Þjóðmál - 01.06.2014, Page 18

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 18
 Þjóðmál SUmAR 2014 17 lífeyrissjóði, tryggingar félög, bankastofnanir, fyrirtæki, erlenda aðila og einstaklinga . Húsið að Garðastræti 37 var byggt af stór kaupmanninum og iðnrekandanum Magn úsi Víglundssyni . Magnús var mjög menn ingarlega sinnaður, en hann var á sínum tíma m .a . einn af helstu bak- hjörlum Almenna bókafélagsins og stofn- andi útgáfu félagsins Braga sem gaf út heildarsafn kvæða Einars Benediktssonar og færði Reykjavíkurborg að gjöf minnis- varða Ásmundar Sveinssonar af skáldinu á Klambratúni . Andi Magnúsar lifir greini- lega enn í þessu fallega húsi . Húsið er í fúnkisstíl og var teiknað af Gunnlaugi Hall dórssyni árið 1939 . Síðar var það stækkað og er húsið nú um 700 fermetrar á fimm hæðum með stórum garði . Frábær listaverk prýða veggi hússins eftir u .þ .b . þrjátíu listamenn, bæði úr samtímanum og látna meistara . Eru þetta nær allt verk úr einkasafni Gísla Haukssonar . Í kjallaranum eða á jarðhæð garðmegin er allstór sýningar- og ráðstefnusalur þar sem Gallery GAMMA er . Þar stendur nú yfir merkileg sýning á myndverkum á pappír eftir Kristján Davíðsson, en þau eru öll úr safni Gísla . Þá má geta þess að GAMMA er nú aðal- styrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands . Loftmynd af höfuðstöðvum GAMMA í Garðastræti 37 . Þetta er bakhlið hússins og sést hluti af hinum geysistóra garði þar sem GAMMA hyggst opna höggmyndagarð áður en langt um líður .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.