Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 12
Hugmyndir að smærri verkefnum jafnt sem stórum þemum eru óþrjótandi og sem dæmi má nefna Stjörnu vikunnar. Í hverri viku er eitt barn „stjarnan“ og kemur með ljósmyndir og hluti að heiman að sýna hinum og rætt er um fjölskyldu barnsins, heima- menningu og bakgrunn. Í farfuglaþema velja börnin sér farfugl og finna út hvaðan hann kemur og hvert hann fer og fræðast í leiðinni um viðkomandi lönd. „Við erum að sjálfsögðu líka að vinna með íslensk gildi og menningu,“ segir Fríða. „Við segjum þjóðsögur, höldum Dag íslenskrar tungu hátíðlegan og kynnum íslenska menningu almennt fyrir öllum nemendum leikskólans, hvort heldur þeir eru af erlendum uppruna eða hérlendum. Við söfnum upplýsingum um kveðjur á ýmsum tungumálum, útvegum okkur fána ýmissa þjóðlanda, skoðum heimskort - sem hanga uppi á öllum deildum - og höfum umræður um ólíka menningu og fjölbreytileikann í kringum okkur og þar verður Ísland ekki útundan. Við einbeitum okkur að þeim löndum sem nemendur okkar koma frá. Á upplýsin- gatöflum sem hanga uppi á hverri deild hengjum við ýmislegt áhugavert fyrir foreldra; blaðaúrklippur um fjölmenningu, fréttabréf Alþjóðahúss og upplýsingar þaðan, upplýsingar um gengi verkefnisins o.m.fl. til að foreldrar geti fylgst vel með, en eitt af markmiðum þróunarstarfsins er að upplýsa foreldra vel um það sem er í gangi, hvað við erum að spá í og velta fyrir okkur.“ Það hefur orðið vitundarvakning Að sögn Fríðu eru börn á leikskólaaldri mjög fljót að læra orð og frasa á erlendum tungumálum og finnst gaman að kunna eitthvað í útlensku. Eitt besta kennslutækið er söngurinn, enda er starfsfólkið búið að semja sitt eigið söngtextasafn þar sem orð úr öllum tungu- málunum sem töluð eru í leikskólanum eru notuð. „Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt!“ segir Fríða. „Eftir að hafa prófað að vinna svona markvisst að góðum markmiðum og í skemmtilegum verk- efnum þá kemur ekki til greina að fara aftur í gamla farið! Þetta vinnulag er hreinlega það eina rétta. Auðvitað rekumst við oft á veggi og sumt virkar en annað ekki, til dæmis fáum við stundum hugmyndir sem okkur finnst alveg frábærar en krakkarnir falla ekki fyrir þeim og finnst ekkert gaman. Það er mjög mikilvægt að vera sveigjanlegur og prófa sig áfram.“ Samstarf er á milli leikskólanna í hverfinu og Laugarnesskóla um að brúa bilið á milli skólastiga. „Við höfum áhuga á að koma þessari vinnu inn í það samstarf,“ segir Fríða, „enda er mikill áhugi fyrir hendi í skólanum. Í Laugarnesskóla er starfandi níu manna teymi sem vinnur með fjölmenningu og tvítyngi.“ Þróunarstarfið í Lækjaborg var kynnt fyrir foreldrum í upphafi á almennum foreldrafundi haustið 2001 og í apríl á þessu ári var aft- ur haldinn kynningarfundur fyrir foreldra. „Þetta var stórskemmti- legur fundur, reyndar alveg ofboðslega gaman!“ segir Fríða. Við hlustuðum á frásögn um Víetnam, elduðum og borðuðum mat frá nokkrum heimshornum og skemmtum okkur frábærlega. Það hef- ur orðið vitundarvakning hér í Lækjaborg,“ segir Fríða að lokum, „bæði hjá foreldrum og starfsfólki.“ keg Tveir af kveðjusöngvum Lækjaborgar 1. (Lag: Tombay) Dobro dochli, jindidonrab, (velkomin á króatísku, búlgörsku, tælensku) kemcho, chaomung, sinntjao (velkomin á indversku, víetnömsku) Velkomin, guten tag, eigið þið góðan dag (góðan dag á þýsku) Tralalalala, tralalalala ... tschuss (bless á þýsku) 2. (Lag: Ein stutt, ein löng) Syngjum söng, dægrin löng og bjóðum þig velkominn. Savadika og jindindonrab (góðan dag og velkomin á tælensku) Mabuhay og guten tag (velkomin á filippínsku og góðan dag á þýsku) Syngjum söng, dægrin löng og bjóðum þig velkominn. Nemendur versla í IKEA á Spáni Ida Marguerite Semey er spænskukennari í Mennta- skólanum við Hamrahlíð og formaður Spænskukenn- arafélagsins. Eins og fleiri tungumálakennarar sér hún mikla möguleika á að gæða kennsluna lífi með aðstoð Netsins. Ida er sjálf margtyngd, hún er hollensk í föðurætt og dönsk í móðurætt, hvernig datt henni í hug að flytjast til Íslands? „Ég lenti hérna út af ástinni,“ segir Ida og hlær. „Er það ekki alltaf svoleiðis? Ég fæddist í Danmörku og ólst þar upp til fjórtán ára aldurs en þá fluttumst við til Spánar í kjölfar veikinda stjúpföð- ur míns sem var ráðlagt að búa í hlýrra loftslagi.“ Tungumálakennsla 14 „Það sem ég hef hins vegar mestan áhuga á núorðið er nýting tölvu í tungumálakennslu,“ segir Ida Marguerite Semey.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.