Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 5
Ges task r i f6 helmingur karlanna lokið meistaragráðu en sambærilegt hlutfall meðal kvennanna var um 20 prósent. Tuttugu höfðu lokið doktors- gráðu, sautján karlar og þrjár konur. Meðal kvennanna var eins árs viðbótarnám í félagsráðgjöf algengast. Afgerandi meirihluti þeirra sem voru í launavinnu starfaði við ýmsa þjónustu, einkum fræðslu, opinbera stjórnsýslu, félagsþjón- ustu, tómstunda-, menningar- og íþróttastarfsemi. Aðrar algengar þjónustugreinar voru verslunarstörf, fjármála- og tryggingastarf- semi, rannsóknir og ráðgjöf og önnur ótalin viðskipti og þjónusta. Meðal kvenna var stærstur hópur við störf í félagsþjónustu en karla við fræðslustarfsemi og störf í öðrum ótöldum þjónustugreinum. Rúmur helmingur svarenda tilheyrði stétt sérfræðinga, um fjórð- ungur stétt æðstu embættismanna og stjórnenda og um 15 prósent starfandi svarenda tilheyrðu stétt tækna og sérmenntaðs starfsfólks. Flestir karlanna sem tilheyrðu stétt sérfræðinga störfuðu sem kenn- arar en flestar konur í þeirri stétt störfuðu sem sérfræðingar í opin- berri stjórnsýslu. Um 7 prósent voru enn í námi og hlutfallið var hærra meðal kvenna en karla. Atvinnuþátttaka var mjög almenn og enginn svarenda sagðist at- vinnulaus. Stundum er því fleygt að félagsfræðin nýtist mest hjá hinu opinbera en ekki á einkamarkaði. Í ljós kom að rúmlega 60 prósent störfuðu hjá ríki og sveitarfélögum en tæp 40 prósent á almennum vinnumarkaði. Í heild sýnir rannsóknin á afdrifum útskrifaðra nemenda í félagsfræði að verkefni þeirra að námi loknu eru bæði fjöl- breytt og spennandi. Í ljós hef- ur komið að námið er hagnýtt og þörf fyrir sérmenntað starfsfólk með félagsfræðimenntun óneitanlega fyrir hendi, enda teljast um 70 prósent allra starfa á vinnumarkaði á Íslandi til þjón- ustu. Við sem komum nálægt félagsfræðinni getum því óhikað litið björtum augum á framtíð greinarinnar í íslensku samfélagi. Fagfélag félagsfræðikennara Um langt árabil hefur verið starfrækt fagfélag félagsfræðikennara á framhaldsskólastigi. Ég kenndi félagsfræði um tíu ára skeið við Menntaskólann í Reykjavík og kynntist því vel starfinu í félaginu sem hefur verið mjög öflugt og gefandi. Félagið heldur reglulega endurmenntunarnámskeið og margir félagsmenn hafa verið af- kastamiklir við námsefnisgerð, enda mikil þörf á fræðilegu lesefni sem aðlagað er íslensku samfélagi og veröld framhaldsskólanem- enda. Hápunktur starfsins í félaginu er þó örugglega vettvangsferð- ir félagsmanna sem farnar hafa verið að jafnaði þriðja hvert ár. Ýmsar borgir hafa verið heimsóttar, Washington DC, London, Brussel og nú í sumar New York. Margar áhugaverðar stofnanir hafa verið sóttar heim, svo sem skólar og ráðuneyti menntamála, höfuðstöðvar ESB og NATO, Fangelsismálastofnun BNA, Sam- einuðu þjóðirnar og ýmsir fjölmiðlar. Til að gefa lesendum innsýn í ferðirnar verður farið örfáum orðum um síðustu ferð félagsmanna til New York í júní síðastliðnum en ég var svo heppinn að fá að fljóta með. Vettvangsferð til New York Ferðin til New York var viðburðarík og dagskráin vel skipulögð og spennandi. Við dvöldum á Manhattaneyju í um viku og kynnt- umst heimsborginni vel, svo að ég minnist ekki á verðlagið sem er ekki lægra en hér á landi. Tvær heimsóknir eru mér sérlega minn- isstæðar, í Martin Luther Jr. High School í Harlem