu á Íslandi Þann 26. september sl. efndi menntamálaráðuneytið til málþings í tilefni af Evrópska tungumáladeginum undir yfirskriftinni Straumar og stefnur í tungumála- kennslu á Íslandi. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands annaðist undirbúning og framkvæmd þingsins sem var haldið á Grand Hóteli. Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Ol- rich, ávarpaði þingið en auk hans voru tíu frummælendur kallaðir til að viðra skoðanir sína og hugmyndir. Tilraunavinna í gang á næsta ári Í ávarpi sínu ítrakaði menntamálaráðherra gildi góðrar tungumálakunnáttu, hún fæli í sér fjölbreytileika sem væri einmitt einkenni og aðalsmerki Evrópu. Ráðherra hvatti sérstaklega til sí- menntunar í tungumálum og minnti á að rík söguleg hefð væri fyr- ir sjálfsnámi í tungumálum á Íslandi. Hann benti á að ferðalög Ís- lendinga hefðu aukist mikið á undanförnum árum og nauðsynlegt væri að tungumálanám í a.m.k. 2-3 erlendum málum stæði öllum til boða. Færni í tungumálum opnaði nýja heima, hún væri virt til fjár og frama, auk þess sem tungumálaþekking veitti innsýn í menningarsögu og yki færni í menningarlæsi. Í lok máls síns greindi ráðherra frá því að í menntamálaráðuneytinu væri áhugi á að hrinda í framkvæmd þróunarverkefni í tengslum við European Language Portfolio og hefði það verið kynnt á fjölmennum fundi fyrr í september. Stefnt væri að tilraunavinnu á þessu sviði í nokkrum bekkjum á næsta ári. Menn þyrstir í tón tungnanna Fyrstur á mælendaskrá var Hjálmar Sveinsson útvarpsmaður, en erindi hans nefndist Tungumálakönnun 2001, helstu spurningar og niðurstöður. Í erindi sínu gerði Hjálmar grein fyrir tungumála- könnun sem menntamálaráðuneytið lét gera í ágúst 2001. Hún fór fram símleiðis og var umfang slembiúrtaks 1200 einstaklingar á aldrinum 18-75 ára, búsettir um allt land. Svarhlutfall var 62%. Að mati Hjálmars má ráða af útkomunni að aldur sé sú breyta sem mestu máli skiptir í sambandi við viðhorf til tungumála. Könnunin sýnir að á Íslandi er tiltölulega einsleitt málsamfélag, sbr. að 98,4% aðspurðra svöruðu að móðurmál þeirra væri íslenska. Lang flestir, eða 96,4% aðspurðra, telja ensku vera það erlenda mál sem mikil- vægast sé að hafa á valdi sínu og enska er einnig það mál sem flestir aðspurðra telja sig kunna best, sbr. að næstum allir í yngsta hópn- um telja sig kunna ensku vel. Könnunin sýnir einnig að ungu fólki finnst mikilvægara að kunna spænsku en þeim sem eldri eru. Í því sambandi benti Hjálmar á að rík ástæða væri til að ætla að Íslend- ingar ofmætu enskukunnáttu sína. Þeir hefðu á takteinum algenga frasa og samræmdan framburð en þá vantaði sértæk hugtök og margir gætu ekki tekið þátt í umræðum um flókin málefni. Hjálm- ar lýsti yfir áhyggjum sínum vegna lítils metnaðar í afþreyingariðn- aðinum. Menn „þyrstir í tón tungnanna. Tóninn harðan og mjúk- an“, sagði Hjálmar. Tvítyngd eða margtyngd? Þá voru stjórnendur fyrirtækja fengnir til að gera grein fyrir við- horfi sínu til tungumála og tungumálakunnáttu, en þau voru Anna G. Sverrisdóttir rekstrarstjóri Bláa lónsins, Erlendur Hjaltason framkvæmdastjóri utanlandssviðs Eimskipa og Frosti Bergsson stjórnarformaður Opinna kerfa. Frosti benti á mikilvægi þess að Ís- land yrði samkeppnishæft á hnattrænum markaði. Auka þyrfti sam- keppnisfærni með því að gera Íslendinga að tvítyngdri þjóð sem talaði bæði íslensku og ensku. Þau Anna og Erlendur voru aftur á móti sammála um að margtyngd þjóð væri heillavænlegri til að ná árangri í alþjóðlegri samvinnu og á sameiginlegum mörkuðum. Anna gerði að umtalsefni að með tungumálinu öðluðust menn menningartengda þekkingu og innsæi sem væri lykill að farsælu samstarfi og uppbyggilegri nálægð við fólk af öðru þjóðerni, m.a. þá ótalmörgu sem sæktu Íslands heim ár hvert. Erlendur benti á að samstarf fyrirtækja fælist ekki eingöngu í gerð samninga og um- ræðum um staðreyndir heldur miklu fremur í mannlegum sam- skiptum sem byggðust á gagnkvæmum skilningi og næmni fyrir menningarmun. Tungumálaþekking og menningarlæsi væru lyklar að betri árangri. Enskan dugir ekki Næsti dagskrárliður nefndist Ungt fólk með tungumálakunnáttu í farteskinu en þar fjölluðu þrjú ungmenni um gildi tungumála- kunnáttu í leik og starfi. Frummælendur voru: Sigríður Ásthildur Andersen lögfræðingur hjá Verslunarráði Íslands, Björgvin Þór Björgvinsson meistaranemi í sjávarútvegsfræðum og Katrín Þórð- Tungumálakennsla 10 Haukurinn flýgur ekki til hæstu hæða á einum væng, maðurinn vinnur ekki stórvirki með einungis eitt tungu- mál á takteinum, var eitt sinn haft á orði. Í heimi sem okkur er sagt að minnki stöðugt verður sífellt mikilvæg- ara að vera margtyngdur. Er nóg að kunna skil á alþjóða- málinu ensku? Fá nemendur góða kennslu í tungumál- um í íslenskum skólum eða gengur okkur illa að gera þá hæfa í að halda uppi samræðum á öðrum málum? Hvaða nýjungar eru í gangi og á döfinni í tungumála- kennslu? Þessar spurningar meðal annarra eru ræddar í greinunum sem fara hér á eftir. Talað tungum tveim, þrem eða jafnvel fjórum

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.