Þjóðmál - 01.06.2014, Side 11

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 11
10 Þjóðmál SUmAR 2014 (10,7%) til að ná tveimur mönnum fyrir B-lista í borgarstjórnina . Þetta einstæða afrek vann hún eftir að tveir karlar, Óskar Bergsson og Guðni Ágústsson, höfðu sagt sig frá að leiða framsóknarlistann . Óskar vegna fylgisleysis og Guðni vegna ágreinings . Sveinbjörg Birna barðist eins og sá sem hefur engu að tapa og uppskar ríkulega . Mestu skipti að hún sagðist ekki sætta sig við þann stað sem valinn hefði verið undir mosku í skipulagi Reykjavíkur . Vegna þess ráku margir upp ramakvein og til varð „moskumálið“ og íslensk stjórnmál „töpuðu sakleysi sínu“ að mati Árna Páls Árnas onar . Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for mað- ur Framsóknarflokksins, sagði ummæli Svein bjargar Birnu um þetta í netheimum ekki hafa verið „meðvitað útspil“ . Að mati frambjóðandans dugði það henni hins vegar til sigurs og þakkaði hún fjölmiðlum fyrir að hafa gefið „moskumálinu“ byr undir báða vængi . Umræðurnar snerust þó minna um efni málsins en hvernig frambjóðandinn dirfðist að tala á þann veg sem hún gerði . Sveinbjörg Birna lét ekkert á sig fá þótt áhrifamenn innan Framsóknarflokksins, t .d . utanríkisráðherra og þingflokksformaður, vildu halda sig fjarri orðum hennar, einnig einhverjir í hópi ungra framsóknarmanna auk þess sem framsóknarmaðurinn Hallur Magnússon hætti að stjórna þætti á Útvarpi Sögu vegna þess að honum þótti nóg um andúð við múslíma á stöðinni eftir að moskumálinu var hreyft . Uppnámið var mikið og almennt en skilaði tveimur konum í borgarstjórn fyrir B-listann og segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, önnur kona á listanum, að þær muni leggja til að lóðarúthlutun til byggingar Félags múslima á Íslandi verði dregin til baka . Undan því verður ekki vikist að ræða þessa hlið fjölmenningarinnar hér á landi eins og hvarvetna annars staðar í Evrópu . Hvað sem líður „meðvituðu útspili“ eða ekki hefur komið til sögunnar kosningabeita hér sem notuð hefur verið með góðum árangri erlendis, til dæmis í löndunum þremur sem nefnd voru í upphafi vegna pólitískra vandræða eftir ESB-þingkosningarnar . V . Lítil kosningaþátttaka var í sveitar-stjórnarkosningunum . Það þarf ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hefur árum saman með neikvæðu umtali um stjórnmál og stjórnmálamenn . Jón Gnarr og Besti flokkurinn buðu sig beinlínis fram vorið 2010 til að storka hefðbundnu stjórn- málastarfi . Jón Gnarr yfirgefur völl inn dauðþreyttur og kannski kalinn á hjarta . Látið er í veðri vaka að ungt fólk hafi látið kosningarnar fram hjá sér fara . Vangaveltur um þetta settu svip sinn á hinar stöðnuðu og gamaldags skýringar á kosningarúrslitun- um í ríkisútvarpinu . Þær snúast að verulegu leyti um að túlka hvers vegna úrslitin eru ekki hin sömu og niðurstöður einhverra skoða na kannana . Líklega er hvergi í heimi á öld upp- lýsinga byltingarinnar jafn stirðbusaleg kynn ing á kosningaúrslitum og hér á landi . Undan því verður ekki vikist að ræða þessa hlið fjölmenningarinnar hér á landi eins og hvarvetna annars staðar í Evrópu . Hvað sem líður „meðvituðu útspili“ eða ekki hefur komið til sögunnar kosningabeita hér sem notuð hefur verið með góðum árangri erlendis . . .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.