Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 23

Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 23
Ýmsar breytingar voru gerðar til hagsbóta fyrir sjóðsfélaga. Af þeim helstu má nefna að greiðslutímabil fyrir sjúkradagpen- inga hefur verið lengt, bæði vegna veikinda sjóðsfélaga og einnig vegna alvarlegra langtímaveikinda barna eða maka sjóðsfélaga. Í meðferðarflokkum hefur styrk- hæfum skiptum ýmist verið fjölgað eða styrkupphæðir hækkaðar. Samkvæmt nýju úthlutunarreglun- um eru nú veittir styrkir til kaupa á dýrum sjónglerjum, laseraðgerða á augum og til kaupa á heyrnartækjum. Einnig eru nú veittir styrkir vegna tækni- og glasafrjóvgana svo og vegna kostnaðar við ættleiðingu barns. Enn frem- ur eru nú veittir styrkir vegna faghand- leiðslu. Ýmsar fyrirspurnir hafa borist til starfs- manna sjóðsins og er gott að fá viðbrögð og heyra skoðanir manna á nýja sjóðnum okkar. Menn hafa velt fyrir sér hvers vegna krafist er staðfestingar yfirmanns á starfs- hlutfalli umsækjanda. Ástæðan er sú að í félagaskrá KÍ er aðeins hægt að sjá hvort menn eru félagsmenn en starfshlutfall kemur ekki fram. Ekki er nauðsynlegt að yfirmaður skrifi á sjálft umsóknareyðublað- ið. Unnt er að hafa staðfestingu á starfs- hlutfalli á sérstöku blaði og senda með um- sókn eða biðja yfirmann að senda staðfest- inguna til starfsmanna sjóðsins í tölvupósti eða símbréfi. Samkvæmt reglum sjóðsins er veittur fullur meðferðarstyrkur til þeirra sem eru í 50% starfi eða meira og er þetta einfaldasta leiðin til að fá upplýsingar um þetta atriði. Einnig hefur verið spurt um nauðsyn læknisvottorða og þá aðallega vegna meðferðar hjá hnykkjurum og nudd- urum þar sem Tryggingastofnun tekur ekki þátt í kostnaði. Stjórn Sjúkrasjóðs telur mikilvægt að menn leggi fram vottorð frá lækni til stuðnings umsókn og eru vottorð endurgreidd gegn framvísun kvittana. Ekki þarf að skila inn vottorði vegna fyrirbyggj- andi aðgerða, s.s. krabbameinsskoð- unar og áhættumatsskoðunar hjá Hjartavernd eða sambærilegum aðil- um. Starfsmenn sjóðsins vilja árétta nauðsyn þess að umsókn fylgi öll umbeðin gögn eins og fram kemur í 10. gr. úthlutunarreglnanna. Það tef- ur afgreiðslu umsókna ef þær eru ekki rétt útfylltar og ef undirritun umsækjanda vantar og/eða kalla þarf eftir gögnum sem eiga að fylgja. Umsóknareyðublöð má prenta út af heimasíðu KÍ. Starfsmenn Sjúkrasjóðs eru nú tveir, María Norðdahl og Ómar Árnason, bæði í hlutastarfi. Viðverutími Maríu í Kennara- húsinu er frá kl. 9-13 á þriðjudögum, mið- vikudögum og föstudögum. Auk þess svarar Ingibjörg Úlfarsdóttir launafulltrúi KÍ fyrirspurnum um Sjúkra- sjóð. María Norðdahl og Ómar Árnason Sjúkras jóður Stjórn Sjúkrasjóðs hefur undanfarið unnið að endurskoðun á úthlutunar- reglum sjóðsins og tóku nýjar reglur gildi 1. nóvember síðastliðinn. Úthlut- unarreglurnar eru birtar á heimasíðu Kennarasambandsins www.ki.is og eru allir félagsmenn hvattir til að kynna sér þær vel. Sjúkrasjóður KÍ - breyting á úthlutunarreglum 27 1. gr. 1. Sjúkrasjóður KÍ greiðir sjúkradagpeninga til sjóðfélaga sem eru í starfi en lenda tímabundið út af launaskrá eða verða fyrir skerðingu á launum vegna veikinda eða slysa. 2. Sjóðfélagar fá greidda sjúkradagpeninga 4.000 kr.á dag miðað við fullt starf síðastliðna 12 mánuði eða samkvæmt meðalstarfshlutfalli þann tíma. 3. Sjúkradagpeningar greiðast í allt að 360 daga vegna veikinda sjóðfélaga. Greiddir eru 30 dagar í mánuði. Þá greiðast sjúkradagpeningar í allt að 240 daga til sjóðfélaga sem verða fyrir tekjuskerðingu sem er afleiðing alvarlegra lang- tímaveikinda maka eða barna, enda hafi veikindin staðið í a.m.k. 3 mánuði. 