Þjóðmál - 01.06.2014, Side 26

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 26
 Þjóðmál SUmAR 2014 25 formi sólar- og vindorku vera ein leiðin á þeirri vegferð . Ástandið á Krímskaga hefur aukið enn á áherslu Evrópu á orkuöryggi . Um 30% af gasi, sem notað er í Evrópu, kemur frá Rússlandi og það hefur torveldað viðbrögð ríkjanna við aðstæðum í Úkraínu .18 Fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins vinnur nú að áætlun með það að markmiði að minnka þessi orkukaup og í því efni eru þeir hvattir áfram af Bandaríkjamönnum .19 Í þessu samhengi er endurnýjanleiki íslenskra orkugjafa afskaplega sérstakur . 18 The Economist, 5 . apríl 2014, „European Energy Security: Concious uncoupling“ . 19 Financial Times, 3 . apríl 2014, „Europe‘s dangerous addiction to Russian gas needs radical cure“ . Á meðan Evrópuþjóðir eru í óvissu um hvaðan orka þeirra kemur eftir 20 ár benda allar líkur til þess að rigning muni áfram falla til jarðar á Íslandi næstu 100 árin og að jarðhiti haldist lítt breyttur næstu aldirnar . Vatns- og jarðvarmaorka Íslendinga er trygg og verðmæt orkulind . Kostnaður og fjármögnun Kostnaður við sæstrengsverkefni ligg-ur ekki fyrir enn sem komið er enda verkefnið ennþá á frumstigi . Hag fræði - stofn un Háskóla Íslands gerði í fyrra ráð fyrir allt að 553 milljörðum króna fyrir bæði strenginn sjálfan, upp byggingu Myndin sýnir raforkuverð á N2EX-markaðnum í Bretlandi árið 2013 þar sem viðskipti eiga sér stað með raforku til afhendingar á ákveðnum klukkutíma daginn eftir . Verðsveiflurnar eru verulegar sem stafar af því að rafmagn er ekki hægt að geyma heldur verður að afhenda það á fyrirfram umsömdum tíma . Aðilar eiga því ekki annan kost en að sætta sig við það verð sem ríkir á markaðnum og stýrist af stöðu raforkukerfisins í heild á hverju augnabliki . Sveigjanleiki, sem íslenskt vatnsafl býr yfir, er mjög verðmætt á markaði sem þessum .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.