Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 25

Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 25
BETT sýningin Úrval Útsýn í Smáranum mun standa fyrir hópferð á Bett sýninguna í London 8. - 12. jan- úar 2003. Hún er öllum opin, slóðin er www.bettshow.com Þessi sýning er ein sú besta sinnar tegundar á Bretlandi, þar sem hægt er að finna allt milli himins og jarðar sem við kemur menntun og upplýsinga- tækni. Að venju fjölmenna kennarar á sýninguna en enn eru laus sæti að því er Skólavarðan kemst næst. VERÐ: Thistle Kensington Gardens: Eins manns herbergi m/v þrjár nætur kr. 56.300 + sk. 4.640 aukanótt kr. 6.000 Tveggja manna herbergi m/v þrjár nætur kr. 48.200 + sk. 4.640 aukanótt kr. 3.800 Selfridge Hotel: Eins manns herbergi m/v þrjár nætur kr. 57.800 + sk. 4.640 aukanótt kr. 6.500 Tveggja manna herbergi m/v þrjár nætur kr. 51.800 + sk. 4.640 aukanótt kr. 4.200 Fararstjóri verður Jón Karl Einarsson Nánari upplýsingar veitir Jón Karl eða Lilja Guðrún í síma 585 4100 jonkarl@uu.is, liljag@uu.is Íbúða/húsaskipti Er einhver sem vill hafa íbúða eða húsaskipti við okkur næsta skólaár 2003-2004? Við búum í 135 fm einbýlishúsi í Álaborg (øst) Danmörku, stutt frá helstu menntastofnunum. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi, stór og fallegur garður ásamt bílskúr. Við höfum áhuga á að skipta við einhvern á höfuðborgarsvæð- inu. Í Álaborg er Háskóli, útibú frá DPU (Danmarks Pædagogiske Universitet) og fleiri skólar. Hér búa um 300 Íslendingar og félagslíf er blómlegt. Áhugasamir hafið samband í síma 0045 98 18 78 39 eða sendið okkur tölvupóst. Þuríður Óttarsdóttir og Hannes Guðmundsson, askur@stofanet.dk Frá VONarsjóði KÍ (Verkefna- og námsstyrkjasjóði) Hækkun starfsmenntunarstyrkja til einstaklinga Í október síðastliðnum tóku gildi nýjar vinnureglur sjóðsstjórnar við úthlutun starfsmenntunarstyrkja til endurmenntunar innanlands og utan. Hámarksstyrkur er nú kr. 90.000, sem félagsmenn í Félagi grunnskólakennara og Skólastjórafélagi Íslands geta fengið á tveggja ára fresti, í stað kr. 60.000 áður. Gildir þetta fyrir nám- skeið, ráðstefnur eða kynnisferðir innanlands og utan (þó ekki hópstyrkir vegna kynnisferða). Styrkur er veittur fyrir kostnaði vegna námskeiðs/ráðstefnugjalds, fargjalds og gistingar. Úthlutað er sex sinnum á ári og umsóknarfrestur til 15. des- ember, 15. febrúar, 15. apríl, 15. júní, 15. ágúst og 15. október. Námsstyrkir til grunnskólakennara og skólastjórnenda í framhaldsnámi Grunnskólakennurum og skólastjórnendum í framhaldsnámi er bent á að hægt er að sækja um námsstyrki vegna fram- haldsnáms á skólaárinu 2002-2003. Styrkir þessir eru óháðir öðrum styrkveitingum úr sjóðnum. Upphæð styrkja fer eftir umfangi náms og námstíma. Úthlutað er sex sinnum á ári og umsóknarfrestur til 15. des- ember, 15. febrúar, 15. apríl, 15. júní, 15. ágúst og 15. október. Skóli morgundagsins Norræna ráðherranefndin efnir til ráðstefnu í Osló dagana 5. og 6. desember undir yfirskriftinni „Mor- gendagens skole i Norden“. 150 fulltrúum frá öllum Norðurlöndum hefur verið boðið að sækja ráðstefn- una þar af eru 14 frá Íslandi. Með ráðstefnunni er ætlunin að efla stefnumótun í mennta- málum á Norðurlöndum til næstu 10 -15 ára með því að vera vettvangur umræðna um þær kröfur sem ætla má að gerðar verði til grundvallarmenntunar í framtíðinni, einkum í ljósi upplýsingatækni og almennrar tækni- og samfélagsþróunar. Gefið hefur verið út greinasafn þar sem einn sérfræðingur frá hverju landi fjallar um framangreint efni. Gerður G. Óskars- dóttir fræðslustjóri í Reykjavík var fengin til að fjalla um það frá íslenskum sjónarhóli. Fyrri dag ráðstefnunnar fylgja höfundar greinum sínum úr hlaði í fyrirlestum en síðan verða pall- borðsumræður þar sem fulltrúar ýmissa faghópa og hags- munaaðila verða meðal þátttakenda. Sölvi Sveinsson skóla- meistari Fjölbrautaskólans við Ármúla tekur þátt í pallborðinu sem fulltrúi norrænna skólastjórnenda. Seinni dag ráðstefn- unnar geta þátttakendur tekið þátt í umræðum í nokkrum mál- stofum. Hægt er að nálgast greinasafnið og frekari upplýsingar um ráðstefnuna á heimasíðu hennar, en slóðin er: http://www.odin.dk/morgendagen/. Fimm fulltrúar frá Kennarasambandi Íslands sækja ráðstefn- una: Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, Björg Bjarnadóttir, formað- ur Félags leikskólakennara, Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, Elna K. Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, og Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands. Styrkir til samstarfsverkefna skóla í Evrópu Sókrates/Comeníus styrkir kennara í leit að samstarfsaðilum til að sækja þriggjatil fjög- urra daga tengslaráðstefnur (Contact seminars) víðs vegar um Evrópu. Einstakt tækifæri til að tengjast evrópskum skólum. Lista yfir ráðstefnur, þemu og lönd, er að finna á www.ask.hi.is Frétt i r, smáauglýs ingar og t i lkynningar 29

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.