Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 9
ardóttir starfsmaður kanadíska sendiráðsins. Öllum kom þeim saman um að kunnátta í tungumálum hefði stuðlað beint að vel- gengni þeirra á vinnumarkaði og ráðið því að þau hefðu fengið að takast á við krefjandi og ögrandi verkefni á nýjum vinnustöðum. Sigríður lagði samhliða laganámi stund á BA-nám í spænsku. Hjá Verslunarráði er starfrækt spánsk-íslenskt verslunarráð og hefur hún umsjón með starfsemi þess. Sigríður benti á að það væri út- breidd skoðun á Íslandi að enskan ein nægði í viðskiptum. Sú væri alls ekki raunin, hvort heldur sem litið væri til Danmerkur, Sví- þjóðar, Frakklands, Spánar eða Þýskalands. Sigríður lagði áherslu á að reynsla hennar hjá Verslunarráði sýndi svo að ekki yrði um villst að enska dugir ekki ein og sér sem viðskiptatungumál. Björgvin fjallaði um nám sitt í þýsku og þá miklu þýðingu sem þýskukunnáttan hefði haft fyrir nám hans og störf. Að mati hans getur góð þýskukunnátta skipt sköpum fyrir árangur í viðskiptum í Þýskalandi, þar sé m.a. mikilvægur markaður fyrir íslenskar sjávar- afurðir og þess vegna séu miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðfélagið. Katrín sagði frá því að hún hóf störf í nýstofnuðu sendiráði Kanada á Íslandi á sl. ári og hefur þar kynnst fjölþjóðlegu umhverfi og fengið innsýn í alþjóðatengsl, til dæmis hvað snertir menntun, við- skipti, menningu, stjórnsýslu og stjórnmálasamband landanna. Í starfinu notar hún einkum íslensku, ensku og frönsku en danska hefur einnig komið að góðu gagni. Í því sambandi bendir hún á mikilvægi Tungumálamiðstöðvar Háskóla Íslands sem gerði henni fært að bæta við sig námskeiðum í tungumálum. Að mati Katrínar er tölvutæknin spennandi kostur til tungumálanáms og kennsluað- ferðir Tungumálamiðstöðvar eru fjölbreyttar og árangursríkar. Skyldleiki tónlistar- og tungumálanáms Loks fjölluðu fjórir tungumálakennarar um kosti og galla nýrra námskráa í erlendum tungumálum, en þeir voru Guðmundur Helgason enskukennari í Langholtsskóla, Valgerður Bragadóttir þýskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, Brynhildur Anna Ragnarsdóttir kennsluráðgjafi Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og Margrét Helga Hjartardóttir frönskukennari í Kvennaskólanum. Guðmundur gerði að umfjöllunarefni að erfitt væri að ná mark- miðum í kennslu talaðs máls í ensku og tók sem dæmi úr gildandi námskrá ákvæði um „Að nemandi geti tjáð sig lipurlega á mæltu máli um málefni sem eru honum kunnugleg“. Guðmundur taldi ýmislegt hamla því að ná mætti umræddu markmiði, þó aðallega að þar sem ekki væri prófað í talmáli á samræmdum prófum fengi það minna vægi í kennslu og minni áherslu en aðrir þættir tungumáls- ins. Í öðru lagi taldi Guðmundur að kennsla tungumála væri enn mjög hefðbundin og slíkar kennsluaðferðir lettu frekar en hvettu í notun talmáls. Hann taldi ekki nægilegar forsendur fyrir kennslu talmáls og því erfitt að ná þeim markmiðum sem námskráin segði til um. Valgerður fagnaði sérstaklega meiri áherslu á tjáskipti og alla færniþætti, fjölbreyttari kennsluaðferðum og skýrri en almennari markmiðasetningu ásamt tilmælum um hugsanlegar leiðir til að ná markmiðum. Hún taldi námskrána að flestu leyti mjög aðgengi- lega. Tilgangurinn væri að auðvelda kennurum starfið og stuðla að samræmingu. Helstu gallana taldi hún vera