Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 4
Félagsfræði hefur verið kennd á framhaldsskólastigi á Íslandi frá því snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Óhætt er að segja að umfang hennar í náms- framboði hafi vaxið mjög á þessu tímabili. Sérstakar félagsfræðibrautir hafa víða verið settar á laggirnar og mikill fjöldi nemenda, sem hafa fengið tækifæri til að öðlast menntun af því tagi, lýkur stúdentsprófi. Jafnframt hefur fræðigreininni sjálfri vaxið fiskur um hrygg og er rannsóknaframlag hennar nú orðið um- talsvert. En í hverju felst mikilvægi félagsfræði sem námsgreinar? Hvað fara allir þessir félagsfræðimenntuðu einstaklingar að gera þegar námi þeirra lýkur? Er nokkur þörf á þessu námi? Og að síðustu, hvað hefur fagfélag félagsfræðikennara verið að sýsla á undanförn- um árum? Mikilvægi félagsfræðinnar Mikilvægi félagsfræði á framhaldsskólastigi er margháttað og lýtur að bæði faglegum og kennslufræðilegum sjónarmiðum ekki síður en lífi ungmenna í nútímasamfélagi. Markmiðið er ekki bara að efla þekkingu og skilning nemenda á greininni sjálfri heldur er ekki síður mikilvægt að kunnátta í henni nýtist nemendum á marg- víslegan hátt í daglegu lífi, hvort heldur er í starfi eða leik. Félags- fræðin veitir nemendum þjálfun og færni í öflun og meðferð marg- víslegra upplýsinga sem eru kostir sem óneitanlega er þörf á í sí- breytilegu upplýsinga- og þjónustusamfélagi nútímans. Hagnýting gagna er ómissandi þáttur í samfélaginu og félagsfræðin veitir nemendum færni í myndrænni framsetningu þeirra og þjálfun í að túlka þau. Aðferðir félagsfræði í margvíslegum rannsóknum á sam- félagslegum málefnum eru einnig löngu kunnar og nægir að nefna viðhorfamælingar af ýmsu tagi í því samhengi. Að auki felur áhersla félagsfræðinnar á sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði nemenda, auk tjáningarhæfileika og samskiptahæfni, í sér mikilvæga og eftirsótta eiginleika á síbreytilegum vinnumark- aði. Í þessu samhengi má benda á að nám í félagsfræði á framhalds- skólastigi felur ekki aðeins í sér æskilegan undirbúning fyrir há- skólanám í félags- og uppeldisgreinum heldur hefur verið bent á það af erlendum matsaðilum háskólanáms að sjónarhorn félags- fræðinnar feli einnig í sér æskilega forsendu náms í raungreinum, s.s. verkfræði og skyldum greinum. Hvað gera félagsfræðingar? Áhersla hefur lengi verið lögð á að skoða mikilvægi menntunar í ljósi þess hvort hún tryggi góða atvinnu og afkomu. Þetta kemur ekki á óvart og oft er spurt hvað allir þessir félagsfræðimenntuðu einstaklingar fari að gera að loknu námi. Til að ganga úr skugga um þetta var unnin BA ritgerð í félagsfræði í fyrra undir minni handleiðslu þar sem kannað var hvað nemendur, sem lokið höfðu félagsfræðinámi frá Háskóla Íslands, hefðu tekið sér fyrir hendur að námi loknu. Kolbrún Ósk Hrafnsdóttir gerði rannsóknina og kom í ljós að vel á fjórða hundrað nemenda hafði lokið námi í félagsfræði frá því að nám í greininni hófst við HÍ snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Ýmislegt fróðlegt kom fram en um 90 prósent útskrifaðra tóku þátt í athuguninni. Um 64 prósent þeirra höfðu stundað frekara háskólanám, svipað hlutfall karla og kvenna. Af þeim hafði Ges task r i f 5Félagsfræði: Svar við kalli nýrra tíma „Félagsfræðin veitir nemendum þjálfun og færni í öflun og meðferð margvíslegra upplýsinga sem eru kostir sem óneitanlega er þörf á í síbreytilegu upplýsinga- og þjónustusamfélagi nútímans,“ segir Helgi Gunnlaugsson.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.