Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 18
Þessi vinna er nýbreytni hjá okk- ur og vitum við ekki til að tóna- stubbar séu notaðir í leikskólum annars staðar. Útskriftarferðir og fleira Við höfum fengið heimsóknir kennara og nemenda úr Tónlist- arskólanum á Akranesi, sem hafa kynnt okkur hljóðfærin sín, og börnin hafa svo fengið að prófa að halda á, blása í og strjúka strengi. Síðan höfum við farið með elstu börnin í útskrift- arferð til Reykjavíkur á leikskólatónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands til að sjá með eigin augum öll hljóðfærin í einni stórri hljómsveit. Þetta hef- ur gefið tónlistarstarfinu enn meiri dýpt og aukið skilning á mörgu sem við höfum verið að tala um og fást við. Á jólaföstunni er jólaskemmt- un fyrir foreldra í tengslum við litlu jólin á leikskólanum. Elstu börnin hafa þá flutt helgileik, sem er undirbúinn að hluta í tónlistartímunum, og börnin á yngri deildunum hafa undirbúið söngatriði og samspil. Sama gildir um vorhátíðina sem er nokk- urs konar lokahóf í lok vetrarstarfsins. Þá er foreldrum boðið að koma og öll börnin koma fram í atriðum með félögum sínum. Hver deild undirbýr og æfir eitt tónlistarat- riði sem er flutt á þessari hátíð. Markmiðið með þessum skemmtunum er að leyfa foreldr- um að sjá og heyra afrakstur tón- listarstarfsins en einnig að þjálfa börnin í að koma fram. Samstillt átak Það hefur verið mjög mikill styrkur í tónlistarstarfinu að starfsfólk leikskólans hefur frá fyrstu tíð verið mjög áhugasamt. Í upphafi þess var aðeins einn menntaður leikskólakennari í leikskólanum, þ.e. leikskólastjór- inn, og einn leikskólakennara- nemi. Nú er staðan gjörbreytt, tveir til þrír leikskólakennarar á hverri deild og mikill áhugi og faglegur metnaður allra að reyna að vinna sem mest og best í tón- listinni. Það krefst að sjálfsögðu mikillar skipulagningar og sam- ráðs og með samstilltu átaki hefur okkur tekist að skapa góðan anda í kringum tón- listarstarfið í leikskólanum. Það er í tónlistinni eins og svo mörgu öðru að ekkert er nýtt undir sólinni. Oft erum við í hringferð þar sem við leggjum af stað í ferðalag í óeiginlegri merkingu, ferð sem er farin án þess að vita um áfanga- stað. Við lögðum af stað í óvissuferð varð- andi tónlistarstarfið. Sú ferð hefur verið mér sérlega ánægjuleg og vonandi höfum við skilað frá okkur börnum sem eru glað- ari að syngja, með opnari eyru að hlusta á tónlist af ýmsu tagi og kunnandi eitt og annað fyrir sér í tónlistinni sem nýtist þeim á þeirri vegferð sem þau eru að leggja upp í. Í leikskólanum er reynt að nesta þau sem best til þeirrar ferðar og þar er tónlistin eitt af því sem lagt er til. Mig langar að enda þennan pistil á vísu úr Hringferð ársins: Tíminn líður. Títt og ótt tifar klukkan dag og nótt. Jörðin snýst. Eins það er, árið líka hringinn fer. Bryndís Bragadóttir Höfundur er tónlistarkennari við Tónlist- arskólann á Akranesi. Bryndís lauk B.Ed. prófi með tónmennt sem valgrein frá KHÍ 1984 og framhaldsnámi í tónlist, Arsen- het i Musikk (MKII), frá Bergen Lærer- högskole 1985. Hún hefur starfað sem tónlistarkennari á Akranesi frá þeim tíma (að undanskildum tveimur árum) og tekið virkan þátt í ýmiss konar tónlistarflutn- ingi, einkum sem undirleikari. Tónl ist í le ikskóla 21 Krakkar á Spóaseli í taktföstu samspili. Smáfólkið á Krummaseli á góðri stund. Það er gaman að spila í hljómsveit og allir eru með. Elstu börnin á Kríu- seli að æfa sig. Það er góð æfing að hlusta og ganga, undir trommuleik. Hér eru hressir krakkar á Spóaseli að ganga „álfaskref“ og „tröllaskref“. Það gefur mikla gleði að syngja og spila á hljóð- færi. Krakkar á Krummaseli í tónlistartíma. Trommur og tónastubbar gefa skemmtilegan samhljóm. Kríuselskrakkar í samspili.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.