og í dómhús New York borgar. Öryggisgæslan í miðskólanum stakk strax í augu okkar Íslending- anna enda sló hún Leifsstöð auðveldlega út og dapurt að sjá hvað uppnám vegna hryðjuverka og glæpa hefur leikið bandarískt sam- félag grátt. Aðstaða nemenda og kennara í skólanum kom einnig á óvart, gluggalausar kennslustofur, þungt loft og mikill gjallandi, rétt eins og maður væri staddur í Kringlunni á háannatíma. Námið og kennslan voru síðan virkilega spennandi, ekki bara námsefnið held- ur og ekki síður kennsluhættir og þátttaka bæði nemenda og kenn- ara. Námsefnið tengdist borgaralegum réttindum fólks og var sett fram með virku framlagi nemenda sem urðu að lifa sig inn í málin með leikrænni tjáningu fyrir framan aðra nemendur og kennara. Heimsóknin í dómhús New York borgar var alveg sérstakur kap- ítuli, ekki síst fyrir mig sem hef sérhæft mig í afbrotafræði. Við fengum að vera viðstödd dómsmál og í miðju einu málinu stöðvaði dómarinn réttarhaldið, kynnti fyrir okkur málsmeðferð og svaraði spurningum okkar. Rúsínan í pylsuendanum var þegar við fengum að vera viðstödd dómsmál yfir þre- földum morðingja. Sá var þeldökkur, strokinn og fínn með bindi og svaraði öll- um spurningum kurteislega. Minnisstætt er þegar saksókn- arinn bað ákærða um að lýsa atburðum í þann mund er skothríðin hófst. Með auð- mýkt spurði hann hvort hann mætti nota orðbragðið sem notað var og var það auðfengið. Á örskotsstundu heyrðum við helstu slanguryrðin úr undirheimunum, motherfucker o.s.frv., og sló þessi atburður, og reyndar heimsóknin öll í þetta musteri rétt- lætisins, auðveldlega út allar Hollywood kvikmyndir um sambæri- legt efni. Daginn eftir sáum við í einu staðarblaðanna áberandi grein um málið með mynd af hinum ákærða sem var aldeilis ófrýni- legur ásýndum, maður sem við myndum örugglega ekki vilja hitta ein að næturlagi í einhverju skuggasundinu. Tengsl milli skólastiga nauðsynleg Vettvangsheimsóknir fagfélaga eru afar lærdómsríkar, persónu- leg nánd við marga merkisstaði og fræðsla um helstu stofnanir verður eftirminnileg. Félagsmenn kynnast einnig vel sem eflir fag- lega samstöðu og auðveldar samstarf ólíkra skóla og landshluta. Fyrir mig sem kem af háskólastiginu er þetta einnig mikilsverð reynsla. Það er tvímælalaust nauðsynlegt að fagleg tengsl milli framhaldsskóla og háskólastigs séu sem mest svo að framvinda námsins verði sem greiðust milli skólastiga og sýni jafnframt fram á ákveðna stígandi í námskröfum og æskilegum hæfileikum. Styrkari grundvöllur skapast fyrir námsgreinarnar sjálfar og hvað félags- fræðina áhrærir stuðlar faglegt samstarf ólíkra skólastiga að því að efla greinina og skipa henni á þann stall sem henni óneitanlega ber í nútímasamfélagi. Helgi Gunnlaugsson, Ph.D. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og kenndi við Menntaskólann í Reykjavík á árunum 1987-1996. Í ljós hefur komið að námið er hagnýtt og þörf fyrir sérmenntað starfsfólk með félagsfræðimenntun óneitanlega fyrir hendi, enda teljast um 70 prósent allra starfa á vinnumarkaði á Íslandi til þjónustu. Við fengum að vera viðstödd dómsmál og í miðju einu málinu stöðvaði dómarinn réttarhaldið, kynnti fyrir okkur málsmeðferð og svaraði spurningum okk- ar. Rúsínan í pylsuendanum var þegar við fengum að vera viðstödd dómsmál yfir þreföldum morðingja.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.