Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 17

Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 17
Vallarsel var opnað árið 1979. Þar eru í vetur 104 börn á þremur deildum. Starfs- menn eru 24, þar af 11 leikskóla-kennarar. Verkefnisstjórn í tónlistaruppeldinu og fagleg ábyrgð er í höndum þeirrar sem þetta ritar. Upphafið Sumarið 1998 hafði Lilja Guðlaugsdóttir samband við mig til að kanna hvort ég hefði áhuga á að sjá um tónlistarstarf á Leikskólanum Vallarseli. Hún var þá að taka við sem leikskólastjóri og hafði mikinn áhuga á að hafa tónlist og frjálsan leik sem meginviðfangsefni í leikskólanum. Sem tónlistarkennari og foreldri hef ég alltaf haft brennandi áhuga á tónlistaruppeldi og því var þetta kjörið tækifæri. Gegnum árin hefur víða í leikskólum verið unnið með tónlistaruppeldi og því byrjuðum við á að kanna hvernig staðið hefði verið að slíku starfi annars staðar. Við töluðum við marga til að afla upplýs- inga og fórum í heim- sóknir í leikskóla. Við reyndum að læra af þeirri reynslu sem aðrir miðluðu og setja okkur ramma fyrir tónlistarstarfið. Markmiðið sem við settum okkur með tónlistarstarfinu var og er enn að stuðla að sem mestum alhliða þroska sérhvers barns og nýta tónlistina sem eitt af mörgu til að vinna að því. Orðin gleði og gaman eru lykilhugtök í kennslunni, ásamt því að hafa tímana sem fjölbreyttasta því að tónlist býður upp á svo óendanlega marga mögu- leika sem nýtast í markvissu starfi. Námsefni og bakgrunnur Ekki er um auðugan garð að gresja þegar kemur að því að finna viðfangsefni í tónlist fyrir börn á leikskólaaldri. Það þekkja þeir sem hafa unnið á þessum vettvangi. Það hefur því farið mikil vinna í að leita að efni sem hentar þessari kennslu, er í senn skemmtilegt og fræðandi og höfðar til leik- skólabarna. Við horfum oft til landanna í kringum okkur í leit að hugmyndum og það gerði ég líka. Lítið hefur verið gefið út þar af góðu tónlistarefni sem hentar börnum á leikskólaaldri. Á Norðurlöndum eru víða starfandi tónlistarkennarar sem vinna með foreldrum og börnum, strax nokkurra mánaða gömlum, og svipar forminu til kennslu í ungbarnasundi sem við þekkjum vel hér á landi. Foreldrar og börn koma þá í tónlistartíma vikulega. Þar er sungið og farið í tónlistartengda leiki, hlustað mark- visst og unnið með hljóðfæri. Allt miðar þetta að því að efla alhliða þroska barnsins og stuðla að góðum tengslum milli foreldra og barna, ekki síst gegnum sönginn. Nokkrar bækur um þetta starf hafa verið gefnar út, bæði í Noregi og Danmörku, og þar fann ég loksins það sem hentaði okkur í Vallarseli. Þessar hugmyndir, ásamt reynsl- unni af því að kenna ungum börnum tón- list í fimmtán ár, eru það inntak tónlistar- uppeldis sem leggjum til grundvallar í starfi okkar. Á hverjum vetri höfum við fengið tón- listarkennara, sem hafa verið að vinna að tónlist með ungum börnum, til að halda stutt námskeið fyrir okkur. Þau hafa verið mjög fjölbreytt og skemmtileg og góð við- bót við tónlistarstarfið. Frá degi til dags Öll börnin koma í litlum hópum, ásamt hópstjóra, í tónlistartíma vikulega yfir vetr- artímann. Hóparnir eru aldursskiptir og hámark átta börn í hóp. Yngri börnin koma í 15 eða 20 mín. í senn en þau eldri í 30 mín. Sömu hópar fylgjast að í tónlistinni og hópastarfinu á hverri deild. Þar fer fram tónlistarkennsla í formi söngva, leikja, hreyfingar, hlustunar, vinnu með grunn- hugtök í tónlist, hljóðfæravinnu (með vönduðum slagverkshljóðfærum og úrvali hljóðgjafa) og alls sem við getum kallað tónlist í víðum skilningi þess orðs. Þar er skapandi þátturinn að sjálfsögðu líka með og ávallt haft að leiðarljósi að vinna frá hinu einfalda til hins flókna. Verkefnaval er miðað við aldur barnanna. Í lok tímans er sett fyrir verkefni til að vinna að í hópa- starfi fram að næsta tíma. Hjá elsta árgang- inum er það mjög gjarnan samspil í ein- hverju formi en hjá þeim yngri leikir eða söngvar sem þjálfa vissa hluti eða hugtök í tónlistinni. Það er í höndum þess sem sér um hópinn í hópastarfi að halda utan um „heimanámið“ yfir vikuna. Í byrjun hvers mánaðar eru valdir 5-6 söngvar sem mest eru sungnir þann mánuðinn og tengjast þeir árstíma og/eða því þema sem er í gangi á leikskól- anum í hvert sinn. Nóvemb- ervísan hér í upphafi er einmitt dæmi um slíkan mánaðarsöng. Lögð er áhersla á að það sem börnunum er boðið upp á sé vandað. Það gildir einnig um söngtexta og lög sem þeim eru kennd. Við veljum söngvana með það í huga að lögin séu skemmtileg með hreyfingum eða tákni með tali, sem er notað í vaxandi mæli í leikskólanum, en líka gömlu góðu ís- lensku kvæðin og söngvarnir. Við höfum einnig notað með góðum ár- angri kennsluefni eftir Sigurlínu Jónsdótt- ur, Klapp Stapp, til að þjálfa tilfinningu fyrir púlsi o.fl. Í framhaldi af því vinnum við með „tónastubba“ (Boomwhackers) sem við notum á svipaðan hátt og lausa tóna til að spila þrástef. Tónastubbarnir eru mislöng plaströr í mismunandi litum sem gefa frá sér skemmtilega hásan tón. Tónl ist í le ikskóla 20 Nóvember og norðurljós, nýútsprungin klakarós. Ljúfan söng látum við létta okkur skammdegið. (Guðmundur Kristjánsson) Þessi vísa er úr kvæðinu Hringferð ársins og er oft sungin í Leikskólanum Vallarseli á Akranesi, en þar hefur verið unnið að markvissu tónlistar- uppeldi undanfarin ár. ...Ljúfan söng látum við létta okkur skammdegið L jó s m y n d ir : C a rs te n K ri s ti n s s o n Markmiðið sem við settum okkur með tónlistarstarfinu var og er enn að stuðla að sem mestum alhliða þroska sérhvers barns og nýta tónlistina sem eitt af mörgu til að vinna að því. Orðin gleði og gaman eru lykilhugtök í kennslunni, ásamt því að hafa tímana sem fjöl- breyttasta.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.