Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 6
Það er lýðræðisleg skylda félagasamtaka eins og Kennarasambandsins að miðla upp- lýsingum til félagsmanna um fagleg málefni, kjaramál, réttindamál o.s.frv. Skóla- varðan er vandað félagsblað Kennarasambandsins sem gegnir þessu hlutverki. Blað- inu hefur hingað til verið dreift í almennum pósti heim til allra félagsmanna. Eftir áramót verður hins vegar sú breyting á að gerð verður til- raun til að senda það á alla stærri vinnustaði og dreifa því síðan í gegnum trúnaðarmannakerfið í hverjum skóla. Félagsmenn á fámennari vinnustöðum fá hins vegar blaðið áfram sent heim í pósti. Þetta eru við- brögð Kennarasambandsins við þeirri ákvörðun Íslands- pósts hf. að leggja niður sér- stakan gjaldskrárflokk fyrir dreifingu á blöðum og tíma- ritum og fella hana undir al- mennan bréfapóst. Þessi furðulega ákvörðun Íslands- pósts hf. veldur því að kostnaður við dreif- ingu Skólavörðunnar með óbreyttum hætti hækkar um 120 til 300 % eftir stærð (þyngd) blaðsins. Ef ekki verður brugðist við þessu af hálfu Kennarasambandsins getur kostnaður við dreifingu orðið hærri en allur pappírs- og prentunarkostnaður við útgáfu hvers blaðs. Það segir sig sjálft að samtök á stærð við Kennarasambandið hafa ekki efni á að greiða 5 -10 milljónir króna á ári fyrir að dreifa málgagni sínu. Sl. sumar tilkynnti Íslandspóstur hf. að umrædd hækkun kæmi til framkvæmda í áföngum á tímabilinu 1. júlí 2002 til 1. janú- ar 2004. Samkvæmt henni mun póstkostnað- ur Kennarasambandsins vegna dreifingar á 8.600 eintökum af 32 síðna blaði (innan við 100 gr. að þyngd) í almennum pósti hækka úr kr. 210.000 í um kr. 450.000 eða um 115%. Fari blaðið yfir 100 gr. hækkar kostn- aðurinn í 830.000 eða um sem næst 300%. Skýring fyrirtækisins á þessari ótrúlegu hækkun er sú að það sé að búa sig undir samkeppni!!! Þegar stjórnvöld ákváðu að breyta rekstrarformi Pósts og síma með því að kljúfa stofnunina og bæta hf. aftan við heiti hvors hluta um sig var ákveðið að félagsleg sjónarmið skyldu víkja fyrir við- skiptalegum hagsmunum. En viðskiptaleg- um hagsmunum hverra? Gjaldskrárbreyting Íslandspósts hf. er at- laga gegn útgáfu blaða og tímarita í land- inu, einkum útgáfustarfsemi félagasamtaka sem starfa á landsvísu. Hún er jafnframt at- laga að landsbyggðinni og útgáfu héraðs- fréttablaða sem gegna þýðingarmiklu hlut- verki. Ljóst er að ekki er einvörðungu við nú- verandi stjórnendur Íslandspósts að sakast í þessu máli heldur þá stjórnmálamenn sem tóku ákvörðun um einkavæðingu þessarar mikilvægu almannaþjónustu. Það voru stjórnmálamenn sem ákváðu breytinguna og bera ábyrgð á henni. Ýmis samtök hafa mót- mælt gjaldskrárbreytingu Íslandspósts harðlega og nú hefur samgönguráðherra upplýst að starfshópur á vegum ráðuneytisins sé að skoða málið. Vonandi kemst hópurinn að þeirri niður- stöðu að landsbyggðin eigi ekki að gjalda fyrir breyting- ar á rekstrarformi póstþjón- ustunnar og að ekki eigi að okra á þjónustu við félagasamtök sem gegna þeirri lýðræð- islegu skyldu sinni að miðla upplýsingum til félagsmanna sinna með myndarlegri blaðaútgáfu. Helgi E. Helgason Frétt Atlögu gegn útgáfustarfsemi svarað 7 Ef ekki verður brugðist við þessu af hálfu Kennarasam- bandsins getur kostnaður við dreifingu orðið hærri en allur pappírs- og prentunarkostnaður við útgáfu hvers blaðs. Það segir sig sjálft að samtök á stærð við Kenn- arasambandið hafa ekki efni á að greiða 5 -10 milljónir króna á ári fyrir að dreifa málgagni sínu.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.