að markmiðssetning væri gjarnan of ítarleg og sama mætti segja um lýsingu á efnisatrið- um (nákvæm upptalning). Að síðustu taldi hún mjög miður að ein- ingum 3. og 4. máls í kjarna fækkar í nýrri námskrá. Brynhildur Anna sagði að námskrá skilgreindi námið sem sam- fellu frá upphafi náms til samræmdra prófa og/eða stúdentsprófs. Hún taldi þó að námskráin næði ekki til þarfa allrar nemendaflór- unnar þar sem vaxandi fjöldi nemenda væri jafnvígur á tvö tungu- mál eða fleiri. Hún spurði hvað ætti að að gera við nemendur sem kæmu með þekkingu á tungumálum. Hún taldi farsælt að nota sama kerfi og í tónlistarnámi sem skipt væri í grunnstig (1-3 stig), miðstig (4-5 stig) og framhaldspróf (6-7 stig). Hún taldi að nám í fiðluleik og tungumálum væri ekki ólíkt og nota mætti sömu for- sendur í báðum. Í tónlistarnámi væri krafist skuldbindinga sem fælu í sér skýrt afmarkaða áfanga, skýrar kröfur, samábyrgð kenn- ara og nemenda, skýra verkefnaskiptingu þar sem fyrir lægi hvaða markmiðum væri stefnt að og ljóst væri á hvaða forsendum náms- mat byggðist. Margrét Helga fjallaði um kosti og galla námskrár í frönsku. Hún sagði að frönskukennarar hefðu beðið eftir nýrri námskrá með óþreyju. Helstu kosti námskrárinnar taldi hún vera gagnlegan inngangskafla, skýrari hugmyndafræði, fróðlegan formála og nokk- uð ítarlega markmiðasetningu. Hún taldi að námskráin væri hæfi- lega opin og aðgengileg þótt hún gengi styttra og væri knappari en námskrá í þýsku og spænsku. Helstu galla taldi Margrét vera upp- setningu og ytri ramma námskrárinnar - áfangaheiti í neðstu á- föngum væru stundum villandi. Þá taldi hún að það að gert væri ráð fyrir 3ja eininga áföngum væri ekki í samræmi við hefðir allra skóla, svo sem bekkjaskóla sem sumir væru með 2ja eininga áfanga. Margrét lauk máli sínu með því að lýsa yfir áhyggjum yfir að ein- ingum í kjarna á málbraut í 3. og 4. máli hefði verið fækkað og kvaðst uggandi um framtíð tungumálakennslu - sérstaklega ef framhaldsskóli yrði styttur kæmi það niður á tungumálanámi. Spænskan vinsæl Að framsöguerindum loknum fóru fram almennar umræður undir stjórn dr. Hómfríðar Garðarsdóttur formanns STÍL. Hún gerði að umtalsefni að tungumálakennsla væri tæki til aukinna samskipta og samvinnu í margtyngdri og margmenningarlegri ver- öld samtímans og að skilgreind markmið tungumálanáms á Íslandi væru að læra tungumál frá unga aldri, sjálfsábyrgð í námi, fjarnám og tæknivæðing auk eflingar margmælis eða fjöltyngis. Fjörugar umræður spunnust þar sem sitt sýndist hverjum. Áberandi var að þingheimur var sammála um mikilvægi margtyngds samfélags á Ís- landi þar sem fjölbreytt framboð tungumálanáms væri grundvöllur farsældar í náinni framtíð. Vakin var athygli á því að vegna vaxandi vinsælda spænsku að undanförnu hefðu franska og þýska átt erfið- ara uppdráttar. Einn fundargesta var uggandi yfir þessari þróun og benti á ábyrgð foreldra við að hafa áhrif á börn sín varðandi val á tungumálanámi. Aðrir bentu á að sífelldar sveiflur væru í vinsæld- um tungumála og spilaði þar margt saman. Rétt væri að nýta áhuga fólks á hvaða tungumáli sem væri til að mála menningarlíf á Íslandi með fleiri og bjartari litum. Byggt á samantekt frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Hólmfríður Garðarsdóttir Tungumálakennsla 11

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.