4. Sjúkradagpeningar að viðbættum örorkulífeyri frá lífeyrissjóðum eða Trygg- ingastofnun ríkisins geta aldrei numið hærri fjárhæð en sem nemur launaskerð- ingu sjóðfélaga. 5. Í sérstökum tilvikum er sjóðsstjórn heimilt að greiða sjúkradagpeninga í allt að 6 mánuði eftir að ráðningartímabili lýkur. 2. gr. Sjóðurinn greiðir útfararstyrki 250.000 kr. vegna andláts sjóðfélaga og barna þeirra 18 ára og yngri. Enn fremur greiðir sjóðurinn útfararstyrki 150.000 kr. vegna andláts fyrrverandi sjóðfélaga allt að tveimur árum eftir að þeir hafa hætt störfum vegna aldurs eða örorku. Útfararstyrkur greiðist til lögerfingja eða þess aðila sem annast útförina. 3. gr. 1. Sjóðfélagar fá styrk vegna meðferðar hjá eftirtöldum meðferðaraðilum: Hnykkjara (kíropraktor), iðjuþjálfa, nuddara eða sjúkraþjálfara. Greiddar eru 1.000 kr. í allt að 20 skipti á hverju 12 mánaða tímabili miðað við hálft starf eða meira. Styrkur til sjóðfélaga í minna en hálfu starfi nemur helmingi framan- greindrar fjárhæðar. 2. Sjóðfélagar fá styrk vegna meðferðar hjá eftirtöldum meðferðaraðilum: Félagsráðgjafa, fjölskylduráðgjafa, sálfræðingi eða talmeinafræðingi. Greiddar er 3.000 kr.í allt að 15 skipti á hverju 12 mánaða tímabili miðað við hálft starf eða meira. Styrkur til sjóðfélaga í minna en hálfu starfi nemur helmingi framan- greindrar fjárhæðar. 3. Sjóðfélagar fá styrk vegna faghandleiðslu hjá viðurkenndum handleiðurum. Greiddar eru 3.000 kr. í allt að 10 skipti á hverju 12 mánaða tímabili miðað við hálft starf eða meira. Styrkur til sjóðfélaga í minna en hálfu starfi nemur helm- ingi framangreindrar fjárhæðar. 4. gr. 1. Sjóðurinn greiðir grunnkrabbameinsskoðun, að hámarki 2.500 kr. Ef sjóð- félagi þarf að fara í framhaldsskoðun greiðir sjóðurinn þá skoðun einnig, að há- marki 10.000 kr. 2. Sjóðurinn greiðir áhættumatsskoðun hjá Hjartavernd eða sambærilegum að- ila, að hámarki 6.000 kr. 3. Sjóðurinn greiðir kostnað vegna meðferðar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði eða sambærilegri stofnun. Greiddar eru 1.200 kr. á dag í allt að 28 daga á hverju 12 mánaða tímabili miðað við hálft starf eða meira. Styrkur til sjóðfélaga í minna en hálfu starfi nemur helmingi framangreindrar fjárhæðar. 5. gr. Í verkfalli félagsmanna Kennarasambands Íslands er sjóðnum heimilt að bæta tekjuskerðingu sjóðfélaga sem eru í veikindaleyfi meðan á verkfalli stendur. 6. gr. Sjóðsstjórn er heimilt að veita styrki vegna kostnaðarsamra aðgerða eða með- ferða sem sjóðfélagi fer í samkvæmt læknisráði. Ekki er veittur styrkur nema kostnaður fari yfir 15.000 kr. 7. gr. 1. Sjóðfélagar fá styrk vegna kaupa á heyrnartækjum. Greiddar eru allt að 15.000 kr. fyrir hvert tæki. 2. Sjóðfélagar fá styrk vegna kaupa á dýrum sjónglerjum einu sinni á hverjum 48 mánuðum. Greiddar eru að hámarki 25.000 kr. fyrir sjóngler sem kosta 50.000 kr. eða meira. Ekki er veittur styrkur vegna ódýrari sjónglerja. 3. Sjóðfélagar fá styrk vegna laseraðgerða á augum. Greiddar eru að hámarki 25.000 kr. fyrir hvort auga. 8. gr. Sjóðurinn endurgreiðir hluta kostnaðar vegna tækni- og glasafrjóvgana, svo og ættleiðinga. Úthlutunarreglur Sjúkrasjóðs KÍ - 11.02 Úthlutunarreglur Sjúkrasjóðs Kennarasambands Íslands Hér að neðan eru fyrstu átta greinar úthlutunarreglna Sjúkrasjóðs en í þeim er að finna helstu breytingar sem tóku gildi 1. nóv. sl. Reglurnar eru alls í 12 greinum og eru birtar í heild á heimasíðu KÍ, www.ki.is

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.