Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 15

Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 15
14 Þjóðmál SUmAR 2014 Svein björnssonar, dómstjóra í Landsyfir- réttinum, sýni að það hafi komið mjög illa við fundarmenn þegar fundinum var slitið í skyndi, jafnvel þótt að við því hefði mátt búast . Tilfinningarnar ólguðu og Trampe segir að Jón Sigurðsson og nokkrir fundarmanna hafi steytt hnefa framan í fulltrúa konungs á fundinum .4 Ráðagerð Jóns fyrir fundinn var hér greini lega að engu orðin . Hann hafði látið svo um mælt fyrirfram að fundarmenn og hann sjálfur hefðu einsett sér að vera „blíðir í máli, harðir í raun“, en hér sýnist allt yfirbragð fundarins hafa orðið hömlulausara en ráð var fyrir gert .5 Þórður var sá eini í níu manna nefnd sem kosin var á þjóðfundinum, sem fylgdi ekki stefnu Jóns í stjórnlagamálinu . Hann vildi þó ekki að hér giltu stjórnlög Dana en taldi rétt að nota danska frumvarpið sem grundvöll nýrra laga fyrir Ísland og hafa hér innlenda ráðgjafastjórn .6 Í sendibréfi stuttu eftir fundinn lýsti hann umræðunum um stjórnskipunarlega stöðu Íslands, og sagði: „Af þessu var fullkominn ágreiningur, þó í vinsemd .“ Síðan lýsir Þórður áframhaldandi fundarstörfum sem enduðu með því að Trampe greifi sagði að: þinginu væri slitið í kóngsins nafni, hér væri því ekkert þing eða þingmenn framar . Háreystin varð því meiri, en ekkert skildist . Eg tók þá stafinn minn og hélt í burt og heyrði ei meir, nema prótest í kóngsins nafni . Sagt er að Jón Guðmundsson hafi stælt hnefana og komizt allur upp á borðið, en andlitin á J .J . vil eg ekki um tala . H .St . var eins og formyrkvað tungl .7 4 Aðalgeir Kristjánsson, Endurreisn Alþingis og þjóð fund­ urinn 1851, bls . 334–335 . 5 Sama rit, bls . 309–310 . 6 Páll Eggert Ólason, Jón Sigurðsson. Foringinn mikli. Líf og landssaga, fyrri hluti (Reykjavík 1945), bls . 232–234 . 7 Þórður Sveinbjörnsson til Hermanníusar Johnson, Reykjavík 18 . ágúst 1851, Gömul Reykjavíkurbréf (Reykjavík 1965), bls . 72–73 . Yfirbragð fundarins var síður er svo fágað og yfirvegað í lýsingu Þórðar: mótmæli, menn búnir að missa stjórn á skapi sínu og hver talaði í kapp við annan . Raunar nefnir hann það í lok bréfsins að tilgangur þess að segja með ítarlegum hætti frá fundinum sé sá að reyna að slá á „lygafréttirnar“ sem fara muni á kreik .8 Prótest, lygasögur væntanlegar, ögrandi líkamsbeiting og drungalegar ásjónur sýna að heitt var í kolunum við fundarlok . Það var kannski ekki að undra að ætlun Jóns um framgöngu sína og fylgismanna sinna á fundinum gekk ekki eftir . Ýmsir báru kvíðboga fyrir því sem í vændum var á fundinum vegna þeirra veðrabrigða sem orðin voru í dönsku stjórnmálalífi . Séra Gunnar Gunnarsson í Laufási (1781–1853) skrifar til Páls Pálssonar (1806–1876) um væntanlegan þjóðfund og „afdrif“ hans, „þó sú ílöngun sé þó nokkuð kvíða bland- in“, eins og hann kemst að orði .9 Jens Sigurðsson, bróðir Jóns, talar í sama anda og telur að eftir þingið verði staðan sú „að allt standi við sama og er“ og engra stjórnar- bóta sé að vænta . Sitt sýnist því hverjum . Flestir embættismannanna vilji viðhalda sambandinu en þó séu þeir til sem vilji „hreinan aðskilnað“ frá Dönum . Og Jens trúir bróður sínum fyrir sinni einlægu skoðun: Jeg ætla ekki að segja þér meiningu mína í þessu efni, því jeg verð strax feiminn, þegar jeg á að segja mína politisku trúarjátning, og er það af því jeg veit mig vantrúaðan eða réttara að segja veiktrúaðan . Jeg er að vísu mikið örvæntinn um, að Ísland beri sig bæði andlega og líkamlega, en jeg er sannfærður um, að öll framför þess er undir því komin, og vilji stjórnin ekki leyfa það eða Íslendingar 8 Þórður Sveinbjörnsson til Hermanníusar Johnson, Reykjavík 18 . ágúst 1851, Gömul Reykjavíkurbréf, bls . 75 . 9 Gunnar Gunnarsson til Páls Pálssonar, Laufási 23 . janúar 1851, Skrifarinn á Stapa (Reykjavík 1957), bls . 184 .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.