Þjóðmál - 01.06.2014, Side 5

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 5
4 Þjóðmál SUmAR 2014 Af vettvangi stjórnmálanna _____________ Björn Bjarnason Uppnám í ESB-ríkjum — viðvörun í Reykjavík Fyrir sveitarstjórnarkosningar beinist athygli að baráttu í einstökum sveitar- félögum og lagt er mat á lista og átakamál innan þeirra . Að úrslitunum fengnum er hins vegar litið til heildarstöðu flokka . Nýlegt dæmi um þetta eru sveitar- stjórn ar kosningar í Frakklandi . Þar galt stjórnar flokkurinn afhroð og strax eftir að úrslitin lágu fyrir skipti François Hollande Frakklandsforseti um forsætisráðherra og myndaði nýja ríkisstjórn . Hinn 25 . maí 2014 var síðan gengið til ESB-þingkosninga í Frakklandi og þá fengu sósíalistar ekki nema 14% atkvæða . Forsetinn er hinn óvin sælasti í tæplega 60 ára sögu fimmta franska lýðveldisins . Hann mun sitja í embætti sínu til ársins 2017 . Í ávarpi til þjóðar innar að ESB-kosningunum loknum beindi Hollande spjótum að ESB, sagði sambandið með öllu óskiljanlegt venjulegu fólki . Hann sagðist hins vegar ekki ætla að breyta meginstefnunni við stjórn Frakk lands enda hafði hann áður breytt um stefnu frá sósíalisma í anda vinstri arms flokks síns til jafnaðarmennsku í anda Tonys Blairs sem kynnti Nýja verkamannaflokkinn til sög- unnar í Bretlandi . Í Frakklandi ríkir stjórnmálakreppa . Hún magnaðist í ESB-þingkosningunum þegar Þjóðfylkingin varð stærsti flokkurinn í Frakklandi með um fjórðung kjósenda . Sósíal istar gátu ekki breytt meiru í for- ystusveit sinni eða ríkisstjórn . Mið-hægri- menn, UMP-flokkurinn, varð hins vegar ekki aðeins fyrir áfalli í ESB-kosningunum heldur var einnig upplýst daginn eftir að úrslit þeirra lágu fyrir að staðið hefði verið ranglega að útgáfu reikninga á vegum flokksins vegna forsetakosninganna árið 2012 . Jean-François Copé, formaður flokksi ns, fékk frest til 15 . júní til að pakka saman og láta af formennskunni en þríeyki

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.