Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 22
Þar kom fram að ráð- herrarnir vildu beita sér fyrir að styrkja stöðu framhaldsskólans að því tilskildu að markmið kjarasamningsins um fag- lega og kjaralega endur- skipulagningu á störfum og stjórnskipulagi skól- anna gengi eftir. Í ályktun stjórnar Félags framhaldsskólakennara er m.a. vakin at- hygli á eftirfarandi: • Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2003 er nær óbreyttri fjárhæð skipt milli framhalds- skólanna eftir reglum endurskoðaðs reikni- líkans. Hækkun milli ára er rúmlega 3% en hafa ber í huga að 1. janúar 2003 hækka laun framhaldsskólakennara almennt um 3% samkvæmt kjarasamningi. • Fjárveitingum til framhaldsskólanna skv. fjárlagafrumvarpi 2003 er dreift eftir nýju reiknilíkani þannig að til þess að bæta fjárveitingar til einstakra framhaldsskóla, þar sem þess er talin þörf, er skorið fé af fjárveitingum til annarra framhaldsskóla sem eru þó alls ekki aflögufærir. • Meginvandinn er sá að hvorki er aukið við heildarfjárveitingu til framhaldsskóla- stigsins sem nemur kostnaði af breyttu reiknilíkani né við fé til að styrkja starfsemi framhaldsskólanna almennt og til að auka þjónustu þeirra við nemendur. • Samkvæmt yfirliti sem menntamála- ráðuneytið hefur kynnt vantaði á árunum 1992-2001 alltaf nokkur hundruð milljónir króna upp á að fjárveitingar á fjárlögum dygðu til reksturs framhaldsskólanna þrátt fyrir mikið aðhald. Þessi halli fer vaxandi og benda má á að menntamálaráðuneytið telur sjálft, í mati sínu á útgjaldahorfum framhaldsskólastigsins fyrir árið 2003, að framlög til skólanna þurfi að aukast um 400-600 milljónir. (Sjá einnig meðfylgjandi skýringamyndir um samhengi fjárveitinga og útgjalda framhaldsskólastigsins 1992 - 2001 og um afkomu framhaldsskólanna á sama árabili). Fjárlagafrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi er áfall fyr- ir starfsemi framhaldsskólanna og ávísun á kreppu og stöðnun í skólastarfinu. Félag fram- haldsskólakennara heitir á ráð- herra í ríksstjórn, fjárlaganefnd og alla þingmenn að snúast sameiginlega til varnar fram- haldsskólunum. Ályktunin birtist í heild á heimasíðu KÍ, www.ki.is, frétt frá 13. nóvember sl. Frétt i r og smáefni 26 Í ályktun stjórnar Félags framhalds- skólakennara um fjárlagafrumvarpið 2003 og fjárveitingar til framhalds- skólans er lýst yfir vonbrigðum með fjárlagatillögurnar eins og þær birtast í frumvarpinu. Í niðurlagi ályktunar- innar segir að frumvarpið sé áfall fyrir starfsemi framhaldsskólanna og ávís- un á kreppu og stöðnun í skólastarf- inu. Félagið telur tillögurnar ganga þvert á yfirlýsingu fjármálaráðherra og þáverandi menntamálaráðherra sem gefin var í tengslum við undir- skrift kjarasamnings framhaldsskól- ans í ársbyrjun 2001. Framhaldsskólinn verði ekki hornreka í ríkisrekstrinum Ályktun stjórnar FF um fjárveitingar til framhaldsskóla Fjárlagafrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi er áfall fyrir starfsemi framhaldsskólanna og ávísun á kreppu og stöðnun í skólastarfinu. Félag framhaldsskólakenn- ara heitir á ráðherra í ríksstjórn, fjárlaganefnd og alla þingmenn að snúast sameiginlega til varnar framhalds- skólunum. Jólakrossgáta Skólavörðunnar Þrenn verðlaun verða veitt. Lausnir sendist til: Skólavarðan • Kennarahúsinu Laufásvegi 81 • 101 Reykjavík 00 1 2 3 00 00 00 4 5 6 00 7 8 00 9 10 11 00 12 00 13 00 14 15 16 00 17 18 00 19 00 20 21 00 22 23 00 00 00 00 24 25 00 26 00 00 00 00 27 28 29 00 30 31 32 00 33 00 34 35 00 36 37 38 00 39 00 40 41 00 42 43 44 00 45 46 00 47 00 00 00 48 00 Lárétt: 1 góða (5) 4 dans (4) 7 blaður (7) 9 nemanda (9) 11 rannsókn (4) 12 svelg (3) 13 maðkafluguegg (3) 14 lúgur (3) 15 brodda (5) 17 sefir (4) 19 ótti (4) 20 sífellt (6) 22 nötri (7) 24 stofu (3) 26 handlegg (3) 27 gleðskapar (10) 30 fjölda (5) 33 álíta (5) 34 vegsemd (5) 36 kropp (3) 38 haka (4) 39 tangi (3) 40 stía (3) 42 komist (3) 43 oft (7) 45 konur (9) 47 tvístra (5) 48 ögrir (5) Lóðrétt: 1 aðgangsfreka (7) 2 passi (4) 3 kjáni (3) 4 kvenmannsnafn (5) 5 hækkun (3) 6 beygði (7) 7 rúmi (7) 8 örlaganorn (5) 9 söngfuglar (9) 10 skjálfa (5) 16 byttu (4) 18 mynni (2) 19 áköf ( 2) 21 seinlegt (7) 23 lauftré (5) 25 drusla (5) 27 hræddur (9) 28 væla (4) 29 gabba (5) 31 grip (3) 32 þráir (6) 33 blekkingu (4) 35 meðspilari (6) 37 skoðar (4) 39 tappi (5) 41 hæg (5) 44 vegur (4) 46 spyrji (4)

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.